Fær milljón á klukkutíma í laun með besta samningi sögunnar Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 19:31 Dak Prescott smellir af mynd með aðdáendum. Hann er núna orðinn launahæstur í sögu NFL-deildarinnar. Getty/Brandon Sloter Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowboys, skrifaði loks undir nýjan samning við félagið sem gerir hann að launahæsta leikmanni í sögu NFL-deildarinnar. Prescott var að fara að byrja lokaárið sitt samkvæmt fyrri samningi en hefur nú skrifað undir samning til næstu fjögurra ára, sem tryggir honum heilar 240 milljónir Bandaríkjadala, samkvæmt frétt ESPN. Það jafngildir meira en 33 milljörðum íslenskra króna, á fjórum árum, eða um 8,3 milljörðum króna á hverju ári. Prescott fær því tæpar 23 milljónir króna í laun á hverjum degi, eða rétt innan við milljón á hverri einustu klukkustund. The Cowboys and Dak Prescott have agreed on a four-year, $240 million contract extension that will make him the highest-paid player in NFL history, per @AdamSchefter 💰 pic.twitter.com/CGNwy4NXkd— Sports Illustrated (@SInow) September 8, 2024 Fréttirnar bárust rétt fyrir fyrsta leik Dallas á tímabilinu, gegn Cleveland Browns, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2. Af þeim 240 milljónum Bandaríkjadala sem samningurinn er metinn á, þá er Prescott öruggur um að fá að minnsta kosti 231 milljón dala, samkvæmt frétt ESPN, burtséð frá meiðslum eða öðru sem upp á gæti komið. Prescott, sem er 31 árs, var valinn í fjórðu umferð nýliðavalsins árið 2016. Hann er því að hefja sína níundu leiktíð og hefur alltaf spilað með Dallas. Á síðustu leiktíð leiddi hann Dallas til 12-5 tímabils fram að úrslitakeppni en þar féll liðið svo úr keppni í fyrstu umferð, gegn Green Bay Packers. Samningur Prescott rétt svo toppar samninginn sem Deshaun Watson gerði við Cleveland Browns, sem metinn er á 230 milljónir Bandaríkjadala seamkvæmt ESPN. NFL Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Prescott var að fara að byrja lokaárið sitt samkvæmt fyrri samningi en hefur nú skrifað undir samning til næstu fjögurra ára, sem tryggir honum heilar 240 milljónir Bandaríkjadala, samkvæmt frétt ESPN. Það jafngildir meira en 33 milljörðum íslenskra króna, á fjórum árum, eða um 8,3 milljörðum króna á hverju ári. Prescott fær því tæpar 23 milljónir króna í laun á hverjum degi, eða rétt innan við milljón á hverri einustu klukkustund. The Cowboys and Dak Prescott have agreed on a four-year, $240 million contract extension that will make him the highest-paid player in NFL history, per @AdamSchefter 💰 pic.twitter.com/CGNwy4NXkd— Sports Illustrated (@SInow) September 8, 2024 Fréttirnar bárust rétt fyrir fyrsta leik Dallas á tímabilinu, gegn Cleveland Browns, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2. Af þeim 240 milljónum Bandaríkjadala sem samningurinn er metinn á, þá er Prescott öruggur um að fá að minnsta kosti 231 milljón dala, samkvæmt frétt ESPN, burtséð frá meiðslum eða öðru sem upp á gæti komið. Prescott, sem er 31 árs, var valinn í fjórðu umferð nýliðavalsins árið 2016. Hann er því að hefja sína níundu leiktíð og hefur alltaf spilað með Dallas. Á síðustu leiktíð leiddi hann Dallas til 12-5 tímabils fram að úrslitakeppni en þar féll liðið svo úr keppni í fyrstu umferð, gegn Green Bay Packers. Samningur Prescott rétt svo toppar samninginn sem Deshaun Watson gerði við Cleveland Browns, sem metinn er á 230 milljónir Bandaríkjadala seamkvæmt ESPN.
NFL Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira