Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 11:02 Það sauð upp úr í Kaplakrika í gær þegar FH og Stjarnan mættust. Stöð 2 Sport „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. Guðmundur Kristjáns, eða Gummi eins og hann er kallaður, svaraði fyrir sig með kjaftshöggi eftir að Böðvar, eða Böddi, gaf honum olnbogaskot, í 3-0 sigri Stjörnunnar gegn FH í Bestu deildinni í fótbolta í gær. „Böddi fer með olnbogann í hann, og Guðmundur slær hann bara,“ sagði Gummi Ben í Stúkunni á Stöð 2 Sport. Atla Viðari Björnssyni var sérstaklega misboðið vegna hegðunar Gumma Kristjáns og bætti við: „Hann gefur honum bara einn gúmoren. Bara gamla góða kjaftshöggið.“ Atvikið og umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Guðmundur kýlir Böðvar Búast má við því að ný málskotsnefnd KSÍ vísi atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar í ljósi þess að dómarinn, Pétur Guðmundsson, virtist missa alveg af því. Áður var það hlutverk framkvæmdastjóra KSÍ að vísa slíkum málum til aganefndar. „Eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð“ „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð í fótboltaleik. Það að Böddi ákveði að gefa Guðmundi olnbogaskot þarna er til háborinnar skammar. Svarið hjá Gumma Kristjáns er álíka skammarlegt. Mig vantar orð til að lýsa hvað mér er misboðið við að horfa á þetta. Þetta er rosalegt. Ég held að við hljótum að vera að horfa upp á það að að minnsta kosti annar þeirra, jafnvel báðir, fari í bann þegar framkvæmdastjóri KSÍ sendir málið til aganefndar,“ sagði Atli Viðar. „Nei, nei, eigum við ekki að leyfa þeim bara… þeir voru báðir sáttir með niðurstöðuna. Vita báðir upp á sig sökina,“ sagði Baldur Sigurðsson léttur en Atli Viðar var svo sannarlega ekki á því: „Auðvitað eru þeir báðir dauðfegnir. Það er engin önnur rétt niðurstaða en að þeir fari báðir í sturtu... Mér er svo misboðið,“ sagði Atli Viðar. Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Guðmundur Kristjáns, eða Gummi eins og hann er kallaður, svaraði fyrir sig með kjaftshöggi eftir að Böðvar, eða Böddi, gaf honum olnbogaskot, í 3-0 sigri Stjörnunnar gegn FH í Bestu deildinni í fótbolta í gær. „Böddi fer með olnbogann í hann, og Guðmundur slær hann bara,“ sagði Gummi Ben í Stúkunni á Stöð 2 Sport. Atla Viðari Björnssyni var sérstaklega misboðið vegna hegðunar Gumma Kristjáns og bætti við: „Hann gefur honum bara einn gúmoren. Bara gamla góða kjaftshöggið.“ Atvikið og umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Guðmundur kýlir Böðvar Búast má við því að ný málskotsnefnd KSÍ vísi atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar í ljósi þess að dómarinn, Pétur Guðmundsson, virtist missa alveg af því. Áður var það hlutverk framkvæmdastjóra KSÍ að vísa slíkum málum til aganefndar. „Eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð“ „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð í fótboltaleik. Það að Böddi ákveði að gefa Guðmundi olnbogaskot þarna er til háborinnar skammar. Svarið hjá Gumma Kristjáns er álíka skammarlegt. Mig vantar orð til að lýsa hvað mér er misboðið við að horfa á þetta. Þetta er rosalegt. Ég held að við hljótum að vera að horfa upp á það að að minnsta kosti annar þeirra, jafnvel báðir, fari í bann þegar framkvæmdastjóri KSÍ sendir málið til aganefndar,“ sagði Atli Viðar. „Nei, nei, eigum við ekki að leyfa þeim bara… þeir voru báðir sáttir með niðurstöðuna. Vita báðir upp á sig sökina,“ sagði Baldur Sigurðsson léttur en Atli Viðar var svo sannarlega ekki á því: „Auðvitað eru þeir báðir dauðfegnir. Það er engin önnur rétt niðurstaða en að þeir fari báðir í sturtu... Mér er svo misboðið,“ sagði Atli Viðar.
Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira