Stjörnunni ekki refsað vegna leikskýrslu Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 12:02 Örvar Logi Örvarsson og Emil Atlason voru ekki í byrjunarliði Stjörnunnar á leikskýrslu sem birtist á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik við Breiðablik, en voru í liðinu á skýrslu sem barst dómara tímanlega fyrir leik. vísir/Diego Knattspyrnudeild Stjörnunnar verður ekki refsað vegna framferðis síns við skráningu leikskýrslu, samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Jörundur Áki Sveinsson, sem starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, kærði Stjörnumenn vegna mögulegra brota á reglum um útfyllingu leikskýrslu, eftir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta þann 11. ágúst. Eins og fram hefur komið, og var gagnrýnt í pistli Sæbjörns Steinke blaðamanns Fótbolta.net, þá birtist leikskýrsla á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik, venju samkvæmt, sem var kolröng hvað byrjunarlið Stjörnunnar snertir. Kynni að vera gert til að villa um fyrir mótherja Samkvæmt upphaflegri skráningu á leikskýrslu voru þeir Heiðar Ægisson, Daníel Laxdal, Emil Atlason, Örvar Logi Örvarsson og Róbert Frosti Þorkelsson allir skráðir á meðal varamanna Stjörnunnar. Út frá þessu unnu fjölmiðlar til að byrja með, líkt og venja er á öðrum leikjum. Eftir breytingu á leikskýrslunni voru umræddir leikmenn hins vegar allir skráðir í byrjunarlið Stjörnunnar í leiknum. Þá kom Sigurður Gunnar Jónsson einnig inn í leikmannahóp Stjörnunnar og var skráður á meðal varamanna í stað Baldurs Loga Guðlaugssonar. Í úrskurði aganefndar segir að vinnulag þetta við skráningu á leikskýrslu kunni, að mati framkvæmdastjóra, að hafa verið viðhaft vísvitandi af hálfu þjálfara/forystumanna Stjörnunnar til þess eins að villa um fyrir andstæðingi og/eða almenningi í aðdraganda leiksins. Dómarinn fékk rétta skýrslu tímanlega Þessar breytingar á leikskýrslu höfðu hins vegar verið gerðar þegar dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, fékk hana útfyllta og undirritaða um 50-60 mínútum fyrir leik, en það segir dómarinn í sínum framburði. Niðurstaða aganefndar er sú að í leikjahandbók KSÍ sé eina krafan sú að rétt útfyllt leikskýrsla sé afhent dómara eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik, eða korteri eftir að hún birtist fyrst á vef KSÍ. Í leikjahandbókinni segir: „[…] þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma.“ Í þessu ljósi telur aganefndin ekki að Stjarnan hafi brotið reglur 36.3 eða 36.4 í reglugerð KSÍ um Íslandsmót, þar sem segir að sé leikskýrsla vísvitandi ranglega fyllt út skuli viðkomandi liði dæmt tap, og að þjálfari eða forystumaður skuli sæta banni. Reglurnar má lesa hér að neðan. Ef leikskýrsla er vísvitandi ranglega fyllt út, t.d. með því að falsa nafn eða kennitölu þátttakanda, skal liðið sem í hlut á tapa leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem fyllir ranglega út leikskýrslu getur sætt sekt að upphæð allt að kr. 50.000 í meistaraflokki en 25.000 í öðrum flokkum. Sé um vísvitandi brot að ræða skal sektin vera allt að kr. 100.000 í meistaraflokki en 50.000 í öðrum flokkum. Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Jörundur Áki Sveinsson, sem starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, kærði Stjörnumenn vegna mögulegra brota á reglum um útfyllingu leikskýrslu, eftir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta þann 11. ágúst. Eins og fram hefur komið, og var gagnrýnt í pistli Sæbjörns Steinke blaðamanns Fótbolta.net, þá birtist leikskýrsla á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik, venju samkvæmt, sem var kolröng hvað byrjunarlið Stjörnunnar snertir. Kynni að vera gert til að villa um fyrir mótherja Samkvæmt upphaflegri skráningu á leikskýrslu voru þeir Heiðar Ægisson, Daníel Laxdal, Emil Atlason, Örvar Logi Örvarsson og Róbert Frosti Þorkelsson allir skráðir á meðal varamanna Stjörnunnar. Út frá þessu unnu fjölmiðlar til að byrja með, líkt og venja er á öðrum leikjum. Eftir breytingu á leikskýrslunni voru umræddir leikmenn hins vegar allir skráðir í byrjunarlið Stjörnunnar í leiknum. Þá kom Sigurður Gunnar Jónsson einnig inn í leikmannahóp Stjörnunnar og var skráður á meðal varamanna í stað Baldurs Loga Guðlaugssonar. Í úrskurði aganefndar segir að vinnulag þetta við skráningu á leikskýrslu kunni, að mati framkvæmdastjóra, að hafa verið viðhaft vísvitandi af hálfu þjálfara/forystumanna Stjörnunnar til þess eins að villa um fyrir andstæðingi og/eða almenningi í aðdraganda leiksins. Dómarinn fékk rétta skýrslu tímanlega Þessar breytingar á leikskýrslu höfðu hins vegar verið gerðar þegar dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, fékk hana útfyllta og undirritaða um 50-60 mínútum fyrir leik, en það segir dómarinn í sínum framburði. Niðurstaða aganefndar er sú að í leikjahandbók KSÍ sé eina krafan sú að rétt útfyllt leikskýrsla sé afhent dómara eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik, eða korteri eftir að hún birtist fyrst á vef KSÍ. Í leikjahandbókinni segir: „[…] þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma.“ Í þessu ljósi telur aganefndin ekki að Stjarnan hafi brotið reglur 36.3 eða 36.4 í reglugerð KSÍ um Íslandsmót, þar sem segir að sé leikskýrsla vísvitandi ranglega fyllt út skuli viðkomandi liði dæmt tap, og að þjálfari eða forystumaður skuli sæta banni. Reglurnar má lesa hér að neðan. Ef leikskýrsla er vísvitandi ranglega fyllt út, t.d. með því að falsa nafn eða kennitölu þátttakanda, skal liðið sem í hlut á tapa leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem fyllir ranglega út leikskýrslu getur sætt sekt að upphæð allt að kr. 50.000 í meistaraflokki en 25.000 í öðrum flokkum. Sé um vísvitandi brot að ræða skal sektin vera allt að kr. 100.000 í meistaraflokki en 50.000 í öðrum flokkum. Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár.
„[…] þegar bæði lið hafa fyllt út leikskýrsluna er hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins, eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik. Bæði félög geta fyllt út skýrsluna með góðum fyrirvara, þess vegna daginn áður. Sú skráning er aðeins aðgengileg viðkomandi félagi og birtist ekki á vef KSÍ fyrr en klukkustund fyrir skráðan leiktíma. Skýrslan er hins vegar ekki aðgengileg til útprentunar fyrr en klukkustund fyrir upphaflegan leiktíma.“
Ef leikskýrsla er vísvitandi ranglega fyllt út, t.d. með því að falsa nafn eða kennitölu þátttakanda, skal liðið sem í hlut á tapa leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem fyllir ranglega út leikskýrslu getur sætt sekt að upphæð allt að kr. 50.000 í meistaraflokki en 25.000 í öðrum flokkum. Sé um vísvitandi brot að ræða skal sektin vera allt að kr. 100.000 í meistaraflokki en 50.000 í öðrum flokkum. Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki