Hópurinn myndi einnig, samkvæmt frétt Washington Post, leita leiða til að fækka lögum og reglugerðum en verkefnið á að svipa til viðleitni Ronald Reagan og Tom Coburn, öldungadeildarþingmanns frá Oklahoma, sem birtu árlega skýrslu um meinta ofeyðslu ríkisins.
Heimildarmenn miðilsins segja að Fred Smith, sem stýrði áður fyrirtækinu FedEx, og Robert Nardelli, fyrrverandi forstjóri Home Depot, hafi einnig verið nefndir í tengslum við þennan starfshóp.
Trump sagði í síðustu viku að Musk gæti ekki verið aðili að ríkisstjórn hans, vegna umsvifa hans í viðskiptalífinu, en sagði að auðjöfurinn gæti hjálpað sem ráðgjafi alríkisstjórnarinnar.
Musk hefur gert ljóst opinberlega að hann hefur áhuga á verkefninu en hann gæti þó grætt töluvert á því að skera niður hjá eftirlitsstofnunum í Bandaríkjunum sem eiga að hafa það hlutverk að vakta fyrirtæki eins og þau sem hann rekur og má þar bæði nefna Tesla og SpaceX, auk annarra.
Auðjöfurinn hefur lýst yfir stuðningi við Trump og styður hann fjárhagslega í baráttunni fyrir kosningarnar í nóvember.Musk festi færsluna hér að neðan efst á X-síðu sinni í morgun, þar sem hann segir að sigur Trump í kosningunum sé nauðsynlegur.
A Trump victory is essential to defense of freedom of speech, secure borders, safe cities and sensible spending! https://t.co/2fnZDi6VO3
— Elon Musk (@elonmusk) September 3, 2024
Hann hefur áður slegið á svipaða strengi á samféalgsmiðli sínum og tók nýverið viðtal við Trump á X. Þar gaf Musk kost á sér í svipaðan starfshóp og Trump er nú sagður íhuga að stofna.
„Ég elska það fyrir þig, þú ert besti niðurskerarinn,“ sagði Trump þá.
Sjá einnig: Fóru um víðan völl í samtali á X
Fyrir um fjórum árum síðan studdi Musk Joe Biden gegn Trump. Í forsetatíð Bidens hefur ríkisstjórn hans þó hafið nokkrar rannsóknir á fyrirtækjum auðjöfursins og gripið til aðgerða til stuðnings verkalýðsfélaga, sem Musk er andstæður.
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Fjármálaeftirlit hafa Tesla til rannsóknar vegna yfirlýsinga og auglýsinga um tækni sem hjálpa á við að stýra bílum fyrirtækisins. Gripið hefur verið til aðgerða vegna þessara yfirlýsinga og hafa yfirvöld komist að þeirri niðurstöðu að Tesla gerir ekki nóg til að tryggja að ökumenn fylgist með akstrinum þegar kveikt er á hinni svokölluðu sjálfstýringu.
Aðrar stofnanir hafa einnig X og SpaceX til rannsóknar.
Þá hefur Musk, samkvæmt frétt WP, kallað eftir því að ívilnanir til framleiðenda rafmagnsbíla verði felldar niður. Hann segir að slíkt myndi koma niður á starfsemi Tesla með smávægilegum hætti en myndi hafa verulega slæm áhrif á samkeppnisaðila hans í Bandaríkjunum.