„Fannst Eyjamennirnir bara furðugóðir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2024 21:02 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. Vísir/Diego Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segist vera nokkuð sáttur með að hans menn hafi náð í eitt stig gegn ÍBV á heimavelli í opnunarleik Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Liðin skiptu stigunum á milli sín er þau mættust í N1-höllinni í fyrsta leik Olís-deildarinnar í kvöld. Lokatölur urðu 31-31, en Valsmenn voru aðeins einu sinni yfir í leiknum. „Ef maður lítur yfir allan leikinn þá vorum við eiginlega alltaf að elta og vorum bara ekki góðir,“ sagði Óskar í leikslok. „Við náðum aldrei neinu frumkvæði í varnaleik, en hraðaupphlaupin voru allt í lagi. Við erum að skora 17 mörk í fyrri hálfleik, en samt að fara með einhver dauðafæri þar. Við náðum aldrei neinum þéttleika eða góðum varnarleik fannst mér til að eiga eitthvað skilið. En það var karakter í okkur, við lentum þremur undir þegar einhverjar sjö mínútur eru eftir og erum svo í þeirri stöðu að við erum eiginlega fúlir að vinna ekki. En ég held að við getum eiginlega verið bara þakklátir með eitt stig.“ Þá bætir hann einnig við að sínir menn hafi sýnt úr hverju þeir eru gerðir. „Við lendum þarna fjórum mörkum undir og það er enginn taktur í okkar liði. Þeir fengu allt sem þeir vildu, fengu að spila upp línumanninn og það voru allir að koma sér vel í gegnum okkur og við vorum ekki að finna taktinn í þessu.“ „En mér fannst síðustu sjö mínúturnar það besta í okkur og það sýnir bara ákveðna seiglu í okkur. Það er eiginlega furðuleg tilfinning að vera fúll yfir að hafa ekki unnið. Það er allt í lagi að vera undir, en þegar við förum á skrið þá eigum við að klára þetta.“ „Þakklátur fyrir stigið að svo stöddu“ Óskar bætir einnig við að haustbragurinn frægi hafi gert vart við sig í leik kvöldsins. „Já, kannski bara á báðum liðum. Inn á milli kemur eitthvað þar sem menn eru að finna taktinn í skiptingum og þess háttar. Við erum auðvitað búnir að fá tvo alvöru leiki, en mér fannst Eyjamennirnir bara furðugóðir með sinn takt. Frekar að við værum eins og við værum í æfingaleik. Ég er eiginlega bara þakklátur fyrir stigið að svo stöddu.“ „Fannst hann ekki hjálpa okkur nógu mikið í dag“ Þeir Bjarni Selvindi og Miodrag Corsovic eru að stíga sín fyrstu skref með Valsmönnum og líklega hefði Óskar viljað fá meira út úr þeim báðum. Corsovic fékk að líta beint rautt spjald í seinni hálfleik og Bjarni þurfti 16 skot til að skora sjö mörk, en á tímabili hafði hann aðeins skorað tvö mörk úr tíu skotum. „Ég sá þetta ekki nógu vel,“ sagði Óskar um rauða spjaldið. „Mér fannst hann sitja eftir og hvort að einhver ýti eða hvort að hann krækir veit ég ekki. Ég treysti bara Antoni og Jónasi fyrir þessu.“ „En mér finnst Bjarni frábær leikmaður. Hann þarf oft svolítinn tíma til að koma sér í gang og misnotar aðeins til að byrja með. Hann er eiginlega furðugóður miðað við að hann sé nýkominn. Við erum náttúrulega með nýja vörn og margt nýtt frá því í fyrra þannig ég er ánægður með margt.“ „Bjarni er flottur, en ég var miklu ánægðari með Miodrag í síðasta leik. Mér fannst hann hægur og ekki nógu góður og ekki hjálpa okkur nógu mikið í dag,“ sagði Óskar að lokum. Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Liðin skiptu stigunum á milli sín er þau mættust í N1-höllinni í fyrsta leik Olís-deildarinnar í kvöld. Lokatölur urðu 31-31, en Valsmenn voru aðeins einu sinni yfir í leiknum. „Ef maður lítur yfir allan leikinn þá vorum við eiginlega alltaf að elta og vorum bara ekki góðir,“ sagði Óskar í leikslok. „Við náðum aldrei neinu frumkvæði í varnaleik, en hraðaupphlaupin voru allt í lagi. Við erum að skora 17 mörk í fyrri hálfleik, en samt að fara með einhver dauðafæri þar. Við náðum aldrei neinum þéttleika eða góðum varnarleik fannst mér til að eiga eitthvað skilið. En það var karakter í okkur, við lentum þremur undir þegar einhverjar sjö mínútur eru eftir og erum svo í þeirri stöðu að við erum eiginlega fúlir að vinna ekki. En ég held að við getum eiginlega verið bara þakklátir með eitt stig.“ Þá bætir hann einnig við að sínir menn hafi sýnt úr hverju þeir eru gerðir. „Við lendum þarna fjórum mörkum undir og það er enginn taktur í okkar liði. Þeir fengu allt sem þeir vildu, fengu að spila upp línumanninn og það voru allir að koma sér vel í gegnum okkur og við vorum ekki að finna taktinn í þessu.“ „En mér fannst síðustu sjö mínúturnar það besta í okkur og það sýnir bara ákveðna seiglu í okkur. Það er eiginlega furðuleg tilfinning að vera fúll yfir að hafa ekki unnið. Það er allt í lagi að vera undir, en þegar við förum á skrið þá eigum við að klára þetta.“ „Þakklátur fyrir stigið að svo stöddu“ Óskar bætir einnig við að haustbragurinn frægi hafi gert vart við sig í leik kvöldsins. „Já, kannski bara á báðum liðum. Inn á milli kemur eitthvað þar sem menn eru að finna taktinn í skiptingum og þess háttar. Við erum auðvitað búnir að fá tvo alvöru leiki, en mér fannst Eyjamennirnir bara furðugóðir með sinn takt. Frekar að við værum eins og við værum í æfingaleik. Ég er eiginlega bara þakklátur fyrir stigið að svo stöddu.“ „Fannst hann ekki hjálpa okkur nógu mikið í dag“ Þeir Bjarni Selvindi og Miodrag Corsovic eru að stíga sín fyrstu skref með Valsmönnum og líklega hefði Óskar viljað fá meira út úr þeim báðum. Corsovic fékk að líta beint rautt spjald í seinni hálfleik og Bjarni þurfti 16 skot til að skora sjö mörk, en á tímabili hafði hann aðeins skorað tvö mörk úr tíu skotum. „Ég sá þetta ekki nógu vel,“ sagði Óskar um rauða spjaldið. „Mér fannst hann sitja eftir og hvort að einhver ýti eða hvort að hann krækir veit ég ekki. Ég treysti bara Antoni og Jónasi fyrir þessu.“ „En mér finnst Bjarni frábær leikmaður. Hann þarf oft svolítinn tíma til að koma sér í gang og misnotar aðeins til að byrja með. Hann er eiginlega furðugóður miðað við að hann sé nýkominn. Við erum náttúrulega með nýja vörn og margt nýtt frá því í fyrra þannig ég er ánægður með margt.“ „Bjarni er flottur, en ég var miklu ánægðari með Miodrag í síðasta leik. Mér fannst hann hægur og ekki nógu góður og ekki hjálpa okkur nógu mikið í dag,“ sagði Óskar að lokum.
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira