Vilja sýna hluttekningu með frestun á stóru balli Kolbeinn Tumi Daðason og Telma Tómasson skrifa 5. september 2024 15:49 Magnús tók við starfi skólameistara í Fjölbraut í Ármúla árið 2018. Vísir/Vilhelm Skólameistari Fjölbrautarskólans við Ármúla hefur ekki orðið var við hnífaburð nemenda í skólanum. Hann telur nemendur orðna það þroskaða að átta sig á afleiðingum sem slíkt gæti haft í för með sér. Stóru nýnemaballi hefur verið frestað um eina til tvær vikur. Skólameistarar allra framhaldsskólanna komu saman á Teams fundi í gær til að ræða starf í skólunum. Í framhaldi af þeim fundi sátu skólameistarar Fjölbrautarskólanna við Ármúla, Breiðholti og Mosfellsbæ auk Borgarholtsskóla og Tækniskólans áfram og ræddu fyrirhugað sameiginlegt nýnemaball skólanna. „Við áttum góða umræðu og vorum sammála um að þetta væri ekki alveg nógu gott að vera með skólaball, fólk að skemmta sér og gaman í ljósi þessa hörmulega atburðar,“ segir Magnús Ingvason skólameistari í FÁ. Atburðurinn sem Magnús vísar til er hnífsstunga við Skúlagötu í Reykjavík á Menningarnótt sem leiddi til andláts sautján ára stúlku, Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Hún var nemandi við Verzlunarskóla Íslands. Hinn grunaði er sextán ára og sætir gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Sýna hluttekningu Misjafnt sé eflaust eftir skólum hve mikið samráð hafi verið haft við nemendur en nemendur í FÁ sýni ákvörðuninni í það minnsta fullan skilning. Með ákvörðuninni sé fyrst og fremst verið að sýna hluttekningu frekar en að um öryggismál sé að ræða. „Það eru allir slegnir yfir þessu og mjög þungt hljóð í mörgum. Þetta er verulega sorglegur atburður,“ segir Magnús. Kennarar í skólanum ræði mikið við nemendur sína um atburðinn sorglega en sömuleiðis ofbeldi og hnífaburð í þjóðfélaginu. „Það hafa verið mjög góðar og gagnlegar umræður í mörgum tímum hjá okkur. Kennarar segja mér að nemendum sé brugðið og finnist þetta mál allt ömurlegt.“ Frestað um eina til tvær vikur Mikil áhersla sé lögð á forvarnarstarf í framhaldsskólum. Á skólafundi í október verði ofbeldi og hnífaburður til umræðu. Þar munu nemendur koma að umræðunni. „Það eru forvarnarfulltrúar í öllum skólum og stöðug brýning í félagslífinu annars vegar og áföngum og bekkjum hins vegar.“ Hann hefur ekki orðið var við hnífaburð innan veggja skólans. „Ég treysti að þau séu orðin það þroskuð að skilja að það gengur ekki að hafa með sér hnífa í skólann. Þau átta sig á afleiðingunum. Við höfum ekki orðið vör við að það sé einhver með hníf í skólanum.“ Stefnt sé á að halda nýnemaballið eftir eina til tvær vikur. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Skólameistarar allra framhaldsskólanna komu saman á Teams fundi í gær til að ræða starf í skólunum. Í framhaldi af þeim fundi sátu skólameistarar Fjölbrautarskólanna við Ármúla, Breiðholti og Mosfellsbæ auk Borgarholtsskóla og Tækniskólans áfram og ræddu fyrirhugað sameiginlegt nýnemaball skólanna. „Við áttum góða umræðu og vorum sammála um að þetta væri ekki alveg nógu gott að vera með skólaball, fólk að skemmta sér og gaman í ljósi þessa hörmulega atburðar,“ segir Magnús Ingvason skólameistari í FÁ. Atburðurinn sem Magnús vísar til er hnífsstunga við Skúlagötu í Reykjavík á Menningarnótt sem leiddi til andláts sautján ára stúlku, Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Hún var nemandi við Verzlunarskóla Íslands. Hinn grunaði er sextán ára og sætir gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Sýna hluttekningu Misjafnt sé eflaust eftir skólum hve mikið samráð hafi verið haft við nemendur en nemendur í FÁ sýni ákvörðuninni í það minnsta fullan skilning. Með ákvörðuninni sé fyrst og fremst verið að sýna hluttekningu frekar en að um öryggismál sé að ræða. „Það eru allir slegnir yfir þessu og mjög þungt hljóð í mörgum. Þetta er verulega sorglegur atburður,“ segir Magnús. Kennarar í skólanum ræði mikið við nemendur sína um atburðinn sorglega en sömuleiðis ofbeldi og hnífaburð í þjóðfélaginu. „Það hafa verið mjög góðar og gagnlegar umræður í mörgum tímum hjá okkur. Kennarar segja mér að nemendum sé brugðið og finnist þetta mál allt ömurlegt.“ Frestað um eina til tvær vikur Mikil áhersla sé lögð á forvarnarstarf í framhaldsskólum. Á skólafundi í október verði ofbeldi og hnífaburður til umræðu. Þar munu nemendur koma að umræðunni. „Það eru forvarnarfulltrúar í öllum skólum og stöðug brýning í félagslífinu annars vegar og áföngum og bekkjum hins vegar.“ Hann hefur ekki orðið var við hnífaburð innan veggja skólans. „Ég treysti að þau séu orðin það þroskuð að skilja að það gengur ekki að hafa með sér hnífa í skólann. Þau átta sig á afleiðingunum. Við höfum ekki orðið vör við að það sé einhver með hníf í skólanum.“ Stefnt sé á að halda nýnemaballið eftir eina til tvær vikur.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent