„Fyrir KR stoltið“ Sverrir Mar Smárason skrifar 1. september 2024 20:42 Ástbjörn Þórðarson í viðtali eftir leik. Vísir/Viktor Freyr Ástbjörn Þórðarson lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði eftir skiptin til KR í kvöld þegar liðið fékk ÍA í heimsókn í Vesturbæinn. KR vann 4-2 sigur og Ástbjörn var stoltur og ánægður í leikslok. „Mér líður bara mjög vel. Ég er mjög þreyttur, er að koma til baka eftir meiðsli en þetta var bara geðveikt. Liðsandinn í liðinu skilaði þessum sigri,“ sagði Ástbjörn. Gengi KR hefur verið slæmt í nánast allt sumar og hefur liðið tapað tveimur leikjum í röð fyrir þennan. Oft á tíðum hefur vantað einhvern anda en hann var sannarlega til staðar í dag. „Það voru bara allir 100% að róa í sömu átt og við bara ætluðum að gera þetta saman. Gera þetta fyrir stuðningsmennina, liðsfélagana og alla í kringum það. Bara fyrir KR stoltið.“ Sóknarmenn KR áttu frábæran leik í dag. Luke Rae var sífellt að ógna vörn ÍA og Benóný Breki gerði þrennu í fyrri hálfleik. Ástbjörn átti sömuleiðis góðan leik. „Þeir báðir bara geggjaðir leikmenn. Hraðinn í Luke og Benó góður að klára færin. Benóný er geggjaður framherji. Þeir hjálpuðu okkur mikið í dag og bara allt liðið gott. Fyrri hálfleikur var ógeðslega flottur fannst mér,“ sagði Ástbjörn og hélt svo áfram, „það var ólýsanleg tilfinning að spila hérna aftur og í þessari treyju. Ég er gríðarlega stoltur og gaman að fá sigur hérna í fyrsta leik.“ KR skilur sig aðeins frá neðstu sætunum með sigrinum í dag og fær smá andrými. „Ég held það sé alltaf stefnan hjá KR að vera ekki við botninn. Ég held það sé mikilvægt að hugsa þannig og fara inn í hvern leik með það í huga að við eigum ekki að vera í þessari stöðu. Það eru fullt af góðum leikmönnum í liðinu og við förum í hvern leik til að vinna hann,“ sagði Ástbjörn að lokum. Besta deild karla KR ÍA Tengdar fréttir Uppgjör: KR - ÍA 4-2 | Þrenna Benónýs færði KR-ingum þrjú stór stig KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttu Bestu deildarinnar þegar þeir lögðu ÍA 4-2 í Frostaskjólinu. KR fær því smá andrými í baráttunni sæti í deildinni að ári. 1. september 2024 19:04 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Ég er mjög þreyttur, er að koma til baka eftir meiðsli en þetta var bara geðveikt. Liðsandinn í liðinu skilaði þessum sigri,“ sagði Ástbjörn. Gengi KR hefur verið slæmt í nánast allt sumar og hefur liðið tapað tveimur leikjum í röð fyrir þennan. Oft á tíðum hefur vantað einhvern anda en hann var sannarlega til staðar í dag. „Það voru bara allir 100% að róa í sömu átt og við bara ætluðum að gera þetta saman. Gera þetta fyrir stuðningsmennina, liðsfélagana og alla í kringum það. Bara fyrir KR stoltið.“ Sóknarmenn KR áttu frábæran leik í dag. Luke Rae var sífellt að ógna vörn ÍA og Benóný Breki gerði þrennu í fyrri hálfleik. Ástbjörn átti sömuleiðis góðan leik. „Þeir báðir bara geggjaðir leikmenn. Hraðinn í Luke og Benó góður að klára færin. Benóný er geggjaður framherji. Þeir hjálpuðu okkur mikið í dag og bara allt liðið gott. Fyrri hálfleikur var ógeðslega flottur fannst mér,“ sagði Ástbjörn og hélt svo áfram, „það var ólýsanleg tilfinning að spila hérna aftur og í þessari treyju. Ég er gríðarlega stoltur og gaman að fá sigur hérna í fyrsta leik.“ KR skilur sig aðeins frá neðstu sætunum með sigrinum í dag og fær smá andrými. „Ég held það sé alltaf stefnan hjá KR að vera ekki við botninn. Ég held það sé mikilvægt að hugsa þannig og fara inn í hvern leik með það í huga að við eigum ekki að vera í þessari stöðu. Það eru fullt af góðum leikmönnum í liðinu og við förum í hvern leik til að vinna hann,“ sagði Ástbjörn að lokum.
Besta deild karla KR ÍA Tengdar fréttir Uppgjör: KR - ÍA 4-2 | Þrenna Benónýs færði KR-ingum þrjú stór stig KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttu Bestu deildarinnar þegar þeir lögðu ÍA 4-2 í Frostaskjólinu. KR fær því smá andrými í baráttunni sæti í deildinni að ári. 1. september 2024 19:04 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Uppgjör: KR - ÍA 4-2 | Þrenna Benónýs færði KR-ingum þrjú stór stig KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttu Bestu deildarinnar þegar þeir lögðu ÍA 4-2 í Frostaskjólinu. KR fær því smá andrými í baráttunni sæti í deildinni að ári. 1. september 2024 19:04