Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 07:42 Camilla Herrem og Þórir Hergeirsson hafa unnið fimmtán verðlaun saman á stórmótum með norska kvennalandsliðinu í handbolta. Getty/Igor Soban/Maja Hitij Norska handboltakonan Camilla Herrem þekkir það betur en flestir að spila undir stjórn Þóris Hergeirssonar með norska handboltalandsliðinu og hún hrósar íslenska þjálfaranum mikið. Þórir tilkynnti í gær að hann ætli að hætta með norska landsliðið eftir Evrópumótið í desember. Hann hefur þjálfað liðið í fimmtán ár og var þar á undan aðstoðarþjálfari liðsins í mörg ár. Herrem tók þátt bæði í fyrsta titli liðsins undir Þóris (EM 2010) og síðasta titlinum (ÓL í París 2014). Hún hefur alls verið með í fimmtán af sextán verðlaunaliðum norska handboltalandsiðsins undir stjórn Þóris. Vissi ekki hver ákvörðun hans var Herrem vissi ekki um ákvörðun hans fyrir fram og var mikið niðri fyrir þegar hún frétti af ákvörðun Selfyssingsins. Það þarf sérstakan þjálfara til að vinna svo lengi með sama lið og ná á sama tíma svo stöðugum árangri. Það er líka ljóst á viðtali við Herrem að það er persónan Þórir sem á risastóran þátt í árangrinum. Þórir er auðvitað frábær handboltaþjálfari sem gjörþekkir íþróttina. Hann er líka gríðarlega sterkur í samskiptum við leikmenn. Hann setur kröfur á leikmenn sína en þær geta um leið alltaf leitað til hans. Þórir Hergeirsson fylgist hér með norska liðinu á Ólympíuleikunum í París.Getty/Steph Chambers Ekki auðvelt fylla í hans skó „Hann hefur gert ótrúlega góða hluti fyrir handboltann og landsliðið. Hann er stór maður og það verður ekki auðvelt fylla í hans skó,“ sagði Camilla Herrem í viðtali við Verdens Gang. Hún spurð hvað væri það besta við Þóri? „Hans leiðtogahæfileikar og hans persónuleiki. Hann er svo ótrúlega góð manneskja. Það er gott að tala við hann og þér líður eins og þú getir sagt honum allt. Ég get ekki sagt það sama með marga þjálfara, sagði Herrem. „Það er mikið traust í gangi og þú getur verið opinská og hreinskilin. Hann er mjög vingjarnlegur maður og ótrúlega góður leiðtogi, sagði Herrem. Hrikalega sorglegt Kom það henni á óvart að Þórir hafi ákveðið að hætta? „Bæði og. Ég veit að hann hugsaði mikið um þetta. Eins og hann sagði þá komst hann að þessari niðurstöðu eftir að rykið settist eftir Ólympíuleikana, sagði Herrem. „Það er enginn landsliðsþjálfari sem hefur verið í starfi sínu frá 2009. Hvað þá að ná þessum árangri á þessum tíma. Ég fékk hnút í magann þegar ég frétti þetta. Þetta er hrikalega sorglegt, sagði Herrem. Getty/Sanjin Strukic Norski handboltinn EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Þórir tilkynnti í gær að hann ætli að hætta með norska landsliðið eftir Evrópumótið í desember. Hann hefur þjálfað liðið í fimmtán ár og var þar á undan aðstoðarþjálfari liðsins í mörg ár. Herrem tók þátt bæði í fyrsta titli liðsins undir Þóris (EM 2010) og síðasta titlinum (ÓL í París 2014). Hún hefur alls verið með í fimmtán af sextán verðlaunaliðum norska handboltalandsiðsins undir stjórn Þóris. Vissi ekki hver ákvörðun hans var Herrem vissi ekki um ákvörðun hans fyrir fram og var mikið niðri fyrir þegar hún frétti af ákvörðun Selfyssingsins. Það þarf sérstakan þjálfara til að vinna svo lengi með sama lið og ná á sama tíma svo stöðugum árangri. Það er líka ljóst á viðtali við Herrem að það er persónan Þórir sem á risastóran þátt í árangrinum. Þórir er auðvitað frábær handboltaþjálfari sem gjörþekkir íþróttina. Hann er líka gríðarlega sterkur í samskiptum við leikmenn. Hann setur kröfur á leikmenn sína en þær geta um leið alltaf leitað til hans. Þórir Hergeirsson fylgist hér með norska liðinu á Ólympíuleikunum í París.Getty/Steph Chambers Ekki auðvelt fylla í hans skó „Hann hefur gert ótrúlega góða hluti fyrir handboltann og landsliðið. Hann er stór maður og það verður ekki auðvelt fylla í hans skó,“ sagði Camilla Herrem í viðtali við Verdens Gang. Hún spurð hvað væri það besta við Þóri? „Hans leiðtogahæfileikar og hans persónuleiki. Hann er svo ótrúlega góð manneskja. Það er gott að tala við hann og þér líður eins og þú getir sagt honum allt. Ég get ekki sagt það sama með marga þjálfara, sagði Herrem. „Það er mikið traust í gangi og þú getur verið opinská og hreinskilin. Hann er mjög vingjarnlegur maður og ótrúlega góður leiðtogi, sagði Herrem. Hrikalega sorglegt Kom það henni á óvart að Þórir hafi ákveðið að hætta? „Bæði og. Ég veit að hann hugsaði mikið um þetta. Eins og hann sagði þá komst hann að þessari niðurstöðu eftir að rykið settist eftir Ólympíuleikana, sagði Herrem. „Það er enginn landsliðsþjálfari sem hefur verið í starfi sínu frá 2009. Hvað þá að ná þessum árangri á þessum tíma. Ég fékk hnút í magann þegar ég frétti þetta. Þetta er hrikalega sorglegt, sagði Herrem. Getty/Sanjin Strukic
Norski handboltinn EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira