Reglur kvöldsins: Engir áhorfendur og slökkt á meðan hinn talar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. september 2024 10:57 Ekkert hefur verið ákveðið um aðrar kappræður milli Harris og Trump en varaforsetaefnin Tim Walz og J.D. Vance mætast 1. október. Getty Menn bíða þess nú með mikilli eftivæntingu að Kamala Harris og Donald Trump mætist í fyrstu, og mögulega einu, kappræðum sínum fyrir forsetakosningarnar 5. nóvember. Kappræðurnar fara fram í nótt, klukkan 01:00 að íslenskum tíma, og verða meðal annars sendar út beint á ABC News Live og Disney+. Það er ABC sem stendur fyrir kappræðunum en stjórnendur verða David Muir, þáttastjórnandi World News Tonight, og Lindsey Davis, þáttastjórnandi Wold News Tonight Sunday og ABC News Live Prime. Sjónvarpsstöðin birti reglurnar kappræðanna um helgina, sem báðir forsetaframbjóðendurnir hafa samþykkt. Kappræðurnar verða 90 mínútur með tveimur auglýsingahléum. Engir áhorfendur verða í sal og þá verða stjórnendurnir þeir einu sem spyrja spurninga. Frambjóðendurnir mega ekki spyrja hvort annað spurninga. Peningi var kastað 3. september til að ákveða hvort fengi að velja í hvaða röð lokaræðurnar yrðu fluttar. Trump vann kastið og valdi að tala á eftir Harris. Harris valdi að vera hægra megin á sviðinu, frá áhorfandanum séð. Trump var ófeiminn við að grípa frammí fyrir Clinton á sínum tíma og þá þótti koma vel út fyrir hann að vera líka í mynd þegar hún var að tala, þar sem hann lét vanþóknun sína í ljós með hinum ýmsu svipbrigðum.Getty/Chip Somodevilla Slökkt á míkrafóninum þegar hitt talar Harris verður kynnt fyrst á svið og svo Trump. Þau munu ekki flytja upphafsræður en fá tvær mínútur hvort í lokin til að biðla til kjósenda. Það vakti mikla athygli þegar Donald Trump fór á flakk í í kappræðunum við Hillary Clinton árið 2016 og hefur Clinton lýst því síðar að hafa fundist það afar óþægilegt. Bæði Trump og Harris hafa hins vegar skuldbundið sig til að halda sig á bakvið ræðupúltið að þessu sinni. Þau fá ekki að hafa neina hluti með sér á sviðið, né skrifaðan texta, en verður séð fyrir penna, skrifblokk og vatnsflösku. Forsetaefnin fá tvær mínútur til að svara spurningu, tvær mínútur í andsvar og mínútu til að fylgja spurningu eftir eða skýra eitthvað nánar. Þá var ákveðið að slökkt verður á míkrafón þess sem hefur ekki orðið, sem mun óhjákvæmilega draga úr uppákomum þar sem annað reynir að taka fram í fyrir hinu. Harris er sögð hafa samþykkt regluna með semingi, þar sem Trump er þekktur fyrir að rjúka upp við hin ýmsu tilefni. Það gæti verið Harris í hag. Starfsmenn framboðanna munu ekki fá að eiga í samskiptum við frambjóðendurna á meðan auglýsingahléi stendur og þá munu stjórnendur gæta að því að almennrar kurteisi sé gætt og tímamörk virt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Kappræðurnar fara fram í nótt, klukkan 01:00 að íslenskum tíma, og verða meðal annars sendar út beint á ABC News Live og Disney+. Það er ABC sem stendur fyrir kappræðunum en stjórnendur verða David Muir, þáttastjórnandi World News Tonight, og Lindsey Davis, þáttastjórnandi Wold News Tonight Sunday og ABC News Live Prime. Sjónvarpsstöðin birti reglurnar kappræðanna um helgina, sem báðir forsetaframbjóðendurnir hafa samþykkt. Kappræðurnar verða 90 mínútur með tveimur auglýsingahléum. Engir áhorfendur verða í sal og þá verða stjórnendurnir þeir einu sem spyrja spurninga. Frambjóðendurnir mega ekki spyrja hvort annað spurninga. Peningi var kastað 3. september til að ákveða hvort fengi að velja í hvaða röð lokaræðurnar yrðu fluttar. Trump vann kastið og valdi að tala á eftir Harris. Harris valdi að vera hægra megin á sviðinu, frá áhorfandanum séð. Trump var ófeiminn við að grípa frammí fyrir Clinton á sínum tíma og þá þótti koma vel út fyrir hann að vera líka í mynd þegar hún var að tala, þar sem hann lét vanþóknun sína í ljós með hinum ýmsu svipbrigðum.Getty/Chip Somodevilla Slökkt á míkrafóninum þegar hitt talar Harris verður kynnt fyrst á svið og svo Trump. Þau munu ekki flytja upphafsræður en fá tvær mínútur hvort í lokin til að biðla til kjósenda. Það vakti mikla athygli þegar Donald Trump fór á flakk í í kappræðunum við Hillary Clinton árið 2016 og hefur Clinton lýst því síðar að hafa fundist það afar óþægilegt. Bæði Trump og Harris hafa hins vegar skuldbundið sig til að halda sig á bakvið ræðupúltið að þessu sinni. Þau fá ekki að hafa neina hluti með sér á sviðið, né skrifaðan texta, en verður séð fyrir penna, skrifblokk og vatnsflösku. Forsetaefnin fá tvær mínútur til að svara spurningu, tvær mínútur í andsvar og mínútu til að fylgja spurningu eftir eða skýra eitthvað nánar. Þá var ákveðið að slökkt verður á míkrafón þess sem hefur ekki orðið, sem mun óhjákvæmilega draga úr uppákomum þar sem annað reynir að taka fram í fyrir hinu. Harris er sögð hafa samþykkt regluna með semingi, þar sem Trump er þekktur fyrir að rjúka upp við hin ýmsu tilefni. Það gæti verið Harris í hag. Starfsmenn framboðanna munu ekki fá að eiga í samskiptum við frambjóðendurna á meðan auglýsingahléi stendur og þá munu stjórnendur gæta að því að almennrar kurteisi sé gætt og tímamörk virt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent