Viðauki við samning SÍ og SÁÁ hluti af aðgerðum gegn ópíóðavandanum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. september 2024 19:14 Samningurinn var undirritaður við sjúkrahúsið á Vogi. Stjórnarráðið Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra staðfesti í dag viðauka við samning Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um flýtiþjónustu vegna fíknisjúkdóma og snemminngrip fyrir einstaklinga með alvarlega ópíóíðafíkn. Samningurinn er liður í aðgerðum stjórnvalda til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að viðaukinn feli í sér viðbótarþjónustu sem heilbrigðisstofnanir geti vísað í og þannig aukið aðgengi að mikilvægri meðferð í þeim tilgangi að tryggja tímanlegt aðgengi. Viðaukinn sé liður í að stytta bið eftir þjónustu ásamt því að auka aðgengi að viðeigandi úrræðum að undangengnu faglegu mati á meðferðarþörf. Þannig megi skapa samfellu milli þjónustuþrepa í heilbrigðisþjónustu og auka samvinnu við aðra þjónustuveitendur. Lagt sé upp með að viðaukasamningurinn verði hluti af nýjum heildarsamningi um þjónustu SÁÁ sem stefnt er að taki gildi um áramótin. Lofa aukinni þjónustu Í tilkynningunni kemur fram að í samningnum hafi sérstaklega verið lagt til að þróuð yrði flýtimóttaka þar sem einstaklingum í bráðum vanda sé tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þeirra þörfum. Willum Þór segir mikilvægan áfanga felast í þessum samningsviðauka sem feli í sér aukna þjónustu og bætt aðgengi: „Auk þess að fjölga viðhaldsmeðferðum er ánægjulegt að sjá flýtimóttöku raungerast, samvinnu stofnana, Landspítala og SÁÁ fyrir þau sem eru í brýnni þörf á innlögn eða meðferð,“ er haft eftir honum. Þá kemur fram að tilvísanir í þjónustuna fari í sérstakan farveg innan SÁÁ, með faglegu mati á þörf og aðgengi að viðeigandi þjónustustigi. Jafnframt geri viðaukinn SÁÁ kleift að auka þjónustu við einstaklinga með ópíóíðafíkn. Miðað er við að allt að 450 einstaklingar hafi aðgang að lyfjameðferð við ópíóíðafíkn árlega í göngudeild. Liður í aðgerðum stjórnvalda Loks segir að umfangsmikil stefnumótun standi yfir í heilbrigðisráðuneytinu í málaflokknum og starfshópur sé að störfum að uppfæra heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Sú stefna muni taka til forvarna, meðferðarúrræða, eftirfylgni meðferðar, endurhæfingar og lagaumhverfis. Áhersla sé lögð á að stefnan taki mið af mismunandi þörfum hópa með tilliti til meðferðar við fíknisjúkdómi. Samhliða vinnu starfshópsins sé unnið að stöðumati og kortlagningu á þeirri heilbrigðisþjónustu sem er fyrir hendi í dag fyrir fólk sem þarf á meðferð eða endurhæfingu að halda vegna vímuefnavanda. Sú vinna muni styðja við stefnumótun í málaflokknum til framtíðar. Fíkn SÁÁ Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að viðaukinn feli í sér viðbótarþjónustu sem heilbrigðisstofnanir geti vísað í og þannig aukið aðgengi að mikilvægri meðferð í þeim tilgangi að tryggja tímanlegt aðgengi. Viðaukinn sé liður í að stytta bið eftir þjónustu ásamt því að auka aðgengi að viðeigandi úrræðum að undangengnu faglegu mati á meðferðarþörf. Þannig megi skapa samfellu milli þjónustuþrepa í heilbrigðisþjónustu og auka samvinnu við aðra þjónustuveitendur. Lagt sé upp með að viðaukasamningurinn verði hluti af nýjum heildarsamningi um þjónustu SÁÁ sem stefnt er að taki gildi um áramótin. Lofa aukinni þjónustu Í tilkynningunni kemur fram að í samningnum hafi sérstaklega verið lagt til að þróuð yrði flýtimóttaka þar sem einstaklingum í bráðum vanda sé tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þeirra þörfum. Willum Þór segir mikilvægan áfanga felast í þessum samningsviðauka sem feli í sér aukna þjónustu og bætt aðgengi: „Auk þess að fjölga viðhaldsmeðferðum er ánægjulegt að sjá flýtimóttöku raungerast, samvinnu stofnana, Landspítala og SÁÁ fyrir þau sem eru í brýnni þörf á innlögn eða meðferð,“ er haft eftir honum. Þá kemur fram að tilvísanir í þjónustuna fari í sérstakan farveg innan SÁÁ, með faglegu mati á þörf og aðgengi að viðeigandi þjónustustigi. Jafnframt geri viðaukinn SÁÁ kleift að auka þjónustu við einstaklinga með ópíóíðafíkn. Miðað er við að allt að 450 einstaklingar hafi aðgang að lyfjameðferð við ópíóíðafíkn árlega í göngudeild. Liður í aðgerðum stjórnvalda Loks segir að umfangsmikil stefnumótun standi yfir í heilbrigðisráðuneytinu í málaflokknum og starfshópur sé að störfum að uppfæra heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Sú stefna muni taka til forvarna, meðferðarúrræða, eftirfylgni meðferðar, endurhæfingar og lagaumhverfis. Áhersla sé lögð á að stefnan taki mið af mismunandi þörfum hópa með tilliti til meðferðar við fíknisjúkdómi. Samhliða vinnu starfshópsins sé unnið að stöðumati og kortlagningu á þeirri heilbrigðisþjónustu sem er fyrir hendi í dag fyrir fólk sem þarf á meðferð eða endurhæfingu að halda vegna vímuefnavanda. Sú vinna muni styðja við stefnumótun í málaflokknum til framtíðar.
Fíkn SÁÁ Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira