Finnst hann ekki vera að sparka í liggjandi mann Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. september 2024 15:05 Bragi Páll hefur engar áhyggjur af því að Bjarni verði mögulega ekki í stjórnmálum mikið lengur og lét það ekki stöðva sig í að fá sér húðflúr af honum. Rithöfundurinn og athafnastjórinn Bragi Páll Sigurðarson hefur fengið sér nýtt húðflúr á hægri rasskinnina. Þar er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í gervi Bjarnabófa úr myndasögunum um Andrés Önd og félaga. Bragi segist ekki upplifa sem svo að hann sé að sparka í liggjandi mann með húðflúrinu. „Mér datt þetta í hug fyrir nokkrum árum og hef rætt þetta við hana Sigrúnu sem flúraði mig þó nokkrum sinnum undanfarin ár. Svo var einhvern veginn útlit fyrir að það sé farið að styttast í annan endann á þessu starfi hans Bjarna og ég upplifði að maður væri að brenna inni með góða hugmynd svo við drifum í þessu,“ segir Bragi Páll í samtali við Vísi. Sigrún Rós Sigurðardóttir teiknaði myndina og flúraði hana svo á rasskinn rithöfundarins. Bragi Páll hefur undanfarin ár gefið út þrjár skáldsögur og þess á milli ritað pistla í Stundina og í Heimildina þar sem hann hefur verið einn helsti gagnrýnandi Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins. Þannig flúraði hann eitt sinn á sig orðin „Segðu af þér Hanna Birna“ þegar lekamálið stóð sem hæst árið 2014. Eins og fram hefur komið hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki mælst með sitt hefðbundna fylgi í skoðanakönnunum að undanförnu og vakti 13,8 prósenta mæling Maskínu á fylgi flokksins sérstaka athygli. Vildi Bjarni í kjölfarið ekki segja af eða á um hvort hann hygðist bjóða sig fram að nýju til formanns flokksins á landsfundi sem haldinn verður í janúar. Bláfátækur listamaður og valdamesti maður landsins Um þrjá og hálfan tíma tók að flúra myndina á rassinn á rithöfundinum. Bragi segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að sitja eftir með mynd af Bjarna á rassinum jafnvel þó einhverjar líkur séu á því að hann hverfi á braut af opinberum vettvangi í nánustu framtíð. „Þetta getur þá bara verið minnismerki um hans arfleifð í stjórnmálum. Það er mjög ósennilegt að það sé einhver að fara að reisa styttu af honum eða nefna hús eða bókasöfn eftir honum eins og gert er í tilviki þjóðhöfðingja sem eru farsælir í starfi.“ Á myndinni er Bjarni í búningi Bjarnabófa sem stöðugt gerðu atlögu að peningagámi Jóakims Aðalandar í myndasögunum um Andrés Önd og félaga. „Þetta átti nú að vera alveg heill bjarnabófabúningur. Hann er í buxunum þeirra og með hattinn þeirra og fangið fullt af peningum og góssi. Upprunalegu ráðast á peningatank Jóakims en Bjarni er bara búinn að vera að hjálpa fjölskyldunni að tæma ríkissjóð,“ fullyrðir rithöfundurinn. Sumir gætu sagt að það sé illkvittið af þér að sparka í liggjandi mann? „Ég get ekki alveg samþykkt að ég, bláfátækur listamaður, sem er að gera grín að valdamesta manni landsins sé þar með að sparka í liggjandi mann. Hann er búinn að liggja meira og minna frá því hann settist á þing, alltaf einhvern veginn með slóðina á eftir sér. Þannig að það er erfitt að velja sér réttan tíma til þess að sparka í Bjarna,“ segir Bragi sem hefur gefið út skáldsögurnar Austur, Arnaldur Indriðason deyr og Kjöt. Á léttari nótum segist Bragi hafa nóg fyrir stafni. Hann er nú á lokametrum þess að gefa út sína fjórðu skáldsögu: Næst síðasta líf Jens Ólafssonar Olsen. Von er á bókinni í búðir á næstu vikum. Bragi er til í að fallast á að hún sé í anda fyrri bóka, eða næstum því. „Ætli það ekki bara? Það þarf kannski einhver annar að dæma um það en þetta er skemmtileg skrítin dæmisaga.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Húðflúr Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
„Mér datt þetta í hug fyrir nokkrum árum og hef rætt þetta við hana Sigrúnu sem flúraði mig þó nokkrum sinnum undanfarin ár. Svo var einhvern veginn útlit fyrir að það sé farið að styttast í annan endann á þessu starfi hans Bjarna og ég upplifði að maður væri að brenna inni með góða hugmynd svo við drifum í þessu,“ segir Bragi Páll í samtali við Vísi. Sigrún Rós Sigurðardóttir teiknaði myndina og flúraði hana svo á rasskinn rithöfundarins. Bragi Páll hefur undanfarin ár gefið út þrjár skáldsögur og þess á milli ritað pistla í Stundina og í Heimildina þar sem hann hefur verið einn helsti gagnrýnandi Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins. Þannig flúraði hann eitt sinn á sig orðin „Segðu af þér Hanna Birna“ þegar lekamálið stóð sem hæst árið 2014. Eins og fram hefur komið hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki mælst með sitt hefðbundna fylgi í skoðanakönnunum að undanförnu og vakti 13,8 prósenta mæling Maskínu á fylgi flokksins sérstaka athygli. Vildi Bjarni í kjölfarið ekki segja af eða á um hvort hann hygðist bjóða sig fram að nýju til formanns flokksins á landsfundi sem haldinn verður í janúar. Bláfátækur listamaður og valdamesti maður landsins Um þrjá og hálfan tíma tók að flúra myndina á rassinn á rithöfundinum. Bragi segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að sitja eftir með mynd af Bjarna á rassinum jafnvel þó einhverjar líkur séu á því að hann hverfi á braut af opinberum vettvangi í nánustu framtíð. „Þetta getur þá bara verið minnismerki um hans arfleifð í stjórnmálum. Það er mjög ósennilegt að það sé einhver að fara að reisa styttu af honum eða nefna hús eða bókasöfn eftir honum eins og gert er í tilviki þjóðhöfðingja sem eru farsælir í starfi.“ Á myndinni er Bjarni í búningi Bjarnabófa sem stöðugt gerðu atlögu að peningagámi Jóakims Aðalandar í myndasögunum um Andrés Önd og félaga. „Þetta átti nú að vera alveg heill bjarnabófabúningur. Hann er í buxunum þeirra og með hattinn þeirra og fangið fullt af peningum og góssi. Upprunalegu ráðast á peningatank Jóakims en Bjarni er bara búinn að vera að hjálpa fjölskyldunni að tæma ríkissjóð,“ fullyrðir rithöfundurinn. Sumir gætu sagt að það sé illkvittið af þér að sparka í liggjandi mann? „Ég get ekki alveg samþykkt að ég, bláfátækur listamaður, sem er að gera grín að valdamesta manni landsins sé þar með að sparka í liggjandi mann. Hann er búinn að liggja meira og minna frá því hann settist á þing, alltaf einhvern veginn með slóðina á eftir sér. Þannig að það er erfitt að velja sér réttan tíma til þess að sparka í Bjarna,“ segir Bragi sem hefur gefið út skáldsögurnar Austur, Arnaldur Indriðason deyr og Kjöt. Á léttari nótum segist Bragi hafa nóg fyrir stafni. Hann er nú á lokametrum þess að gefa út sína fjórðu skáldsögu: Næst síðasta líf Jens Ólafssonar Olsen. Von er á bókinni í búðir á næstu vikum. Bragi er til í að fallast á að hún sé í anda fyrri bóka, eða næstum því. „Ætli það ekki bara? Það þarf kannski einhver annar að dæma um það en þetta er skemmtileg skrítin dæmisaga.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Húðflúr Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira