Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 11:02 Það sauð upp úr í Kaplakrika í gær þegar FH og Stjarnan mættust. Stöð 2 Sport „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. Guðmundur Kristjáns, eða Gummi eins og hann er kallaður, svaraði fyrir sig með kjaftshöggi eftir að Böðvar, eða Böddi, gaf honum olnbogaskot, í 3-0 sigri Stjörnunnar gegn FH í Bestu deildinni í fótbolta í gær. „Böddi fer með olnbogann í hann, og Guðmundur slær hann bara,“ sagði Gummi Ben í Stúkunni á Stöð 2 Sport. Atla Viðari Björnssyni var sérstaklega misboðið vegna hegðunar Gumma Kristjáns og bætti við: „Hann gefur honum bara einn gúmoren. Bara gamla góða kjaftshöggið.“ Atvikið og umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Guðmundur kýlir Böðvar Búast má við því að ný málskotsnefnd KSÍ vísi atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar í ljósi þess að dómarinn, Pétur Guðmundsson, virtist missa alveg af því. Áður var það hlutverk framkvæmdastjóra KSÍ að vísa slíkum málum til aganefndar. „Eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð“ „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð í fótboltaleik. Það að Böddi ákveði að gefa Guðmundi olnbogaskot þarna er til háborinnar skammar. Svarið hjá Gumma Kristjáns er álíka skammarlegt. Mig vantar orð til að lýsa hvað mér er misboðið við að horfa á þetta. Þetta er rosalegt. Ég held að við hljótum að vera að horfa upp á það að að minnsta kosti annar þeirra, jafnvel báðir, fari í bann þegar framkvæmdastjóri KSÍ sendir málið til aganefndar,“ sagði Atli Viðar. „Nei, nei, eigum við ekki að leyfa þeim bara… þeir voru báðir sáttir með niðurstöðuna. Vita báðir upp á sig sökina,“ sagði Baldur Sigurðsson léttur en Atli Viðar var svo sannarlega ekki á því: „Auðvitað eru þeir báðir dauðfegnir. Það er engin önnur rétt niðurstaða en að þeir fari báðir í sturtu... Mér er svo misboðið,“ sagði Atli Viðar. Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Guðmundur Kristjáns, eða Gummi eins og hann er kallaður, svaraði fyrir sig með kjaftshöggi eftir að Böðvar, eða Böddi, gaf honum olnbogaskot, í 3-0 sigri Stjörnunnar gegn FH í Bestu deildinni í fótbolta í gær. „Böddi fer með olnbogann í hann, og Guðmundur slær hann bara,“ sagði Gummi Ben í Stúkunni á Stöð 2 Sport. Atla Viðari Björnssyni var sérstaklega misboðið vegna hegðunar Gumma Kristjáns og bætti við: „Hann gefur honum bara einn gúmoren. Bara gamla góða kjaftshöggið.“ Atvikið og umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Guðmundur kýlir Böðvar Búast má við því að ný málskotsnefnd KSÍ vísi atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar í ljósi þess að dómarinn, Pétur Guðmundsson, virtist missa alveg af því. Áður var það hlutverk framkvæmdastjóra KSÍ að vísa slíkum málum til aganefndar. „Eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð“ „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð í fótboltaleik. Það að Böddi ákveði að gefa Guðmundi olnbogaskot þarna er til háborinnar skammar. Svarið hjá Gumma Kristjáns er álíka skammarlegt. Mig vantar orð til að lýsa hvað mér er misboðið við að horfa á þetta. Þetta er rosalegt. Ég held að við hljótum að vera að horfa upp á það að að minnsta kosti annar þeirra, jafnvel báðir, fari í bann þegar framkvæmdastjóri KSÍ sendir málið til aganefndar,“ sagði Atli Viðar. „Nei, nei, eigum við ekki að leyfa þeim bara… þeir voru báðir sáttir með niðurstöðuna. Vita báðir upp á sig sökina,“ sagði Baldur Sigurðsson léttur en Atli Viðar var svo sannarlega ekki á því: „Auðvitað eru þeir báðir dauðfegnir. Það er engin önnur rétt niðurstaða en að þeir fari báðir í sturtu... Mér er svo misboðið,“ sagði Atli Viðar.
Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira