Sport

„Getum hrist að­eins upp í hlutunum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Age er brattur fyrir leiknum í kvöld.
Age er brattur fyrir leiknum í kvöld. vísir/ívar

„Við þurfum einna helst að einbeita okkur að okkur leik, hvernig við ætlum að verjast og hvernig ætlum að sækja. Við erum búnir að greina leikinn þeirra gegn Wales og sáum hvernig þeir spila,“ segir Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, eftir æfingu liðsins í Izmir í Tyrklandi í gær.

Hann segir að leikmenn liðsins verði ekki hræddir að halda í boltann.

„Þeir eru góðir heima fyrir en ef við getum hrist aðeins upp í hlutunum í byrjun leiks getum við komið þeim út úr þeirra þægindaramma. Við erum komnir með þrjú stig og stefnum mögulega á þrjú stig gegn Tyrkjum eða eitt stig.“

Hann segir að í síðustu leikjum gegn Englendingum, Úkraínu og Ísrael að leikmenn liðsins séu að finna taktinn í hvernig hann vill stilla liðinu upp og hvernig menn eiga að spila.

„En við verðum að vinna mikið fyrir öllu hér úti, þetta er mjög erfiður útivöllur. Ég býst við að gera einhverjar breytingar, kannski ekki margar en það fer helst eftir því hvernig lappirnar á mönnum eru fyrir leikinn. Það er stutt á milli leikja,“ segir Age og bætir við að staðan á leikmönnum íslenska liðsins sé nokkuð góð fyrir leikinn í kvöld.

Hér að neðan má sjá viðtalið við landsliðsþjálfarann í heild sinni.

Klippa: „Getum hrist aðeins upp í hlutunum“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×