Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 13:33 Angel Reese er frá út leiktíðina. Michael Hickey/Getty Images Nýliðinn og frákastadrottningin Angel Reese, leikmaður Chicago Sky, spilar ekki meira í WNBA-deildinni í körfubolta á þessari leiktíð eftir meiðsli á úlnlið. Frá þessu greindi hún á samfélagsmiðlum sínum. Reese hefur ásamt Caitlin Clark verið ein helsta ástæða þess að áhugi á WNBA-deildinni hefur sjaldan verið meiri. Þær elduðu grátt silfur saman í háskólaboltanum og vöktu þar mikla athygli. Sú athygli elti þær inn í WNBA-deildina og voru báðar valdar í Stjörnuleik deildarinnar, svo öflugar hafa þær verið á sinni fyrstu leiktíð. Nú er ljóst að Reese spilar ekki meira að sinni eftir að hafa meiðst á úlnlið. „Þvílíkt ár. Ég hefði aldrei ímyndað mér að síðasta karfan mín á nýliðatímabili mínu yrði þristur en kannski var þetta guð að sýna þeim við hverju þau mega búast á öðru ári,“ sagði Reese í upphafi færslu sinnar. Hún sagðist jafnframt vera uppfull af tilfinningum vegna meiðslanna en að sama skapi mjög þakklát. Nú geti hún loks tekið sér smá pásu, andlega og líkamlega. What a year. I never would have imagined the last bucket of my rookie season would be a 3 but maybe that was God saying give them a taste of what they will be seeing more of in Year 2 lol🥲Through it all, I have showed that I belong in this league even when no one else believed.… pic.twitter.com/re1X85mWR2— Angel Reese (@Reese10Angel) September 8, 2024 Reese var sjöunda í nýliðavali deildarinnar fyrir tímabilið en hún kom úr meistaraliði LSU. Alls náði hún 26 tvöföldum tvennum á sínu fyrsta tímabili í deildinni, þar af 15 í röð. Hún endar tímabilið með 13,6 stig í leik og 13,1 frákast, sem er mest allra. Hún varð fyrsti leikmaður í sögu deildarinnar til að ná 20 fráköstum eða meira í einum og sama leiknum. Það gerði hún þrjá leiki í röð. Alls tók hún 446 fráköst í 34 leikjum, sem er það mesta í sögu deildarinnar. Reese vakti einnig athygli utan vallar þar sem hún mætti með rapparanum Megan Thee Stallion á Met Gala-viðburðinn og var í tónlistarmyndbandi hjá rapparanum Cardi B. A rookie season to remember for Angel Reese 👑 pic.twitter.com/eWUfwWQRDT— ESPN (@espn) September 8, 2024 „Í gengum þetta allt hef ég sýnt að ég á heima í þessari deild þó engin hafi haft trú á mér,“ segir Reese að lokum og lofar að hún muni halda áfram á komandi leiktíð. Körfubolti WNBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Reese hefur ásamt Caitlin Clark verið ein helsta ástæða þess að áhugi á WNBA-deildinni hefur sjaldan verið meiri. Þær elduðu grátt silfur saman í háskólaboltanum og vöktu þar mikla athygli. Sú athygli elti þær inn í WNBA-deildina og voru báðar valdar í Stjörnuleik deildarinnar, svo öflugar hafa þær verið á sinni fyrstu leiktíð. Nú er ljóst að Reese spilar ekki meira að sinni eftir að hafa meiðst á úlnlið. „Þvílíkt ár. Ég hefði aldrei ímyndað mér að síðasta karfan mín á nýliðatímabili mínu yrði þristur en kannski var þetta guð að sýna þeim við hverju þau mega búast á öðru ári,“ sagði Reese í upphafi færslu sinnar. Hún sagðist jafnframt vera uppfull af tilfinningum vegna meiðslanna en að sama skapi mjög þakklát. Nú geti hún loks tekið sér smá pásu, andlega og líkamlega. What a year. I never would have imagined the last bucket of my rookie season would be a 3 but maybe that was God saying give them a taste of what they will be seeing more of in Year 2 lol🥲Through it all, I have showed that I belong in this league even when no one else believed.… pic.twitter.com/re1X85mWR2— Angel Reese (@Reese10Angel) September 8, 2024 Reese var sjöunda í nýliðavali deildarinnar fyrir tímabilið en hún kom úr meistaraliði LSU. Alls náði hún 26 tvöföldum tvennum á sínu fyrsta tímabili í deildinni, þar af 15 í röð. Hún endar tímabilið með 13,6 stig í leik og 13,1 frákast, sem er mest allra. Hún varð fyrsti leikmaður í sögu deildarinnar til að ná 20 fráköstum eða meira í einum og sama leiknum. Það gerði hún þrjá leiki í röð. Alls tók hún 446 fráköst í 34 leikjum, sem er það mesta í sögu deildarinnar. Reese vakti einnig athygli utan vallar þar sem hún mætti með rapparanum Megan Thee Stallion á Met Gala-viðburðinn og var í tónlistarmyndbandi hjá rapparanum Cardi B. A rookie season to remember for Angel Reese 👑 pic.twitter.com/eWUfwWQRDT— ESPN (@espn) September 8, 2024 „Í gengum þetta allt hef ég sýnt að ég á heima í þessari deild þó engin hafi haft trú á mér,“ segir Reese að lokum og lofar að hún muni halda áfram á komandi leiktíð.
Körfubolti WNBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn