„Enginn eldur var í ofninum en flatbakan var ekki hæf til manneldis. Slökkviliðið reykræsti og var húsráðandi fluttur á slysadeild til aðhlynningar,“ segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Maður var jafnframt handtekinn miðsvæðis grunaður um að hafa valdið eignaspjöllum með því að sparka í bifreið. Hann var færður á lögreglustöð til skýrslutöku.