Stjörnunni ekki refsað vegna leikskýrslu Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 12:02 Örvar Logi Örvarsson og Emil Atlason voru ekki í byrjunarliði Stjörnunnar á leikskýrslu sem birtist á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik við Breiðablik, en voru í liðinu á skýrslu sem barst dómara tímanlega fyrir leik. vísir/Diego Knattspyrnudeild Stjörnunnar verður ekki refsað vegna framferðis síns við skráningu leikskýrslu, samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Jörundur Áki Sveinsson, sem starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, kærði Stjörnumenn vegna mögulegra brota á reglum um útfyllingu leikskýrslu, eftir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta þann 11. ágúst. Eins og fram hefur komið, og var gagnrýnt í pistli Sæbjörns Steinke blaðamanns Fótbolta.net, þá birtist leikskýrsla á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik, venju samkvæmt, sem var kolröng hvað byrjunarlið Stjörnunnar snertir. Kynni að vera gert til að villa um fyrir mótherja Samkvæmt upphaflegri skráningu á leikskýrslu voru þeir Heiðar Ægisson, Daníel Laxdal, Emil Atlason, Örvar Logi Örvarsson og Róbert Frosti Þorkelsson allir skráðir á meðal varamanna Stjörnunnar. Út frá þessu unnu fjölmiðlar til að byrja með, líkt og venja er á öðrum leikjum. Eftir breytingu á leikskýrslunni voru umræddir leikmenn hins vegar allir skráðir í byrjunarlið Stjörnunnar í leiknum. Þá kom Sigurður Gunnar Jónsson einnig inn í leikmannahóp Stjörnunnar og var skráður á meðal varamanna í stað Baldurs Loga Guðlaugssonar. Í úrskurði aganefndar segir að vinnulag þetta við skráningu á leikskýrslu kunni, að mati framkvæmdastjóra, að hafa verið viðhaft vísvitandi af hálfu þjálfara/forystumanna Stjörnunnar til þess eins að villa um fyrir andstæðingi og/eða almenningi í aðdraganda leiksins. Dómarinn fékk rétta skýrslu tímanlega Þessar breytingar á leikskýrslu höfðu hins vegar verið gerðar þegar dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, fékk hana útfyllta og undirritaða um 50-60 mínútum fyrir leik, en það segir dómarinn í sínum framburði. Niðurstaða aganefndar er sú að í leikjahandbók KSÍ sé eina krafan sú að rétt útfyllt leikskýrsla sé afhent dómara eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik, eða korteri eftir að hún birtist fyrst á vef KSÍ. Í leikjahandbókinni segir: „[…] þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma.“ Í þessu ljósi telur aganefndin ekki að Stjarnan hafi brotið reglur 36.3 eða 36.4 í reglugerð KSÍ um Íslandsmót, þar sem segir að sé leikskýrsla vísvitandi ranglega fyllt út skuli viðkomandi liði dæmt tap, og að þjálfari eða forystumaður skuli sæta banni. Reglurnar má lesa hér að neðan. Ef leikskýrsla er vísvitandi ranglega fyllt út, t.d. með því að falsa nafn eða kennitölu þátttakanda, skal liðið sem í hlut á tapa leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem fyllir ranglega út leikskýrslu getur sætt sekt að upphæð allt að kr. 50.000 í meistaraflokki en 25.000 í öðrum flokkum. Sé um vísvitandi brot að ræða skal sektin vera allt að kr. 100.000 í meistaraflokki en 50.000 í öðrum flokkum. Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Jörundur Áki Sveinsson, sem starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, kærði Stjörnumenn vegna mögulegra brota á reglum um útfyllingu leikskýrslu, eftir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta þann 11. ágúst. Eins og fram hefur komið, og var gagnrýnt í pistli Sæbjörns Steinke blaðamanns Fótbolta.net, þá birtist leikskýrsla á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik, venju samkvæmt, sem var kolröng hvað byrjunarlið Stjörnunnar snertir. Kynni að vera gert til að villa um fyrir mótherja Samkvæmt upphaflegri skráningu á leikskýrslu voru þeir Heiðar Ægisson, Daníel Laxdal, Emil Atlason, Örvar Logi Örvarsson og Róbert Frosti Þorkelsson allir skráðir á meðal varamanna Stjörnunnar. Út frá þessu unnu fjölmiðlar til að byrja með, líkt og venja er á öðrum leikjum. Eftir breytingu á leikskýrslunni voru umræddir leikmenn hins vegar allir skráðir í byrjunarlið Stjörnunnar í leiknum. Þá kom Sigurður Gunnar Jónsson einnig inn í leikmannahóp Stjörnunnar og var skráður á meðal varamanna í stað Baldurs Loga Guðlaugssonar. Í úrskurði aganefndar segir að vinnulag þetta við skráningu á leikskýrslu kunni, að mati framkvæmdastjóra, að hafa verið viðhaft vísvitandi af hálfu þjálfara/forystumanna Stjörnunnar til þess eins að villa um fyrir andstæðingi og/eða almenningi í aðdraganda leiksins. Dómarinn fékk rétta skýrslu tímanlega Þessar breytingar á leikskýrslu höfðu hins vegar verið gerðar þegar dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, fékk hana útfyllta og undirritaða um 50-60 mínútum fyrir leik, en það segir dómarinn í sínum framburði. Niðurstaða aganefndar er sú að í leikjahandbók KSÍ sé eina krafan sú að rétt útfyllt leikskýrsla sé afhent dómara eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik, eða korteri eftir að hún birtist fyrst á vef KSÍ. Í leikjahandbókinni segir: „[…] þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma.“ Í þessu ljósi telur aganefndin ekki að Stjarnan hafi brotið reglur 36.3 eða 36.4 í reglugerð KSÍ um Íslandsmót, þar sem segir að sé leikskýrsla vísvitandi ranglega fyllt út skuli viðkomandi liði dæmt tap, og að þjálfari eða forystumaður skuli sæta banni. Reglurnar má lesa hér að neðan. Ef leikskýrsla er vísvitandi ranglega fyllt út, t.d. með því að falsa nafn eða kennitölu þátttakanda, skal liðið sem í hlut á tapa leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem fyllir ranglega út leikskýrslu getur sætt sekt að upphæð allt að kr. 50.000 í meistaraflokki en 25.000 í öðrum flokkum. Sé um vísvitandi brot að ræða skal sektin vera allt að kr. 100.000 í meistaraflokki en 50.000 í öðrum flokkum. Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár.
„[…] þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma.“
Ef leikskýrsla er vísvitandi ranglega fyllt út, t.d. með því að falsa nafn eða kennitölu þátttakanda, skal liðið sem í hlut á tapa leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem fyllir ranglega út leikskýrslu getur sætt sekt að upphæð allt að kr. 50.000 í meistaraflokki en 25.000 í öðrum flokkum. Sé um vísvitandi brot að ræða skal sektin vera allt að kr. 100.000 í meistaraflokki en 50.000 í öðrum flokkum. Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn