„Fannst Eyjamennirnir bara furðugóðir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2024 21:02 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. Vísir/Diego Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segist vera nokkuð sáttur með að hans menn hafi náð í eitt stig gegn ÍBV á heimavelli í opnunarleik Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Liðin skiptu stigunum á milli sín er þau mættust í N1-höllinni í fyrsta leik Olís-deildarinnar í kvöld. Lokatölur urðu 31-31, en Valsmenn voru aðeins einu sinni yfir í leiknum. „Ef maður lítur yfir allan leikinn þá vorum við eiginlega alltaf að elta og vorum bara ekki góðir,“ sagði Óskar í leikslok. „Við náðum aldrei neinu frumkvæði í varnaleik, en hraðaupphlaupin voru allt í lagi. Við erum að skora 17 mörk í fyrri hálfleik, en samt að fara með einhver dauðafæri þar. Við náðum aldrei neinum þéttleika eða góðum varnarleik fannst mér til að eiga eitthvað skilið. En það var karakter í okkur, við lentum þremur undir þegar einhverjar sjö mínútur eru eftir og erum svo í þeirri stöðu að við erum eiginlega fúlir að vinna ekki. En ég held að við getum eiginlega verið bara þakklátir með eitt stig.“ Þá bætir hann einnig við að sínir menn hafi sýnt úr hverju þeir eru gerðir. „Við lendum þarna fjórum mörkum undir og það er enginn taktur í okkar liði. Þeir fengu allt sem þeir vildu, fengu að spila upp línumanninn og það voru allir að koma sér vel í gegnum okkur og við vorum ekki að finna taktinn í þessu.“ „En mér fannst síðustu sjö mínúturnar það besta í okkur og það sýnir bara ákveðna seiglu í okkur. Það er eiginlega furðuleg tilfinning að vera fúll yfir að hafa ekki unnið. Það er allt í lagi að vera undir, en þegar við förum á skrið þá eigum við að klára þetta.“ „Þakklátur fyrir stigið að svo stöddu“ Óskar bætir einnig við að haustbragurinn frægi hafi gert vart við sig í leik kvöldsins. „Já, kannski bara á báðum liðum. Inn á milli kemur eitthvað þar sem menn eru að finna taktinn í skiptingum og þess háttar. Við erum auðvitað búnir að fá tvo alvöru leiki, en mér fannst Eyjamennirnir bara furðugóðir með sinn takt. Frekar að við værum eins og við værum í æfingaleik. Ég er eiginlega bara þakklátur fyrir stigið að svo stöddu.“ „Fannst hann ekki hjálpa okkur nógu mikið í dag“ Þeir Bjarni Selvindi og Miodrag Corsovic eru að stíga sín fyrstu skref með Valsmönnum og líklega hefði Óskar viljað fá meira út úr þeim báðum. Corsovic fékk að líta beint rautt spjald í seinni hálfleik og Bjarni þurfti 16 skot til að skora sjö mörk, en á tímabili hafði hann aðeins skorað tvö mörk úr tíu skotum. „Ég sá þetta ekki nógu vel,“ sagði Óskar um rauða spjaldið. „Mér fannst hann sitja eftir og hvort að einhver ýti eða hvort að hann krækir veit ég ekki. Ég treysti bara Antoni og Jónasi fyrir þessu.“ „En mér finnst Bjarni frábær leikmaður. Hann þarf oft svolítinn tíma til að koma sér í gang og misnotar aðeins til að byrja með. Hann er eiginlega furðugóður miðað við að hann sé nýkominn. Við erum náttúrulega með nýja vörn og margt nýtt frá því í fyrra þannig ég er ánægður með margt.“ „Bjarni er flottur, en ég var miklu ánægðari með Miodrag í síðasta leik. Mér fannst hann hægur og ekki nógu góður og ekki hjálpa okkur nógu mikið í dag,“ sagði Óskar að lokum. Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Liðin skiptu stigunum á milli sín er þau mættust í N1-höllinni í fyrsta leik Olís-deildarinnar í kvöld. Lokatölur urðu 31-31, en Valsmenn voru aðeins einu sinni yfir í leiknum. „Ef maður lítur yfir allan leikinn þá vorum við eiginlega alltaf að elta og vorum bara ekki góðir,“ sagði Óskar í leikslok. „Við náðum aldrei neinu frumkvæði í varnaleik, en hraðaupphlaupin voru allt í lagi. Við erum að skora 17 mörk í fyrri hálfleik, en samt að fara með einhver dauðafæri þar. Við náðum aldrei neinum þéttleika eða góðum varnarleik fannst mér til að eiga eitthvað skilið. En það var karakter í okkur, við lentum þremur undir þegar einhverjar sjö mínútur eru eftir og erum svo í þeirri stöðu að við erum eiginlega fúlir að vinna ekki. En ég held að við getum eiginlega verið bara þakklátir með eitt stig.“ Þá bætir hann einnig við að sínir menn hafi sýnt úr hverju þeir eru gerðir. „Við lendum þarna fjórum mörkum undir og það er enginn taktur í okkar liði. Þeir fengu allt sem þeir vildu, fengu að spila upp línumanninn og það voru allir að koma sér vel í gegnum okkur og við vorum ekki að finna taktinn í þessu.“ „En mér fannst síðustu sjö mínúturnar það besta í okkur og það sýnir bara ákveðna seiglu í okkur. Það er eiginlega furðuleg tilfinning að vera fúll yfir að hafa ekki unnið. Það er allt í lagi að vera undir, en þegar við förum á skrið þá eigum við að klára þetta.“ „Þakklátur fyrir stigið að svo stöddu“ Óskar bætir einnig við að haustbragurinn frægi hafi gert vart við sig í leik kvöldsins. „Já, kannski bara á báðum liðum. Inn á milli kemur eitthvað þar sem menn eru að finna taktinn í skiptingum og þess háttar. Við erum auðvitað búnir að fá tvo alvöru leiki, en mér fannst Eyjamennirnir bara furðugóðir með sinn takt. Frekar að við værum eins og við værum í æfingaleik. Ég er eiginlega bara þakklátur fyrir stigið að svo stöddu.“ „Fannst hann ekki hjálpa okkur nógu mikið í dag“ Þeir Bjarni Selvindi og Miodrag Corsovic eru að stíga sín fyrstu skref með Valsmönnum og líklega hefði Óskar viljað fá meira út úr þeim báðum. Corsovic fékk að líta beint rautt spjald í seinni hálfleik og Bjarni þurfti 16 skot til að skora sjö mörk, en á tímabili hafði hann aðeins skorað tvö mörk úr tíu skotum. „Ég sá þetta ekki nógu vel,“ sagði Óskar um rauða spjaldið. „Mér fannst hann sitja eftir og hvort að einhver ýti eða hvort að hann krækir veit ég ekki. Ég treysti bara Antoni og Jónasi fyrir þessu.“ „En mér finnst Bjarni frábær leikmaður. Hann þarf oft svolítinn tíma til að koma sér í gang og misnotar aðeins til að byrja með. Hann er eiginlega furðugóður miðað við að hann sé nýkominn. Við erum náttúrulega með nýja vörn og margt nýtt frá því í fyrra þannig ég er ánægður með margt.“ „Bjarni er flottur, en ég var miklu ánægðari með Miodrag í síðasta leik. Mér fannst hann hægur og ekki nógu góður og ekki hjálpa okkur nógu mikið í dag,“ sagði Óskar að lokum.
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira