Allt á suðupunkti í flokki utanríkisráðherrans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. september 2024 14:10 Á myndinni má sjá Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur og formann Moteraterne, á spjalli við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra á óformlegum leiðtogafundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Prag fyrr á þessu ári. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Moteraterne, flokkur Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur, er í krísu og hefur vinnustaðasálfræðingur verið kallaður til til að bregðast við eitraðri vinnustaðamenningu sem sögð er viðgangast innan flokksins. Þá hefur verið ákveðið að koma upp nafnlausu ábendingakerfi þar sem hægt verður að tilkynna um óæskilega háttsemi, áreitni eða ofbeldi í kjölfar hneykslismála sem upp hafa komið hjá flokknum. Þetta segir formaðurinn Lars Løkke vera viðbrögð forystu flokksins við þeim vandamálum sem virðast hafa fengið að grassera innan flokksins og komust í hámæli í framhaldi af umfjöllun danska fjölmiðilsins B.T á föstudaginn um óæskilega vinnustaðamenningu, áreitni gegn konum, einelti og meinta ógnarstjórn sem hafi fengið að viðgangast innan flokksins. Svo slæmt var ástandið orðið að málinu hefur verið vísað til danska vinnueftirlitsins til rannsóknar. Flokkurinn hélt níu klukkustunda langan krísufund í gær og fjölmiðlar sátu um formanninn þegar hann kom út af fundi þingflokksins fyrr í dag. Moteraterne, nýr flokkur Lars Løkke Rasmussen sem stofnaður var fyrir síðustu þingkosningar í Danmörku myndar ríkisstjórn ásamt Sósíaldemókrötum, flokki forsætisráðherrans Mette Frederiksen, og Venstre, flokki Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Í tilkynningu sem fimm núverandi og einn fyrrverandi starfsmenn flokksins sendu til vinnueftirlitsins segir meðal annars að forysta flokksins beiti einræðistilburðum og að það sé „ekki óalgengt að starfsfólk brotni saman á göngunum eða fari grátandi heim,“ að því er DR greinir frá. Þá hefur Jeppe Søe, þingmaður flokksins, sent tölvupóst á forystu flokksins þar sem hann segist hafa séð sönnungargögn sem gætu gert útaf við flokkinn. Þess vegna hafi hann viljað að ráðist yrði í rannsókn á ástandinu í flokknum. Þá virðist mikið ósætti ríkja milli Lars Løkke og Søe, en sá síðarnefndi mætti ekki á þingflokksfundinn í dag. Líkt og áður segir hyggst Løkke kalla til vinnustaðasálfræðing og koma á fót uppljóstrunarkerfi, á meðan Søe vill að ráðist verði í rannsókn. „Áhugaverð spurning,“ var svar Lars Løkke þegar hann var spurður fyrr í dag hvort hann teldi að Jeppe Søe væri stætt á að halda áfram í flokknum. Hann kvaðst þó gera ráð fyrir að hægt væri að leysa úr málum og komast að niðurstöðu með því að ræða saman. Danmörk Vinnustaðamenning Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Þetta segir formaðurinn Lars Løkke vera viðbrögð forystu flokksins við þeim vandamálum sem virðast hafa fengið að grassera innan flokksins og komust í hámæli í framhaldi af umfjöllun danska fjölmiðilsins B.T á föstudaginn um óæskilega vinnustaðamenningu, áreitni gegn konum, einelti og meinta ógnarstjórn sem hafi fengið að viðgangast innan flokksins. Svo slæmt var ástandið orðið að málinu hefur verið vísað til danska vinnueftirlitsins til rannsóknar. Flokkurinn hélt níu klukkustunda langan krísufund í gær og fjölmiðlar sátu um formanninn þegar hann kom út af fundi þingflokksins fyrr í dag. Moteraterne, nýr flokkur Lars Løkke Rasmussen sem stofnaður var fyrir síðustu þingkosningar í Danmörku myndar ríkisstjórn ásamt Sósíaldemókrötum, flokki forsætisráðherrans Mette Frederiksen, og Venstre, flokki Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Í tilkynningu sem fimm núverandi og einn fyrrverandi starfsmenn flokksins sendu til vinnueftirlitsins segir meðal annars að forysta flokksins beiti einræðistilburðum og að það sé „ekki óalgengt að starfsfólk brotni saman á göngunum eða fari grátandi heim,“ að því er DR greinir frá. Þá hefur Jeppe Søe, þingmaður flokksins, sent tölvupóst á forystu flokksins þar sem hann segist hafa séð sönnungargögn sem gætu gert útaf við flokkinn. Þess vegna hafi hann viljað að ráðist yrði í rannsókn á ástandinu í flokknum. Þá virðist mikið ósætti ríkja milli Lars Løkke og Søe, en sá síðarnefndi mætti ekki á þingflokksfundinn í dag. Líkt og áður segir hyggst Løkke kalla til vinnustaðasálfræðing og koma á fót uppljóstrunarkerfi, á meðan Søe vill að ráðist verði í rannsókn. „Áhugaverð spurning,“ var svar Lars Løkke þegar hann var spurður fyrr í dag hvort hann teldi að Jeppe Søe væri stætt á að halda áfram í flokknum. Hann kvaðst þó gera ráð fyrir að hægt væri að leysa úr málum og komast að niðurstöðu með því að ræða saman.
Danmörk Vinnustaðamenning Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira