Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 09:31 Tyreek Hill á blaðamannafundi í gær en á hinni myndinni má sjá liðsfélaga hans leiða hann í burtu í þykistu handtöku eftir að Hill skoraði. Getty/Megan Briggs/Don Juan Moore Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. Hill byrjaði nefnilega daginn á því að vera handtekinn fyrir utan leikvanginn. Það sem meira er að hann var snúinn niður í jörðina og handjárnaður fyrir framan fólk sem var á leið á leikinn. Ótrúlegar senur. Hill var stoppaður fyrir hraðakstur fyrir utan leikvanginn en á síðan að hafa verið með kjaft og stæla við lögreglumanninn. Hann heldur sakleysi sínu fram og atvikið minnir mikið þegar kylfingurinn Scottie Scheffler var handtekinn fyrir annan daginn á PGA meistaramótinu. Þær ákærur voru seinna felldar niður. Úrslitin úr NFL deildinni í gær: Pittsburgh Steelers 18-10 Atlanta Falcons Arizona Cardinals 28-34 Buffalo Bills Tennessee Titans 17-24 Chicago Bears New England Patriots 16-10 Cincinnati Bengals Houston Texans 29-27 Indianapolis Colts Jacksonville Jaguars 17-20 Miami Dolphins Carolina Panthers 10-47 New Orleans Saints Minnesota Vikings 28-6 New York Giants Las Vegas Raiders 10-22 Los Angeles Chargers Denver Broncos 20-26 Seattle Seahawks Dallas Cowboys 33-17 Cleveland Browns Washington Commanders 20-37 Tampa Bay Buccaneers Los Angeles Rams 20-26 Detroit Lions Green Bay Packers 29-34 Philadelphia Eagles Baltimore Ravens 20-27 Kansas City Chiefs Tveir liðsfélagar Hill voru á svæðinu og reyndu að miðla málum. Lögreglan fór með Hill upp á lögreglustöð en honum var síðan sleppt. Lögreglan í Miami hefur sett lögreglumanninn, sem handtók Hill, í tímabundið leyfi á meðan málið verður rannsakað. Hill var þrátt fyrir þetta mættur í slaginn tveimur klukkutímum síðar þegar leikurinn hófst. Hann átti síðan eftir að skora frábært snertimark þegar hann sýndi enn á ný stórbrotinn hraða sinn og hæfileika. Það sem vakti líka athygli er að Hill fagnaði snertimarkinu sínu með því að þykjast vera handjárnaður fyrir aftan bak. Svo kom liðsfélagi hans og leiddi hann í burtu eins og lögreglumaður. Hann hafði húmor fyrir öllu saman. Það má sjá það hér fyrir neðan en myndbandið sést ef flett er tvisvar. View this post on Instagram A post shared by Overtime SZN (@overtimeszn) NFL Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Sjá meira
Hill byrjaði nefnilega daginn á því að vera handtekinn fyrir utan leikvanginn. Það sem meira er að hann var snúinn niður í jörðina og handjárnaður fyrir framan fólk sem var á leið á leikinn. Ótrúlegar senur. Hill var stoppaður fyrir hraðakstur fyrir utan leikvanginn en á síðan að hafa verið með kjaft og stæla við lögreglumanninn. Hann heldur sakleysi sínu fram og atvikið minnir mikið þegar kylfingurinn Scottie Scheffler var handtekinn fyrir annan daginn á PGA meistaramótinu. Þær ákærur voru seinna felldar niður. Úrslitin úr NFL deildinni í gær: Pittsburgh Steelers 18-10 Atlanta Falcons Arizona Cardinals 28-34 Buffalo Bills Tennessee Titans 17-24 Chicago Bears New England Patriots 16-10 Cincinnati Bengals Houston Texans 29-27 Indianapolis Colts Jacksonville Jaguars 17-20 Miami Dolphins Carolina Panthers 10-47 New Orleans Saints Minnesota Vikings 28-6 New York Giants Las Vegas Raiders 10-22 Los Angeles Chargers Denver Broncos 20-26 Seattle Seahawks Dallas Cowboys 33-17 Cleveland Browns Washington Commanders 20-37 Tampa Bay Buccaneers Los Angeles Rams 20-26 Detroit Lions Green Bay Packers 29-34 Philadelphia Eagles Baltimore Ravens 20-27 Kansas City Chiefs Tveir liðsfélagar Hill voru á svæðinu og reyndu að miðla málum. Lögreglan fór með Hill upp á lögreglustöð en honum var síðan sleppt. Lögreglan í Miami hefur sett lögreglumanninn, sem handtók Hill, í tímabundið leyfi á meðan málið verður rannsakað. Hill var þrátt fyrir þetta mættur í slaginn tveimur klukkutímum síðar þegar leikurinn hófst. Hann átti síðan eftir að skora frábært snertimark þegar hann sýndi enn á ný stórbrotinn hraða sinn og hæfileika. Það sem vakti líka athygli er að Hill fagnaði snertimarkinu sínu með því að þykjast vera handjárnaður fyrir aftan bak. Svo kom liðsfélagi hans og leiddi hann í burtu eins og lögreglumaður. Hann hafði húmor fyrir öllu saman. Það má sjá það hér fyrir neðan en myndbandið sést ef flett er tvisvar. View this post on Instagram A post shared by Overtime SZN (@overtimeszn)
Úrslitin úr NFL deildinni í gær: Pittsburgh Steelers 18-10 Atlanta Falcons Arizona Cardinals 28-34 Buffalo Bills Tennessee Titans 17-24 Chicago Bears New England Patriots 16-10 Cincinnati Bengals Houston Texans 29-27 Indianapolis Colts Jacksonville Jaguars 17-20 Miami Dolphins Carolina Panthers 10-47 New Orleans Saints Minnesota Vikings 28-6 New York Giants Las Vegas Raiders 10-22 Los Angeles Chargers Denver Broncos 20-26 Seattle Seahawks Dallas Cowboys 33-17 Cleveland Browns Washington Commanders 20-37 Tampa Bay Buccaneers Los Angeles Rams 20-26 Detroit Lions Green Bay Packers 29-34 Philadelphia Eagles Baltimore Ravens 20-27 Kansas City Chiefs
NFL Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Sjá meira