„Bara spurning um hvar og hvenær ég bæti heimsmetið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2024 10:01 Hafþór Júlíus Björnsson á enn heimsmetið í réttstöðulyftu sem hann setti fyrir fjórum árum. @thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson er þess fullviss að hann muni bæta heimsmetið í réttstöðulyftu, heimsmet sem hann á sjálfur en telur að aðrir gæti verið nú svolítið sólgnir í. Hafþór Júlíus, eða Fjallið eins og hann er oftast kallaður, er byrjaður að keppa aftur í aflraunakeppnum eftir að hafa tekið sér gott hlé í nokkur ár. Hann varð annar í keppninni um sterkasta mann jarðar á dögunum þar sem hann sló tvö heimsmet. Hvorugt þeirra er hins vegar það heimsmet sem Hafþór er að pæla í þessa dagana. Það er heimsmetið sem hann setti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Hafþór ræddi þetta heimsmet við fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Heimsmetið hans í réttstöðulyftu er 501 kíló og var sett árið 2020. 501 „501. Það eru margir að spyrja mig út í það hvenær ég ætli að reyna að bæta heimsmetið. Ég vildi ræða það aðeins við ykkur,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég vil segja ykkur það að ég vil bæta þetta heimsmet og ég mun bæta þetta heimsmet. Þetta er bara spurning um hvar og hvenær ég bæti heimsmetið,“ sagði Hafþór. „Eins og staðan er í dag þá er ekkert skipulagt um hvenær ég fæ tækifæri á því að bæta metið. Vonandi breytist það sem fyrst. Ég er að tala við skipuleggjendur og að plana það að bæta heimsmetin mín,“ sagði Hafþór. Graham Hicks vill ná metinu „Þið sem þekkið aflraunaheiminn vitið vel að því að það er keppni í september þar sem kappar eins og Graham Hicks og aðrir mjög öflugir menn í réttstöðulyftu fá tækifæri til að bæta heimsmetið mitt,“ sagði Hafþór. „Ég trúi því að Graham og mögulega einhver annar geti bætt þetta met. Graham hefur litið vel út æfingum og er að lyfta miklum þyngdum. Ég óska honum alls hins besta og vona að hann nái árangri,“ sagði Hafþór. Meiri hvatning „Það yrði aðeins meiri hvatning fyrir mig til að grafa dýpra en það myndi líka þýða að ég þyrfti að lyfja meiri þyngd hvort sem það er meira en 505 kíló eða meira en 510 kíló. Það fer allt eftir því hvað fer upp hjá honum,“ sagði Hafþór. Það má sjá hann ræða heimsmetið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) Aflraunir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Sjá meira
Hafþór Júlíus, eða Fjallið eins og hann er oftast kallaður, er byrjaður að keppa aftur í aflraunakeppnum eftir að hafa tekið sér gott hlé í nokkur ár. Hann varð annar í keppninni um sterkasta mann jarðar á dögunum þar sem hann sló tvö heimsmet. Hvorugt þeirra er hins vegar það heimsmet sem Hafþór er að pæla í þessa dagana. Það er heimsmetið sem hann setti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Hafþór ræddi þetta heimsmet við fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Heimsmetið hans í réttstöðulyftu er 501 kíló og var sett árið 2020. 501 „501. Það eru margir að spyrja mig út í það hvenær ég ætli að reyna að bæta heimsmetið. Ég vildi ræða það aðeins við ykkur,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég vil segja ykkur það að ég vil bæta þetta heimsmet og ég mun bæta þetta heimsmet. Þetta er bara spurning um hvar og hvenær ég bæti heimsmetið,“ sagði Hafþór. „Eins og staðan er í dag þá er ekkert skipulagt um hvenær ég fæ tækifæri á því að bæta metið. Vonandi breytist það sem fyrst. Ég er að tala við skipuleggjendur og að plana það að bæta heimsmetin mín,“ sagði Hafþór. Graham Hicks vill ná metinu „Þið sem þekkið aflraunaheiminn vitið vel að því að það er keppni í september þar sem kappar eins og Graham Hicks og aðrir mjög öflugir menn í réttstöðulyftu fá tækifæri til að bæta heimsmetið mitt,“ sagði Hafþór. „Ég trúi því að Graham og mögulega einhver annar geti bætt þetta met. Graham hefur litið vel út æfingum og er að lyfta miklum þyngdum. Ég óska honum alls hins besta og vona að hann nái árangri,“ sagði Hafþór. Meiri hvatning „Það yrði aðeins meiri hvatning fyrir mig til að grafa dýpra en það myndi líka þýða að ég þyrfti að lyfja meiri þyngd hvort sem það er meira en 505 kíló eða meira en 510 kíló. Það fer allt eftir því hvað fer upp hjá honum,“ sagði Hafþór. Það má sjá hann ræða heimsmetið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson)
Aflraunir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Sjá meira