Tugir látnir eftir öflugasta fellibyl Víetnam í áratugi Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2024 10:31 Fjölfarin brú í Phu Tho-héraði hrundi í morgun. Að minnsta kosti tíu bílar féllu í ánna og er margra saknað. AP/Bui Ban Lanh Að minnsta kosti 59 eru taldir látnir og margra er saknað eftir að fellibylurinn Yagi fór yfir norðurhluta Víetnam um helgina. Fellibylurinn er sá öflugasti sem náð hefur landi í Asíu á þessu ári og sá öflugasti sem skollið hefur á Víetnam í áratugi. Fellibylurinn olli flóðum og aurskriðum víða og eru skemmdirnar miklar. Yagi náði fyrst landi á laugardaginn en áður hafði hann farið yfir Filippseyjar, þar sem að minnsta kosti tuttugu létu lífið og olli hann einnig fjórum dauðsföllum í suðurhluta Kína. Í einu tilfelli hrundi fjölfarin brú í norðanverðu landinu. Tíu bílar féllu í ána auk tveggja vespna. Þremur var bjargað og þrettán er enn saknað, samkvæmt embættismönnum sem BBC vitnar í. Her landsins hefur verið skipað að reisa nýja brú í flýti. Fimmtugur maður sem var á vespu á brúnni segir að hann hafi næstum því drukknað. Honum hafi þó tekist að grípa í tré flaut hjá honum og tókst þannig að halda sér á floti þar til honum var bjargað. Í einu tilfelli varð rúta fyrir skyndiflóði en tuttugu manns voru í henni. Björgunarsveitarmenn voru sendir á vettvang en þeir komust ekki ferðar sinnar vegna aurskriða. Flóð hafa leikið íbúa Víetnam grátt.AP/Do Tuan Anh Stórir hlutar landsins eru án rafmagns en umfangsmikill iðnaður á sér stað í norðanverðu Víetnam. Fregnir hafa borist af því að þökin hafa fokið af heilu verksmiðjunum og hrundu þar að auki veggir í verksmiðju LG Electronics í Haiphong, samkvæmt frétt Reuters. Viðmælendur fréttaveitunnar segja verksmiðjur hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Sérfræðingar segja fellibylji eins og Yagi verða öflugri vegna veðurfarsbreytinga. Heitari höf gefi þeim meiri kraft og þess vegna valdi þeir meiri rigningu og öflugri vindhviðum en áður. Þúsundir trjáa hafa brotnað eða rifnað upp með rótum.AP/Tran Quoc Viet Víetnam Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Fellibylurinn olli flóðum og aurskriðum víða og eru skemmdirnar miklar. Yagi náði fyrst landi á laugardaginn en áður hafði hann farið yfir Filippseyjar, þar sem að minnsta kosti tuttugu létu lífið og olli hann einnig fjórum dauðsföllum í suðurhluta Kína. Í einu tilfelli hrundi fjölfarin brú í norðanverðu landinu. Tíu bílar féllu í ána auk tveggja vespna. Þremur var bjargað og þrettán er enn saknað, samkvæmt embættismönnum sem BBC vitnar í. Her landsins hefur verið skipað að reisa nýja brú í flýti. Fimmtugur maður sem var á vespu á brúnni segir að hann hafi næstum því drukknað. Honum hafi þó tekist að grípa í tré flaut hjá honum og tókst þannig að halda sér á floti þar til honum var bjargað. Í einu tilfelli varð rúta fyrir skyndiflóði en tuttugu manns voru í henni. Björgunarsveitarmenn voru sendir á vettvang en þeir komust ekki ferðar sinnar vegna aurskriða. Flóð hafa leikið íbúa Víetnam grátt.AP/Do Tuan Anh Stórir hlutar landsins eru án rafmagns en umfangsmikill iðnaður á sér stað í norðanverðu Víetnam. Fregnir hafa borist af því að þökin hafa fokið af heilu verksmiðjunum og hrundu þar að auki veggir í verksmiðju LG Electronics í Haiphong, samkvæmt frétt Reuters. Viðmælendur fréttaveitunnar segja verksmiðjur hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Sérfræðingar segja fellibylji eins og Yagi verða öflugri vegna veðurfarsbreytinga. Heitari höf gefi þeim meiri kraft og þess vegna valdi þeir meiri rigningu og öflugri vindhviðum en áður. Þúsundir trjáa hafa brotnað eða rifnað upp með rótum.AP/Tran Quoc Viet
Víetnam Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent