Vildi fara frá Liverpool Aron Guðmundsson skrifar 9. september 2024 17:02 Kelleher á æfingu með Guðmundi Hreiðarssyni, markmannsþjálfara írska landsliðsins Vísir/Getty Írski markvörðurinn Caoimhin Kelleher, leikmaður Liverpool, vildi halda á önnur mið í sumar með þá von í brjósti að verða aðalmarkvörður hjá öðru liði. Ekkert varð af brotthvarfi hans frá félaginu og segir Írinn að ákvörðunin hafi ekki verið í sínum höndum. Kelleher, sem hefur þurft að verma varamannabekkinn hjá Liverpool, er aðalmarkvörður írska landsliðsins sem er nú í sínu fyrsta landsliðsverkefni undir stjórn Íslendingsins Heimis Hallgrímssonar. Skömmu eftir að Heimir var ráðinn landsliðsþjálfari Írlands lét hann í ljós áhyggjur sínar af litlum spilatíma Kelleher hjá Liverpool. „Auðvitað þarf að hann að komast í burtu ekki síst vegna þess að hann er búinn að sýna öllum hvað hann getur á hæsta stiginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Mirror um Kelleher í júlí. Kelleher fer ekki leynt með þá þrá sína að verða aðalmarkvörður hjá félagsliði. Ljóst þykir að það mun ekki gerast fyrir hann hjá Liverpool þrátt fyrir að félagið hafi hafnað nokkrum tilboðum í hann. Kelleher hefur verið á eftir Alisson í goggunarröðinni og undir lok félagsskiptagluggans gekk Liverpool frá kaupum á Georgíumanninum Giorgi Mamardashvili frá Valencia. Giorgi klárar yfirstandandi tímabil með Valencia og gengur svo til liðs við Liverpool að fullu fyrir næsta tímabil. „Félagið hefur ákveðið að sækja annan markvörð. Utan frá lítur þetta þannig út að félagið hafi ákveðið að halda á önnur mið. Vilji minn hefur ávallt verið skýr undanfarin tímabil. Ég vil fara og verða aðalmarkvörður,“ sagði Kelleher aðspurður um stöðu sína á blaðamannafundi írska landsliðsins fyrir leik gegn Grikklandi í Þjóðadeild Evrópu á morgun. „Einhverjir gætu haldið að þetta væri þá allt hundrað prósent í mínum höndum en stundum er ég ekki með alla ása á minni hendi.“ Írland Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Kelleher, sem hefur þurft að verma varamannabekkinn hjá Liverpool, er aðalmarkvörður írska landsliðsins sem er nú í sínu fyrsta landsliðsverkefni undir stjórn Íslendingsins Heimis Hallgrímssonar. Skömmu eftir að Heimir var ráðinn landsliðsþjálfari Írlands lét hann í ljós áhyggjur sínar af litlum spilatíma Kelleher hjá Liverpool. „Auðvitað þarf að hann að komast í burtu ekki síst vegna þess að hann er búinn að sýna öllum hvað hann getur á hæsta stiginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Mirror um Kelleher í júlí. Kelleher fer ekki leynt með þá þrá sína að verða aðalmarkvörður hjá félagsliði. Ljóst þykir að það mun ekki gerast fyrir hann hjá Liverpool þrátt fyrir að félagið hafi hafnað nokkrum tilboðum í hann. Kelleher hefur verið á eftir Alisson í goggunarröðinni og undir lok félagsskiptagluggans gekk Liverpool frá kaupum á Georgíumanninum Giorgi Mamardashvili frá Valencia. Giorgi klárar yfirstandandi tímabil með Valencia og gengur svo til liðs við Liverpool að fullu fyrir næsta tímabil. „Félagið hefur ákveðið að sækja annan markvörð. Utan frá lítur þetta þannig út að félagið hafi ákveðið að halda á önnur mið. Vilji minn hefur ávallt verið skýr undanfarin tímabil. Ég vil fara og verða aðalmarkvörður,“ sagði Kelleher aðspurður um stöðu sína á blaðamannafundi írska landsliðsins fyrir leik gegn Grikklandi í Þjóðadeild Evrópu á morgun. „Einhverjir gætu haldið að þetta væri þá allt hundrað prósent í mínum höndum en stundum er ég ekki með alla ása á minni hendi.“
Írland Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira