Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Árni Sæberg skrifar 6. september 2024 13:31 Fyrirkomulag ferða í íshellinn í Breiðamerkurjökli liggur ekki fyrir. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. Gísli Eyland, framkvæmdastjóri Tröll Expeditions, sagði í samtali við Mbl.is í gær að fyrirtækið geri ráð fyrir því að opnað verði fyrir íshellaferðir á Breiðamerkurjökli á ný. Tekið var fyrir slíkar ferðir eftir að bandarískur ferðamaður lést þegar ísveggur hrundi á hann. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Hafnar í Hornafirði er formaður svæðisráðs suðursvæðis vatnajökulsþjóðgarðs. „Eins og staðan er núna eru engar íshellaferðir og við sem erum í svæðisráðinu, ásamt stjórnendum þjóðgarðsins og stjórn, erum að meta stöðuna. Það er alveg ljóst að þetta hörmlulega slys mun hafa afleiðingar. Við erum sem stendur að horfa í samningana sem eru um þessar ferðir og meta með hvaða hætti gæða og öryggiskröfur og álagsstýring verður.“ Sigurjón Andrésson Vinnan var þegar hafin Hann segir að sú vinna hafi í raun verið hafin áður en slysið varð, enda hafi endurnýjun samninga verið á döfinni. Nú sé kominn aukinn kraftur í vinnuna. „Svæðisráð suðursvæðis hittist í þessari viku ásamt stjórn og við munum hittast aftur í næstu viku. Í gærskvöldi var síðan fjölmennur fundur á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, þar sem við hittum þessa aðila, sem eru með samninga. Þannig að samtalið er í fullum gangi og við væntum niðurstöðu í það fyrr en seinna.“ Mikilvægt að harmleikurinn verði ekki til einskis Sigurjón segir slysið hafa verið mikið áfall fyrir alla hlutaðeigandi og íbúa Hornafjarðar. „Það skiptir máli að þetta hafi jákvæð áhrif á þróun þessara ferða. Hugur okkar er sem stendur hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna slyssins og við erum í þessari vinnu, á kafi í þessari vinni, úti í miðri á. Fljótlega munum við stíga næstu skref og koma þessu í betra horf.“ Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Jöklar á Íslandi Tengdar fréttir Undrandi að enn séu seldar íshellaferðir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir það koma sér á óvart að enn sé verið að selja ferðir í íshella, eftir slysið í íshellinum á Breiðamerkurjökli í síðasta mánuði. Hann spurði á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort ástæða væri til að stöðva slíkar ferðir að sumarlagi. 3. september 2024 13:55 Segir oft alltof marga uppi á jökli og inni í íshellum Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta. 30. ágúst 2024 09:26 Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Gísli Eyland, framkvæmdastjóri Tröll Expeditions, sagði í samtali við Mbl.is í gær að fyrirtækið geri ráð fyrir því að opnað verði fyrir íshellaferðir á Breiðamerkurjökli á ný. Tekið var fyrir slíkar ferðir eftir að bandarískur ferðamaður lést þegar ísveggur hrundi á hann. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Hafnar í Hornafirði er formaður svæðisráðs suðursvæðis vatnajökulsþjóðgarðs. „Eins og staðan er núna eru engar íshellaferðir og við sem erum í svæðisráðinu, ásamt stjórnendum þjóðgarðsins og stjórn, erum að meta stöðuna. Það er alveg ljóst að þetta hörmlulega slys mun hafa afleiðingar. Við erum sem stendur að horfa í samningana sem eru um þessar ferðir og meta með hvaða hætti gæða og öryggiskröfur og álagsstýring verður.“ Sigurjón Andrésson Vinnan var þegar hafin Hann segir að sú vinna hafi í raun verið hafin áður en slysið varð, enda hafi endurnýjun samninga verið á döfinni. Nú sé kominn aukinn kraftur í vinnuna. „Svæðisráð suðursvæðis hittist í þessari viku ásamt stjórn og við munum hittast aftur í næstu viku. Í gærskvöldi var síðan fjölmennur fundur á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, þar sem við hittum þessa aðila, sem eru með samninga. Þannig að samtalið er í fullum gangi og við væntum niðurstöðu í það fyrr en seinna.“ Mikilvægt að harmleikurinn verði ekki til einskis Sigurjón segir slysið hafa verið mikið áfall fyrir alla hlutaðeigandi og íbúa Hornafjarðar. „Það skiptir máli að þetta hafi jákvæð áhrif á þróun þessara ferða. Hugur okkar er sem stendur hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna slyssins og við erum í þessari vinnu, á kafi í þessari vinni, úti í miðri á. Fljótlega munum við stíga næstu skref og koma þessu í betra horf.“
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Jöklar á Íslandi Tengdar fréttir Undrandi að enn séu seldar íshellaferðir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir það koma sér á óvart að enn sé verið að selja ferðir í íshella, eftir slysið í íshellinum á Breiðamerkurjökli í síðasta mánuði. Hann spurði á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort ástæða væri til að stöðva slíkar ferðir að sumarlagi. 3. september 2024 13:55 Segir oft alltof marga uppi á jökli og inni í íshellum Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta. 30. ágúst 2024 09:26 Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Undrandi að enn séu seldar íshellaferðir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir það koma sér á óvart að enn sé verið að selja ferðir í íshella, eftir slysið í íshellinum á Breiðamerkurjökli í síðasta mánuði. Hann spurði á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort ástæða væri til að stöðva slíkar ferðir að sumarlagi. 3. september 2024 13:55
Segir oft alltof marga uppi á jökli og inni í íshellum Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta. 30. ágúst 2024 09:26
Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15