Elsti karlmaður landsins fallinn frá Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. september 2024 16:33 Karl Sigurðsson. Vísir/Magnús Hlynur Karl Sigurðsson, elsti íslenski karlmaðurinn, er fallinn frá 106 ára að aldri. Karl fæddist á Ísafirði þann 14. maí 1918 og var skírður 1. desember 1918 á sama degi og Ísland varð fullvalda. Karl lætur eftir sig stóran hóp afkomenda. Karl fæddist í húsi sem kallað var Rómaborg, en var á fyrsta ári þegar fjölskyldan flutti út í Hnífsdal þar sem hann bjó stærstan hluta ævinnar. Hann byrjaði í sjómennsku fimmtán ára og hlaut fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1940. Stefndi á 106 ára aldur Magnús Hlynur, fréttamaður okkar, heimsótti Karl fyrir tveimur árum á hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði þegar að Karl var 104 ára en þá setti hann sér það markmið að ná 106 ára aldri. Hann þakkaði vatninu á Vestfjörðum fyrir langlífi sitt og hve hress hann væri. „Ég kem nú frá fátæku heimili. Það var alltaf nóg að borða en það var fiskur í hverri máltíð nema á sunnudögum þá var kjöt. Ég var skipstjóri í 30 ár, alltaf með sama nafnið en þrír bátar. Það þekktu mig allir sem Kalli á Mímir. Ég hef aldrei eignast vasasíma. Ég átti bara bílasíma á tímabili og svo náttúrulega í heimahúsi,“ sagði Karl í samtali við fréttastofu fyrir tveimur árum. 94 afkomendur „Tvisvar lenti Karl í sjávarháska og þakkaði sundkunnáttu að ekki fór verr. Þegar Karl kom í land vann hann sem vélstjóri í frystihúsi, allt til 78 ára aldurs. Karl og Kristjana Hjartardóttir, sem varð 95 ára, voru í hjónabandi í 71 ár. Þau voru fermingarsystkini, fermd fyrir 92 árum. Börnin voru sex og eru tvö þeirra á lífi, Sigríður Ingibjörg og Halldóra. Afkomendurnir eru orðnir 94,“ segir í Facebook-færslu Langlífis um Karl. Halldóra Karlsdóttir, dóttir Karls, segir í samtali við Vísi að afkomendurnir séu alls 94 með „bónusbörnum“ og vísar þá til þess að afkomendurnir eru það margir ef taldir eru allir sem hafa komið inn í fjölskylduna sem stjúpbörn. Karl Sigurðsson ásamt fjölskyldu.facebook Sigurður Jónasson faðir Karls var úr Dalasýslu og varð 99 ára, en móðir hans, Sigríður Ingibjörg Salómonsdóttir, fæddist í Önundarfirði en var ættuð úr Álftafirði við Djúp. Hún varð 89 ára. Systkini Karls voru þrettán, Sigurður bróðir hans varð 102 ára og sá yngsti er orðinn 94 ára og er einn eftirlifandi af systkinum Karls. Sagt að Karl hafi skorað öll mörkin „Í afmælisgrein á aldarafmælinu kom fram að Karl hefði alla tíð verið vel á sig kominn, verið kattliðugur, stundað glímu og verið liðtækur í knattspyrnu. Á öðrum Sjómannadeginum á Ísafirði, 1939, léku sjómenn við knattspyrnufélagið Vestra á Íþróttavellinum. Sjómenn unnu með þremur mörkum gegn einu. Sagt er að Karl hafi skorað öll þrjú mörkin!“ Frá 104 ára aldri dvaldi Karl á hjúkrunarheimilinu Eyri en aðstandendur hans þakka starfsfólki þar fyrir ómetanlega hlýju og góða umönnun. Karl er næst langlífastur íslenskra karla en Georg Breiðfjörð Ólafsson var sá elsti sem féll frá þegar rúmur mánuður var í 108 ára afmæli hans. Eldri borgarar Ísafjarðarbær Langlífi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Það er óákveðið“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Karl fæddist í húsi sem kallað var Rómaborg, en var á fyrsta ári þegar fjölskyldan flutti út í Hnífsdal þar sem hann bjó stærstan hluta ævinnar. Hann byrjaði í sjómennsku fimmtán ára og hlaut fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1940. Stefndi á 106 ára aldur Magnús Hlynur, fréttamaður okkar, heimsótti Karl fyrir tveimur árum á hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði þegar að Karl var 104 ára en þá setti hann sér það markmið að ná 106 ára aldri. Hann þakkaði vatninu á Vestfjörðum fyrir langlífi sitt og hve hress hann væri. „Ég kem nú frá fátæku heimili. Það var alltaf nóg að borða en það var fiskur í hverri máltíð nema á sunnudögum þá var kjöt. Ég var skipstjóri í 30 ár, alltaf með sama nafnið en þrír bátar. Það þekktu mig allir sem Kalli á Mímir. Ég hef aldrei eignast vasasíma. Ég átti bara bílasíma á tímabili og svo náttúrulega í heimahúsi,“ sagði Karl í samtali við fréttastofu fyrir tveimur árum. 94 afkomendur „Tvisvar lenti Karl í sjávarháska og þakkaði sundkunnáttu að ekki fór verr. Þegar Karl kom í land vann hann sem vélstjóri í frystihúsi, allt til 78 ára aldurs. Karl og Kristjana Hjartardóttir, sem varð 95 ára, voru í hjónabandi í 71 ár. Þau voru fermingarsystkini, fermd fyrir 92 árum. Börnin voru sex og eru tvö þeirra á lífi, Sigríður Ingibjörg og Halldóra. Afkomendurnir eru orðnir 94,“ segir í Facebook-færslu Langlífis um Karl. Halldóra Karlsdóttir, dóttir Karls, segir í samtali við Vísi að afkomendurnir séu alls 94 með „bónusbörnum“ og vísar þá til þess að afkomendurnir eru það margir ef taldir eru allir sem hafa komið inn í fjölskylduna sem stjúpbörn. Karl Sigurðsson ásamt fjölskyldu.facebook Sigurður Jónasson faðir Karls var úr Dalasýslu og varð 99 ára, en móðir hans, Sigríður Ingibjörg Salómonsdóttir, fæddist í Önundarfirði en var ættuð úr Álftafirði við Djúp. Hún varð 89 ára. Systkini Karls voru þrettán, Sigurður bróðir hans varð 102 ára og sá yngsti er orðinn 94 ára og er einn eftirlifandi af systkinum Karls. Sagt að Karl hafi skorað öll mörkin „Í afmælisgrein á aldarafmælinu kom fram að Karl hefði alla tíð verið vel á sig kominn, verið kattliðugur, stundað glímu og verið liðtækur í knattspyrnu. Á öðrum Sjómannadeginum á Ísafirði, 1939, léku sjómenn við knattspyrnufélagið Vestra á Íþróttavellinum. Sjómenn unnu með þremur mörkum gegn einu. Sagt er að Karl hafi skorað öll þrjú mörkin!“ Frá 104 ára aldri dvaldi Karl á hjúkrunarheimilinu Eyri en aðstandendur hans þakka starfsfólki þar fyrir ómetanlega hlýju og góða umönnun. Karl er næst langlífastur íslenskra karla en Georg Breiðfjörð Ólafsson var sá elsti sem féll frá þegar rúmur mánuður var í 108 ára afmæli hans.
Eldri borgarar Ísafjarðarbær Langlífi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Það er óákveðið“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira