Hlaupakonan látin eftir að gamall kærasti hellti bensíni yfir hana og kveikti í Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 07:20 Rebecca Cheptegei var öflug hlaupakona og keppti meðal annars á Ólympíuleikunum í París, í maraþoni. Ólympíufarinn og úgandska hlaupakonan Rebecca Cheptegei er látin, 33 ára gömul. Fyrrverandi kærasti hennar myrti hana með því að hella bensíni yfir hana og kveikja í. Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía á sunnudaginn, eftir árásina, og var þá með brunasár á 75% líkamans. Hún hafði verið við æfingar í borginni, þar sem hún á heima, eftir að hafa keppt í maraþoni á Ólympíuleikunum í París í síðasta mánuði. Ekki tókst að bjarga lífi Cheptegei en stjórnandi á Moi Teaching and Referral sjúkrahúsinu sagði við keníska blaðið The Star að hún væri því miður látin eftir að öll líffæri hennar hættu að starfa í gærkvöldi. On behalf of #TeamKenya we extend our deepest condolences to the Ugandan sports community, family, and friends of Rebecca Cheptegei. Rebecca’s talent, and perseverance as Uganda’s Women’s Marathon record holder and a Paris 2024 Olympian will always be remembered and celebrated.… pic.twitter.com/k3hNYB9WOP— TeamKenya (@OlympicsKe) September 5, 2024 Lögregla segir að fyrrverandi kærasti Cheptegei, sem sagður er heita Dickson Ndiema, hafi keypt brúsa af bensíni, hellt yfir hana og kveikt í, eftir ósætti þeirra á milli á sunnudaginn. Árásin átti sér stað á heimili Cheptegei og brenndist Ndiema einnig illa. Nágrannar náðu að koma Cheptegei til bjargar en nú er komið í ljós að það var of seint. Sögð hafa deilt vegna landsvæðis Cheptegei Faðir Cheptegei, Joseph, og systir hennar Evalyne Chelagat, ræddu við fjölmiðla á sjúkrahúsinu fyrr í þessari viku og sögðu ósættið hafa verið vegna landsvæðis í eigu Cheptegei. „Þau voru bara vinir og ég velti fyrir mér hvers vegna hann vildi taka eitthvað sem var í eigu dóttur minnar,“ sagði pabbinn við The Star. Þar greindi hann jafnframt frá því að Cheptegei léti eftir sig tvö börn sem ættu annan föður og byggju í Úganda. Þriðja hlaupakonan á þremur árum myrt af maka Cheptegei varð í 44. sæti í maraþoninu í París á Ólympíuleikunum. Hún vann gullverðlaun á heimsmeistaramóti í fjallahlaupi í Taílandi árið 2022. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem að hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira
Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía á sunnudaginn, eftir árásina, og var þá með brunasár á 75% líkamans. Hún hafði verið við æfingar í borginni, þar sem hún á heima, eftir að hafa keppt í maraþoni á Ólympíuleikunum í París í síðasta mánuði. Ekki tókst að bjarga lífi Cheptegei en stjórnandi á Moi Teaching and Referral sjúkrahúsinu sagði við keníska blaðið The Star að hún væri því miður látin eftir að öll líffæri hennar hættu að starfa í gærkvöldi. On behalf of #TeamKenya we extend our deepest condolences to the Ugandan sports community, family, and friends of Rebecca Cheptegei. Rebecca’s talent, and perseverance as Uganda’s Women’s Marathon record holder and a Paris 2024 Olympian will always be remembered and celebrated.… pic.twitter.com/k3hNYB9WOP— TeamKenya (@OlympicsKe) September 5, 2024 Lögregla segir að fyrrverandi kærasti Cheptegei, sem sagður er heita Dickson Ndiema, hafi keypt brúsa af bensíni, hellt yfir hana og kveikt í, eftir ósætti þeirra á milli á sunnudaginn. Árásin átti sér stað á heimili Cheptegei og brenndist Ndiema einnig illa. Nágrannar náðu að koma Cheptegei til bjargar en nú er komið í ljós að það var of seint. Sögð hafa deilt vegna landsvæðis Cheptegei Faðir Cheptegei, Joseph, og systir hennar Evalyne Chelagat, ræddu við fjölmiðla á sjúkrahúsinu fyrr í þessari viku og sögðu ósættið hafa verið vegna landsvæðis í eigu Cheptegei. „Þau voru bara vinir og ég velti fyrir mér hvers vegna hann vildi taka eitthvað sem var í eigu dóttur minnar,“ sagði pabbinn við The Star. Þar greindi hann jafnframt frá því að Cheptegei léti eftir sig tvö börn sem ættu annan föður og byggju í Úganda. Þriðja hlaupakonan á þremur árum myrt af maka Cheptegei varð í 44. sæti í maraþoninu í París á Ólympíuleikunum. Hún vann gullverðlaun á heimsmeistaramóti í fjallahlaupi í Taílandi árið 2022. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem að hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira