Fortíðarþrá tröllríður öllu á X: Gamlar hetjur fá nýtt líf Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2024 07:01 Leikmenn frá Norðurlöndunum gerðu það lengi vel gott í ensku úrvalsdeildinni. Á listanum hér að neðan má finna Íslending, Finna og Norðmann. EPA Segja má að fortíðarþrá herji á öll þau sem voru djúpt sokkin í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu frá árunum 2005 til 2017. Ástæðan er ákveðin tíska eða trend svokallað sem tröllríður öllu nú á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Þar birtist nú haugur myndbanda undir myllumerkinu #Barclaysmen. Um er að ræða myndbönd af fyrrum hetjum ensku úrvalsdeildarinnar. Það er á reiki af hverju myllumerkið ber þetta nafn þar sem Barclays var opinber styrktaraðili deildarinnar frá 2007 til 2017 en mörg myndbandanna eru af mönnum sem voru upp á sitt besta fyrir þann tíma. Sem dæmi má nefna hinn norska Morten Gamst Pedersen. Sá lagði skóna aðeins á hilluna fyrr á þessu ári, þá 43 ára gamall en hann er hvað frægastur fyrir veru sína hjá Blackburn Rovers frá 2004 til 2013. Var hvað þekktastur fyrir ljósar strípur og frábæran vinstri fót sem þýðir að hann er fullkomið #Barclaysmen dæmi. We had to jump on this trend with the most quintessential #Barclaysman of them all 😅Morten Gamst Pedersen x The Subways 🎶#Barclaysmen | #Rovers 🔵⚪️ pic.twitter.com/lb1dE6v6FE— Blackburn Rovers (@Rovers) September 10, 2024 Stoke City var á sínum tíma heldur áhugavert lið og þá var Rory Delap mjög svo einstakur leikmaður þar sem hann var þekktari fyrir löngu innköstin sín heldur hæfileika með boltann. Það var því gefið að einhver myndi henda í létta samantekt af hreint út sagt ótrúlegum innköstum hans. My word. Not sure a compilation has ever gone this hard. The ultimate #Barclaysmen — Rory Delappic.twitter.com/cmLac38Kiw— Jack Kenmare (@jackkenmare_) September 9, 2024 David Moyes stýrði West Ham United á síðustu leiktíð og náði almennt fínum árangri með liðið. Það minnti á að áður en hann tók við Manchester United gerði hann frábæra hluti með Everton. Segja má að liðið hafi spilað heiðarlegan fótbolta en ákveðnir leikmenn fengu þó að leika listir sínar. Einn af þeim var Steven Pienaar, frábært dæmi um #Barclaysmen. Steven Pienaar x The Coral#Barclaysmen pic.twitter.com/ZqCERgh23K— Everton (@Everton) September 9, 2024 Hinn 37 ára gamli Luis Nani er vissulega enn að spila en það gleymist oft að hann gaf 53 stoðsendingar og skoraði 26 mörk í 147 deildarleikjum fyrir Manchester United frá 2007 - 2015. Þá varð hann enskur meistari fjórum sinnum. Ofan á það var hann skemmtikraftur. Luis Nani x Club Foot #Barclaysmen pic.twitter.com/SCBMmsv6CT— Theo (@TheoHubel) September 9, 2024 Fulham ákvað að gera ekki upp á milli leikmanna sinna og birti myndband með haug af skemmtilegum leikmönnum sem hafa klæðst treyju félagsins. Fulham = #Barclaysmen.Who have we missed out? pic.twitter.com/VVYuGVNVS6— Fulham Football Club (@FulhamFC) September 10, 2024 Takmarkaðir enskir framherjar hafa einnig fengið mikla ást, einn þeirra er Charlie Austin. Hann fór mikinn með Queens Park Rangers á sínum tíma. Í dag spilar hann með AFC Totton. Annar er Grant Holt, goðsögn hjá Norwich City. Charlie Austin - 16 years #barclaysmen pic.twitter.com/nMWsFbS1SS— .lacazette 🇮🇪 (@DotLacazette) September 9, 2024 Grant Holt x Jump Jump Dance Dance#ncfc #Barclaysmen pic.twitter.com/H8dlFdaoH0— Norwich images that precede unfortunate events (@ncfcpain) September 9, 2024 Jussi Jääskeläinen er á sinn hátt einn frægasti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar án þess þó að hafa spilað fyrir stórlið eða unnið titla. Hann var ef til vill upp á sitt besta örlítið fyrir 2007 og sést það á gæðum myndefnisins en kemur þó ekki að sök annars. Jussi spilaði þegar lið voru ekki mikið að spila út frá marki svo það óvíst hvort hann myndi passa inn í deildina eins og hún er í dag en þegar það kom að því að verja tuðruna voru fáir betri. Jussi Jaaskelainen x Counting stars #Barclaysmen #bwfc pic.twitter.com/oaykZOOGOx— Abid (@ab1d03) September 9, 2024 Hermann Hreiðarsson fékk að vera með, að því leytinu til að honum brá fyrir í myndbandi sem Portsmouth birti af eftirminnilegustu atvikum sínum er liðið var enn í úrvalsdeildinni. We just had to jump on this trend. 😅#Pompey x Golden Skans. 🔥 pic.twitter.com/U069tOyj9D— Portsmouth FC (@Pompey) September 7, 2024 Síðast en ekki síst er það Eiður Smári Guðjohnsen, sigursælasti Íslendingurinn til að hafa spilað á Englandi. Guðjohnsen x Razorlight #Barclaysmen pic.twitter.com/BHt17hcFug— Cal (@cal_ycfc_efc) September 9, 2024 Myndböndin hér að ofan eru aðeins brot af þeim myndböndum sem finna má undir myllumerkinu á X, áður Twitter. Fótbolti Enski boltinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Sjá meira
