Sprengdu yfirgefinn skýjakljúf í Lousiana Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2024 20:56 Íbúar Lake Charles-borgar fylgjast með Hertz-turninum falla. AP Yfirgefinn tuttugu og tveggja hæða skýjakljúfur í Lake Charles í Lousiana var sprengdur í loft upp eftir að hafa staðið auður í næstum fjögur ár. Hertz-turninn hefur orðið að táknmynd eyðileggingarinnar sem fellibylirnir Laura og Delta ullu. Turninn féll á aðeins nokkrum sekúndum eftir að hópur sprengjusérfræðinga sprengdi röð sprengja inni í honum. Eftir fallið myndaðist fimm hæða ryk- og brakhaugur. Sjá má myndband af sprengingunni hér fyrir neðan. Byggingin sem áður kallaðist Capital One Tower hafði verið einkennandi partur af sjóndeildarhring borgarinnar í rúmlega fjóra áratugi. Turninn fór hins vegar afar illa út úr röð fellibylja sem herjuðu á suðvesturhluta Louisiana árið 2020. Fjöldi rúða sprakk og stór hluti suðvesturhliðar turnsins eyðilagðist. Lofuðu að gera við turninn Eigendur byggingarinnar, fasteignafélagið Hertz Investment Group, lofuðu í mörg ár að gera við bygginguna um leið og þeir væru búnir að gera upp við tryggingarfélagið sitt, Zurich. Talið var að kostnaður við að gera upp bygginguna væri 167 milljónir Bandaríkjadala. Á endanum sættust aðilarnir tveir á óuppgefna upphæð og ekkert varð af viðgerðunum. Sprenging turnsins kostaði sjö milljónir Bandaríkjadala og var fjármögnuð með einkaframtaki sem borgin tryggði. Hertz eru enn eigendur lóðarinnar og er ekki ljóst hvað verður um hana. Bæjarstjórinn Nic Hunter sagði sprengingu turnsins vera súrsæta. Borgin hafi reynt hvað hún gat til að bjarga turninum með ýmsum aðilum en það hafi á endanum reynst of erfitt. Bandaríkin Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Turninn féll á aðeins nokkrum sekúndum eftir að hópur sprengjusérfræðinga sprengdi röð sprengja inni í honum. Eftir fallið myndaðist fimm hæða ryk- og brakhaugur. Sjá má myndband af sprengingunni hér fyrir neðan. Byggingin sem áður kallaðist Capital One Tower hafði verið einkennandi partur af sjóndeildarhring borgarinnar í rúmlega fjóra áratugi. Turninn fór hins vegar afar illa út úr röð fellibylja sem herjuðu á suðvesturhluta Louisiana árið 2020. Fjöldi rúða sprakk og stór hluti suðvesturhliðar turnsins eyðilagðist. Lofuðu að gera við turninn Eigendur byggingarinnar, fasteignafélagið Hertz Investment Group, lofuðu í mörg ár að gera við bygginguna um leið og þeir væru búnir að gera upp við tryggingarfélagið sitt, Zurich. Talið var að kostnaður við að gera upp bygginguna væri 167 milljónir Bandaríkjadala. Á endanum sættust aðilarnir tveir á óuppgefna upphæð og ekkert varð af viðgerðunum. Sprenging turnsins kostaði sjö milljónir Bandaríkjadala og var fjármögnuð með einkaframtaki sem borgin tryggði. Hertz eru enn eigendur lóðarinnar og er ekki ljóst hvað verður um hana. Bæjarstjórinn Nic Hunter sagði sprengingu turnsins vera súrsæta. Borgin hafi reynt hvað hún gat til að bjarga turninum með ýmsum aðilum en það hafi á endanum reynst of erfitt.
Bandaríkin Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira