Svanhildur boðin velkomin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2024 14:07 Svanhildur komin í sendiráðsgallann og tilbúin í verkin. Hún hefur lagt áherslu á að um þjónustustarf sé að ræða. Sendiráð Íslands í DC Svanhildur Hólm Valsdóttir er tekin við sem sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Hún er boðin velkomin til starfa á samfélagsmiðlum sendiráðsins. Hún tekur við embættinu af Bergdísi Ellertsdóttur sem hefur gegnt því frá árinu 2019 þegar Geir Haarde, fyrrverandi fjármálaráðherra, lét af störfum. Löngum hefur verið talað um sendiráðsstöðuna í Bandaríkjunum sem eftirsóttasta starfið í utanríkisþjónustunni. We are delighted to welcome Svanhildur Hólm Valsdóttir, Iceland's Ambassador appointee to the United States 🇮🇸🇺🇸 . pic.twitter.com/qYzakQskhv— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) September 3, 2024 Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, lagði til að Svanhildur yrði skipuð sendiherra til fimm ára. Um er að ræða fimm ára skipun með engum möguleika á framlengingu. Bandaríkin samþykktu tillögu utanríkisráðherra. „Ég er náttúrulega mjög spennt fyrir þessu. Þetta er ótrúlegur heiður að fá að starfa fyrir Ísland. Þetta snýst um það að gæta hagsmuna Íslands erlendis. Leggja sitt af mörkum,“ sagði Svanhildur við Vísi í desember í síðastliðnum. Svanhildur á að baki langan feril í fjölmiðlum þar sem hún starfaði bæði í Kastljósi á RÚV og Íslandi í dag á Stöð 2. Hún lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2009 og síðar MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík. Svanhildur tók við sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins árið 2009 og starfaði svo í átta ár sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar frá árinu 2012 til 2020. Hún starfaði síðustu ár sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs áður en hún sneri sér að utanríkisþjónustunni. Utanríkismál Bandaríkin Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Lagt til að Svanhildur verði sendiherra í Bandaríkjunum Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði nýr sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Svanhildur við fréttastofu. 19. desember 2023 15:27 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Hún tekur við embættinu af Bergdísi Ellertsdóttur sem hefur gegnt því frá árinu 2019 þegar Geir Haarde, fyrrverandi fjármálaráðherra, lét af störfum. Löngum hefur verið talað um sendiráðsstöðuna í Bandaríkjunum sem eftirsóttasta starfið í utanríkisþjónustunni. We are delighted to welcome Svanhildur Hólm Valsdóttir, Iceland's Ambassador appointee to the United States 🇮🇸🇺🇸 . pic.twitter.com/qYzakQskhv— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) September 3, 2024 Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, lagði til að Svanhildur yrði skipuð sendiherra til fimm ára. Um er að ræða fimm ára skipun með engum möguleika á framlengingu. Bandaríkin samþykktu tillögu utanríkisráðherra. „Ég er náttúrulega mjög spennt fyrir þessu. Þetta er ótrúlegur heiður að fá að starfa fyrir Ísland. Þetta snýst um það að gæta hagsmuna Íslands erlendis. Leggja sitt af mörkum,“ sagði Svanhildur við Vísi í desember í síðastliðnum. Svanhildur á að baki langan feril í fjölmiðlum þar sem hún starfaði bæði í Kastljósi á RÚV og Íslandi í dag á Stöð 2. Hún lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2009 og síðar MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík. Svanhildur tók við sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins árið 2009 og starfaði svo í átta ár sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar frá árinu 2012 til 2020. Hún starfaði síðustu ár sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs áður en hún sneri sér að utanríkisþjónustunni.
Utanríkismál Bandaríkin Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Lagt til að Svanhildur verði sendiherra í Bandaríkjunum Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði nýr sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Svanhildur við fréttastofu. 19. desember 2023 15:27 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Lagt til að Svanhildur verði sendiherra í Bandaríkjunum Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði nýr sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Svanhildur við fréttastofu. 19. desember 2023 15:27