Þar birtist nú haugur myndbanda undir myllumerkinu #Barclaysmen. Um er að ræða myndbönd af fyrrum hetjum ensku úrvalsdeildarinnar. Það er á reiki af hverju myllumerkið ber þetta nafn þar sem Barclays var opinber styrktaraðili deildarinnar frá 2007 til 2017 en mörg myndbandanna eru af mönnum sem voru upp á sitt besta fyrir þann tíma. Sem dæmi má nefna hinn norska Morten Gamst Pedersen. Sá lagði skóna aðeins á hilluna fyrr á þessu ári, þá 43 ára gamall en hann er hvað frægastur fyrir veru sína hjá Blackburn Rovers frá 2004 til 2013. Var hvað þekktastur fyrir ljósar strípur og frábæran vinstri fót sem þýðir að hann er fullkomið #Barclaysmen dæmi. We had to jump on this trend with the most quintessential #Barclaysman of them all 😅Morten Gamst Pedersen x The Subways 🎶#Barclaysmen | #Rovers 🔵⚪️ pic.twitter.com/lb1dE6v6FE— Blackburn Rovers (@Rovers) September 10, 2024 Stoke City var á sínum tíma heldur áhugavert lið og þá var Rory Delap mjög svo einstakur leikmaður þar sem hann var þekktari fyrir löngu innköstin sín heldur hæfileika með boltann. Það var því gefið að einhver myndi henda í létta samantekt af hreint út sagt ótrúlegum innköstum hans. My word. Not sure a compilation has ever gone this hard. The ultimate #Barclaysmen — Rory Delappic.twitter.com/cmLac38Kiw— Jack Kenmare (@jackkenmare_) September 9, 2024 David Moyes stýrði West Ham United á síðustu leiktíð og náði almennt fínum árangri með liðið. Það minnti á að áður en hann tók við Manchester United gerði hann frábæra hluti með Everton. Segja má að liðið hafi spilað heiðarlegan fótbolta en ákveðnir leikmenn fengu þó að leika listir sínar. Einn af þeim var Steven Pienaar, frábært dæmi um #Barclaysmen. Steven Pienaar x The Coral#Barclaysmen pic.twitter.com/ZqCERgh23K— Everton (@Everton) September 9, 2024 Hinn 37 ára gamli Luis Nani er vissulega enn að spila en það gleymist oft að hann gaf 53 stoðsendingar og skoraði 26 mörk í 147 deildarleikjum fyrir Manchester United frá 2007 - 2015. Þá varð hann enskur meistari fjórum sinnum. Ofan á það var hann skemmtikraftur. Luis Nani x Club Foot #Barclaysmen pic.twitter.com/SCBMmsv6CT— Theo (@TheoHubel) September 9, 2024 Fulham ákvað að gera ekki upp á milli leikmanna sinna og birti myndband með haug af skemmtilegum leikmönnum sem hafa klæðst treyju félagsins. Fulham = #Barclaysmen.Who have we missed out? pic.twitter.com/VVYuGVNVS6— Fulham Football Club (@FulhamFC) September 10, 2024 Takmarkaðir enskir framherjar hafa einnig fengið mikla ást, einn þeirra er Charlie Austin. Hann fór mikinn með Queens Park Rangers á sínum tíma. Í dag spilar hann með AFC Totton. Annar er Grant Holt, goðsögn hjá Norwich City. Charlie Austin - 16 years #barclaysmen pic.twitter.com/nMWsFbS1SS— .lacazette 🇮🇪 (@DotLacazette) September 9, 2024 Grant Holt x Jump Jump Dance Dance#ncfc #Barclaysmen pic.twitter.com/H8dlFdaoH0— Norwich images that precede unfortunate events (@ncfcpain) September 9, 2024 Jussi Jääskeläinen er á sinn hátt einn frægasti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar án þess þó að hafa spilað fyrir stórlið eða unnið titla. Hann var ef til vill upp á sitt besta örlítið fyrir 2007 og sést það á gæðum myndefnisins en kemur þó ekki að sök annars. Jussi spilaði þegar lið voru ekki mikið að spila út frá marki svo það óvíst hvort hann myndi passa inn í deildina eins og hún er í dag en þegar það kom að því að verja tuðruna voru fáir betri. Jussi Jaaskelainen x Counting stars #Barclaysmen #bwfc pic.twitter.com/oaykZOOGOx— Abid (@ab1d03) September 9, 2024 Hermann Hreiðarsson fékk að vera með, að því leytinu til að honum brá fyrir í myndbandi sem Portsmouth birti af eftirminnilegustu atvikum sínum er liðið var enn í úrvalsdeildinni. We just had to jump on this trend. 😅#Pompey x Golden Skans. 🔥 pic.twitter.com/U069tOyj9D— Portsmouth FC (@Pompey) September 7, 2024 Síðast en ekki síst er það Eiður Smári Guðjohnsen, sigursælasti Íslendingurinn til að hafa spilað á Englandi. Guðjohnsen x Razorlight #Barclaysmen pic.twitter.com/BHt17hcFug— Cal (@cal_ycfc_efc) September 9, 2024 Myndböndin hér að ofan eru aðeins brot af þeim myndböndum sem finna má undir myllumerkinu á X, áður Twitter.
Fótbolti Enski boltinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Sjá meira