Ljósmyndaþáttur Ragnars Axelssonar: „Fjöllin hafa vakað lengur en í þúsund ár“ Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2024 08:02 Raxi og landkönnuðurinn Ingólfur Arnarson (júníor) svífa eins og fuglinn fljúgandi yfir Lónsöræfi og uppgötvuðu lygilega litadýrð í hinni ósnortnu náttúru. vísir/rax Ragnar Axelsson – Raxi – hefur lagst í sérstaka leiðangra en hann flýgur við annan mann yfir óbyggðir Íslands og festir á filmu brot af þeim undrum og furðum sem þar getur að líta. Við hin fáum að njóta afrakstursins því ef Raxi kann eitthvað þá er það þetta að taka myndir. Að þessu sinni flaug Raxi flugvél sinni yfir Lónsöræfi sem eru tvímælalaust meðal allra fallegustu staða á Íslandi. Jölulsá í lóni rennur í hlykkjum niður hrikalegt gljúfrið í átt til sjávar. Þetta er illt yfirferðar og þangað hafa ekki margir komið, þó gönguhópar leiti leiða. Marga staðina er einungis unnt að skoða úr lofti. „Það þarf að hafa varann á sér á flugi yfir Lónsöræfum og gljúfrinu,“ segir Raxi. Hann segir auðvelt að gleyma sér því þarna sé margt að sjá. „Litadýrðin er engu lík. Já, nema kannski í Landmannalaugum? En ef rýnt er inn í klettabeltiin má sjá tröllsleg andlit og forynjur horfa til baka þegar flogið er þar hjá,“ segir Raxi og honum dettur strax í hug lagið Fjöllin hafa vakað: „Þarna hafa fjöllin vakað lengur en í þúsund ár.“ Og á vitaskuld kollgátuna. Lónsöræfi eru um fimm til sjö milljón ára gömul. Helgi Torfason jarðfræðingur gerði rannsóknir og gerði hann berggrunnskort af Kollumúlaeldisstöðinni á Lónsöræfum. Rannsóknir hans leiddu í ljós að eldstöðin hefur verið verik í um 1,3 milljónir ára. Ragnar og Ingólfur voru ekki einir á ferð. Þarna er gul flugvél að flækjast inn um en hún gefur til kynna stærðarhlutföllin sem um ræður. En við skulum leyfa myndunum að tala sínu máli. Reynið að finna tröll og sá sem finnur flest vinnur. Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Ljósmyndun RAX Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Ragnar Axelsson – Raxi – er ljósmyndari á heimsmælikvarða, óþreytandi að að festa mannlíf og landslag á filmu. Til að komast í tæri við áður óséð undur Íslands prílaði Raxi við annan mann upp í flugvél sína og ljósmyndar það sem fyrir augu ber, með augum fuglsins. 8. september 2024 09:01 Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Fleiri fréttir Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Sjá meira
Að þessu sinni flaug Raxi flugvél sinni yfir Lónsöræfi sem eru tvímælalaust meðal allra fallegustu staða á Íslandi. Jölulsá í lóni rennur í hlykkjum niður hrikalegt gljúfrið í átt til sjávar. Þetta er illt yfirferðar og þangað hafa ekki margir komið, þó gönguhópar leiti leiða. Marga staðina er einungis unnt að skoða úr lofti. „Það þarf að hafa varann á sér á flugi yfir Lónsöræfum og gljúfrinu,“ segir Raxi. Hann segir auðvelt að gleyma sér því þarna sé margt að sjá. „Litadýrðin er engu lík. Já, nema kannski í Landmannalaugum? En ef rýnt er inn í klettabeltiin má sjá tröllsleg andlit og forynjur horfa til baka þegar flogið er þar hjá,“ segir Raxi og honum dettur strax í hug lagið Fjöllin hafa vakað: „Þarna hafa fjöllin vakað lengur en í þúsund ár.“ Og á vitaskuld kollgátuna. Lónsöræfi eru um fimm til sjö milljón ára gömul. Helgi Torfason jarðfræðingur gerði rannsóknir og gerði hann berggrunnskort af Kollumúlaeldisstöðinni á Lónsöræfum. Rannsóknir hans leiddu í ljós að eldstöðin hefur verið verik í um 1,3 milljónir ára. Ragnar og Ingólfur voru ekki einir á ferð. Þarna er gul flugvél að flækjast inn um en hún gefur til kynna stærðarhlutföllin sem um ræður. En við skulum leyfa myndunum að tala sínu máli. Reynið að finna tröll og sá sem finnur flest vinnur. Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax
Ljósmyndun RAX Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Ragnar Axelsson – Raxi – er ljósmyndari á heimsmælikvarða, óþreytandi að að festa mannlíf og landslag á filmu. Til að komast í tæri við áður óséð undur Íslands prílaði Raxi við annan mann upp í flugvél sína og ljósmyndar það sem fyrir augu ber, með augum fuglsins. 8. september 2024 09:01 Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Fleiri fréttir Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Sjá meira
Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Ragnar Axelsson – Raxi – er ljósmyndari á heimsmælikvarða, óþreytandi að að festa mannlíf og landslag á filmu. Til að komast í tæri við áður óséð undur Íslands prílaði Raxi við annan mann upp í flugvél sína og ljósmyndar það sem fyrir augu ber, með augum fuglsins. 8. september 2024 09:01