Naut tímamótasigurs rétt eftir að hafa verið hreinsaður af grun Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 21:31 Jannik Sinner smellir kossi á verðlaunagripinn eftir sigurinn í dag. Getty/Sarah Stier Nítján dögum eftir að hafa verið hreinsaður af grun um ólöglega lyfjanotkun náði Ítalinn Jannik Sinner að vinna Opna bandaríska mótið í tennis í kvöld, í fyrsta sinn, með því að leggja heimamanninn Taylor Fritz að velli af öryggi. Hinn ítalski Sinner, sem er efsti maður heimslistans, vann úrslitaleikinn í New York í kvöld 6-3, 6-4 og 7-5. Bandaríkjamenn hafa þurft að bíða í yfir tvo áratugi eftir sigri á mótinu í einliðaleik karla, og þurfa enn að bíða. Andy Roddick, sem fylgdist með úr stúkunni í dag, var síðasti heimamaðurinn til að vinna, árið 2003. Sinner hefur hins vegar verið afar öflugur á hörðum velli síðasta árið og aðeins tapað tveimur af síðustu 38 leikjum á því undirlagi. Hann vann Opna ástralska mótið í janúar og er næstyngstur í sögunni til að vinna þessi tvö risamót á sama ári, á eftir Jimmy Connors sem vann þau fyrir fimmtíu árum. 2 - Jannik Sinner is second youngest player to win the Australian and US Open Men’s Singles titles during the same season in the Open Era, older only than Jimmy Connors in 1974. Meticulous. #USOpen | @usopen @atptour @ATPMediaInfo pic.twitter.com/Oe9Cu3N8rB— OptaAce (@OptaAce) September 8, 2024 Sinner er fyrsti Ítalinn til að vinna sigur í einliðaleik á Opna bandaríska og þungu fargi virtist létt af honum, kannski ekki síst vegna lyfjamálsins en hann greindist í tvígang með ólöglegt efni í líkamanum í mars. Skýringin á því, sem tekin var gild, var sú að sjúkraþjálfari hans hefði notað efnið á skurð á eigin hönd, áður en hann meðhöndlaði Sinner. „Þessi titill hefur svo mikla þýðingu fyrir mig, því undanfarnir tímar hafa ekki verið auðveldir. Liðið mitt hefur stutt mig á hverjum degi og ég þakka þeim sem standa mér næst,“ sagði Sinner eftir sigurinn í kvöld. Hann hefur notið síðustu tveggja vikna, á mótinu: „Ég stóð mig ágætlega. Við tókum þetta dag fyrir dag, reyndum að æfa vel og trúa á þetta. Ég var meðvitaður um það hve andlegi þátturinn er mikilvægur, sérstaklega á þessu móti. En vinnan heldur alltaf áfram. Ég veit að ég get enn bætt mig en maður verður að vera stoltur af því sem maður afrekar og vinna svo fyrir fleiri afrekum,“ sagði Sinner. Tennis Tengdar fréttir Trúir ekki sögunni og segir alþjóðasambandið vera að vernda Sinner Fyrrum besta tenniskona heims, Chris Evert, segir alþjóðasambandið vera að hylma yfir lyfjaskandal Jannik Sinner til að vernda sjálft sig frá neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Hún telur útskýringu hans, að efnið hafi borist óviljandi í sjúkranuddi, ótrúverðuga. 22. ágúst 2024 07:26 Fagnaði fyrsta risamótstitlinum eftir endurkomu í úrslitunum Jannik Sinner vann opna ástralska risamótið í tennis með sterkum endurkomusigri gegn Rússanum Daniil Medvedev í úrslitaleik mótsins. 28. janúar 2024 17:17 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Leik lokið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Um fimm ára aldur fara strákar að trúa því að stelpur eigi ekki heima í íþróttum Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sjá meira
Hinn ítalski Sinner, sem er efsti maður heimslistans, vann úrslitaleikinn í New York í kvöld 6-3, 6-4 og 7-5. Bandaríkjamenn hafa þurft að bíða í yfir tvo áratugi eftir sigri á mótinu í einliðaleik karla, og þurfa enn að bíða. Andy Roddick, sem fylgdist með úr stúkunni í dag, var síðasti heimamaðurinn til að vinna, árið 2003. Sinner hefur hins vegar verið afar öflugur á hörðum velli síðasta árið og aðeins tapað tveimur af síðustu 38 leikjum á því undirlagi. Hann vann Opna ástralska mótið í janúar og er næstyngstur í sögunni til að vinna þessi tvö risamót á sama ári, á eftir Jimmy Connors sem vann þau fyrir fimmtíu árum. 2 - Jannik Sinner is second youngest player to win the Australian and US Open Men’s Singles titles during the same season in the Open Era, older only than Jimmy Connors in 1974. Meticulous. #USOpen | @usopen @atptour @ATPMediaInfo pic.twitter.com/Oe9Cu3N8rB— OptaAce (@OptaAce) September 8, 2024 Sinner er fyrsti Ítalinn til að vinna sigur í einliðaleik á Opna bandaríska og þungu fargi virtist létt af honum, kannski ekki síst vegna lyfjamálsins en hann greindist í tvígang með ólöglegt efni í líkamanum í mars. Skýringin á því, sem tekin var gild, var sú að sjúkraþjálfari hans hefði notað efnið á skurð á eigin hönd, áður en hann meðhöndlaði Sinner. „Þessi titill hefur svo mikla þýðingu fyrir mig, því undanfarnir tímar hafa ekki verið auðveldir. Liðið mitt hefur stutt mig á hverjum degi og ég þakka þeim sem standa mér næst,“ sagði Sinner eftir sigurinn í kvöld. Hann hefur notið síðustu tveggja vikna, á mótinu: „Ég stóð mig ágætlega. Við tókum þetta dag fyrir dag, reyndum að æfa vel og trúa á þetta. Ég var meðvitaður um það hve andlegi þátturinn er mikilvægur, sérstaklega á þessu móti. En vinnan heldur alltaf áfram. Ég veit að ég get enn bætt mig en maður verður að vera stoltur af því sem maður afrekar og vinna svo fyrir fleiri afrekum,“ sagði Sinner.
Tennis Tengdar fréttir Trúir ekki sögunni og segir alþjóðasambandið vera að vernda Sinner Fyrrum besta tenniskona heims, Chris Evert, segir alþjóðasambandið vera að hylma yfir lyfjaskandal Jannik Sinner til að vernda sjálft sig frá neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Hún telur útskýringu hans, að efnið hafi borist óviljandi í sjúkranuddi, ótrúverðuga. 22. ágúst 2024 07:26 Fagnaði fyrsta risamótstitlinum eftir endurkomu í úrslitunum Jannik Sinner vann opna ástralska risamótið í tennis með sterkum endurkomusigri gegn Rússanum Daniil Medvedev í úrslitaleik mótsins. 28. janúar 2024 17:17 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Leik lokið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Um fimm ára aldur fara strákar að trúa því að stelpur eigi ekki heima í íþróttum Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sjá meira
Trúir ekki sögunni og segir alþjóðasambandið vera að vernda Sinner Fyrrum besta tenniskona heims, Chris Evert, segir alþjóðasambandið vera að hylma yfir lyfjaskandal Jannik Sinner til að vernda sjálft sig frá neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Hún telur útskýringu hans, að efnið hafi borist óviljandi í sjúkranuddi, ótrúverðuga. 22. ágúst 2024 07:26
Fagnaði fyrsta risamótstitlinum eftir endurkomu í úrslitunum Jannik Sinner vann opna ástralska risamótið í tennis með sterkum endurkomusigri gegn Rússanum Daniil Medvedev í úrslitaleik mótsins. 28. janúar 2024 17:17