Missti pabba sinn og kærasta en vill halda nafninu á lofti með titlum Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2024 07:01 Aryna Sabalenka smellir kossi á verðlaunagripinn, í New York á laugardaginn. Getty/Fatih Aktas Hin hvít-rússneska Aryna Sabalenka hefur nú unnið þrjá risatitla í tennis, eftir að hafa unnið Opna bandaríska mótið í fyrsta sinn um helgina. Hún vill halda nafni fjölskyldu sinnar á lofti með árangri sínum, eftir að hafa misst pabba sinn fyrir fimm árum. Sabalenka, sem er 26 ára, vann Jessicu Pegula í úrslitaleiknum í New York, 7-5 og 7-5, eftir að hafa áður unnið Opna ástralska mótið í tvígang. Faðir hennar heitinn, Sergiy, gat ekki orðið vitni að sigrunum en hann lést úr heilahimnubólgu fyrir fimm árum. „Eftir að ég missti föður minn þá hefur það alltaf verið markmiðið mitt að festa nafn fjölskyldunnar í sessi í sögubókum tennisíþróttarinnar,“ sagði þessi afar kraftmikla tenniskona á blaðamannafundi. Aryna Sabalenka is averaging the fastest forehand speed at the #USOpen... of all women 𝐚𝐧𝐝 men 💪💥 pic.twitter.com/T9o4PhlG5B— Eurosport (@eurosport) September 6, 2024 Pabbi hennar, sem var á sínum tíma íshokkíleikmaður, kynnti hana fyrir tennis þegar hún var barn, fyrir hálfgerða tilviljun: „Pabbi var bara að rúnta með mig í bílinum þegar hann sá tennisvelli. Svo hann fór með mig þangað. Ég kunni strax vel við þetta og naut þess, og þannig byrjaði þetta,“ rifjaði Sabalenka upp. Missti einnig kærasta sinn Hún hefur átt mjög erfitt ár því að kærasti hennar, Konstantin Koltsov, sem var atvinnumaður í íshokkí, svipti sig lífi í mars, 42 ára gamall. Engu að síður hefur Sabalenka átt gott ár á tennisvellinum og hún komst í átta manna úrslit á Opna franska mótinu, áður en hún vann svo í Bandaríkjunum. „Í hvert sinn sem ég sé nafnið mitt á verðlaunagripnum þá er ég svo stolt af sjálfri mér. Ég er líka stolt af fjölskyldunni minni sem gafst aldrei upp á draumnum, og fórnaði öllu til að ég gæti haldið áfram. Þetta hefur því mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Sabalenka. Tennis Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
Sabalenka, sem er 26 ára, vann Jessicu Pegula í úrslitaleiknum í New York, 7-5 og 7-5, eftir að hafa áður unnið Opna ástralska mótið í tvígang. Faðir hennar heitinn, Sergiy, gat ekki orðið vitni að sigrunum en hann lést úr heilahimnubólgu fyrir fimm árum. „Eftir að ég missti föður minn þá hefur það alltaf verið markmiðið mitt að festa nafn fjölskyldunnar í sessi í sögubókum tennisíþróttarinnar,“ sagði þessi afar kraftmikla tenniskona á blaðamannafundi. Aryna Sabalenka is averaging the fastest forehand speed at the #USOpen... of all women 𝐚𝐧𝐝 men 💪💥 pic.twitter.com/T9o4PhlG5B— Eurosport (@eurosport) September 6, 2024 Pabbi hennar, sem var á sínum tíma íshokkíleikmaður, kynnti hana fyrir tennis þegar hún var barn, fyrir hálfgerða tilviljun: „Pabbi var bara að rúnta með mig í bílinum þegar hann sá tennisvelli. Svo hann fór með mig þangað. Ég kunni strax vel við þetta og naut þess, og þannig byrjaði þetta,“ rifjaði Sabalenka upp. Missti einnig kærasta sinn Hún hefur átt mjög erfitt ár því að kærasti hennar, Konstantin Koltsov, sem var atvinnumaður í íshokkí, svipti sig lífi í mars, 42 ára gamall. Engu að síður hefur Sabalenka átt gott ár á tennisvellinum og hún komst í átta manna úrslit á Opna franska mótinu, áður en hún vann svo í Bandaríkjunum. „Í hvert sinn sem ég sé nafnið mitt á verðlaunagripnum þá er ég svo stolt af sjálfri mér. Ég er líka stolt af fjölskyldunni minni sem gafst aldrei upp á draumnum, og fórnaði öllu til að ég gæti haldið áfram. Þetta hefur því mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Sabalenka.
Tennis Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira