Ég neita að pissa standandi Inga Sæland skrifar 2. september 2024 07:00 Stjórnvöld hafa loksins tekið á einu brýnasta vandamáli þjóðarinnar — klósettmálunum! Í „byltingakenndri“ reglugerð ráðherra Sjálfstæðisflokksins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem tók gildi fyrr í sumar er kveðið á um innleiðingu kynlausra klósetta, þar sem allir geta létt á sér í sátt og samlyndi, óháð kyni og kynvitund. Í reglugerðinni segir að snyrtingar verði nú aðstöðumerktar, til dæmis með myndum af salerni, skiptiaðstöðu og þvagskálum, frekar en kynjamerktar. Í þeim tilvikum þar sem snyrtingar kvenna og karla verða áfram aðskildar, skuli einnig vera til staðar kynhlutlaus snyrting. Reglugerðin býður því upp á tvo valkosti: Valkostur 1: Salerni verða opin fyrir báðum kynjum. Konur geta notið þeirra forréttinda að setjast á útmignar klósettsetur og fá að upplifa spennuna sem fylgir því að vita aldrei hvaða óvænta gest þær hitta í næsta bás. Valkostur 2: Öllum rekstraraðilum er gert að byggja ný kynlaus salerni. Sjálfstæðisflokkurinn, sem þykist talsmaður þeirra, neyðir þá til að fjárfesta í klósettbyltingunni miklu, kostnaður sem gæti hlaupið á milljónum króna. Þessi kostnaðarsama framkvæmd kemur á versta tíma fyrir marga litla og meðalstóra rekstraraðila sem þegar eiga í gríðarlegum erfiðleikum með að standa undir greiðslubyrði okurvaxta. Þessi reglugerð er enn eitt dæmið um hvernig stjórnvöld hafa gert risavaxnar breytingar á samfélaginu án samráðs við almenning eða atvinnurekendur. Hávær minnihluti hefur á örskömmum tíma náð að snúa samfélaginu á hvolf með yfirgangi og aðkasti á alla þá sem voga sér að vera þeim ekki sammála. Að taka af kynjaskipt salerni er hrein og klár aðför að persónuvernd og öryggi kvenna. Þrátt fyrir að við konur séum líka menn þá ættu flestir að vera búnir að fatta, að við erum ekki alveg eins. Ég mótmæli því af öllum kröftum og tel það gróft brot á mannréttindum okkar að þvinga okkur til að pissa standandi ellegar setjast á annara manna þvag. En hvort sem þú þarft að deila bás með ókunnugum af hinu kyninu eða ert rekstraraðili sem berst í bökkum, þá er eitt víst; stjórnvöld velja frekar að ráðast á réttindi kvenna og sturta fé fyrirtækja niður í kynlaus klósett fremur en að takast á við þá kerfislægu kreppu sem hrjáir samfélagið okkar á öllum sviðum. Það er kominn tími til að stíga niður fæti og segja STOPP! Hingað og ekki lengra! Ég þori! Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa loksins tekið á einu brýnasta vandamáli þjóðarinnar — klósettmálunum! Í „byltingakenndri“ reglugerð ráðherra Sjálfstæðisflokksins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem tók gildi fyrr í sumar er kveðið á um innleiðingu kynlausra klósetta, þar sem allir geta létt á sér í sátt og samlyndi, óháð kyni og kynvitund. Í reglugerðinni segir að snyrtingar verði nú aðstöðumerktar, til dæmis með myndum af salerni, skiptiaðstöðu og þvagskálum, frekar en kynjamerktar. Í þeim tilvikum þar sem snyrtingar kvenna og karla verða áfram aðskildar, skuli einnig vera til staðar kynhlutlaus snyrting. Reglugerðin býður því upp á tvo valkosti: Valkostur 1: Salerni verða opin fyrir báðum kynjum. Konur geta notið þeirra forréttinda að setjast á útmignar klósettsetur og fá að upplifa spennuna sem fylgir því að vita aldrei hvaða óvænta gest þær hitta í næsta bás. Valkostur 2: Öllum rekstraraðilum er gert að byggja ný kynlaus salerni. Sjálfstæðisflokkurinn, sem þykist talsmaður þeirra, neyðir þá til að fjárfesta í klósettbyltingunni miklu, kostnaður sem gæti hlaupið á milljónum króna. Þessi kostnaðarsama framkvæmd kemur á versta tíma fyrir marga litla og meðalstóra rekstraraðila sem þegar eiga í gríðarlegum erfiðleikum með að standa undir greiðslubyrði okurvaxta. Þessi reglugerð er enn eitt dæmið um hvernig stjórnvöld hafa gert risavaxnar breytingar á samfélaginu án samráðs við almenning eða atvinnurekendur. Hávær minnihluti hefur á örskömmum tíma náð að snúa samfélaginu á hvolf með yfirgangi og aðkasti á alla þá sem voga sér að vera þeim ekki sammála. Að taka af kynjaskipt salerni er hrein og klár aðför að persónuvernd og öryggi kvenna. Þrátt fyrir að við konur séum líka menn þá ættu flestir að vera búnir að fatta, að við erum ekki alveg eins. Ég mótmæli því af öllum kröftum og tel það gróft brot á mannréttindum okkar að þvinga okkur til að pissa standandi ellegar setjast á annara manna þvag. En hvort sem þú þarft að deila bás með ókunnugum af hinu kyninu eða ert rekstraraðili sem berst í bökkum, þá er eitt víst; stjórnvöld velja frekar að ráðast á réttindi kvenna og sturta fé fyrirtækja niður í kynlaus klósett fremur en að takast á við þá kerfislægu kreppu sem hrjáir samfélagið okkar á öllum sviðum. Það er kominn tími til að stíga niður fæti og segja STOPP! Hingað og ekki lengra! Ég þori! Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar