„Þýðir ekkert að keyra og bíða þangað til það eru fimm prósent eftir af rafhlöðunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 20:17 Hjónin ferðuðust fleiri þúsund kílómetra á rafmagnsbílnum um meginland Evrópu í sumar. Facebook „Það var margt sem kom skemmtilega á óvart en kannski annað sem olli mér vonbrigðum,“ segir Jean-Rémi Chareyre sem í sumar hélt í ferðalag ásamt eiginkonu sinni um Evrópu þar sem þau ferðuðust um átta þúsund kílómetra, án vandræða, á rafmagnsbíl. „Þau sem að eiga rafmagnsbíl þekkja það yfirleitt að þýðir ekkert að fara í ferðalag og bara keyra og bíða þangað til það eru fimm prósent eftir af rafhlöðunni til að velta fyrir sér hvar á að hlaða. Maður þarf að vera alltaf svolítið undirbúinn,“ segir Jean-Rémi. Hjónin lögðu af stað með Norrænu frá Seyðisfirði og héldu þaðan til Danmerkur. Þaðan óku þau sem leið lá um Þýskaland, Frakkland, Spán, Belgíu og Holland, og síðan til baka aftur í gegnum Þýskaland og Danmörku. Jean-Rémi lýsti ferðalaginu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, en hann segir ferðalagið hafa gengið vandræðalaust fyrir sig og telur innviðina á meiginlandinu til að ferðast um á rafmagnsbíl þónokkuð betri en á Íslandi. Drægnin meiri í góða veðrinu Þetta var í fyrsta skiptið sem þau hjón fóru í svo langt ferðalag erlendis á rafmagnsbílnum. Hann segir hafa skipt sköpum að hafa kynnt sér vel hvaða fyrirtæki bjóði upp á hraðhleðslustöðvar á meginlandinu og gætti þess að vera meðvitaður um hleðslustöðvar á leiðinni. „Það er orðið frekar þétt net af þessum stöðvum. Eins og í Frakklandi þar sem við vorum til dæmis, þar eru komnar yfir hundrað af þessum stöðvum frá þessu fyrirtæki,“ segir Jean-Rémi um einn risann á þeim markaði. Þá segir hann að í góðu veðri í Evrópu hafi komst bíllinn lengra á hverri hleðslu en almennt heima á Íslandi. „Það má segja að innviðirnir séu aðeins á undan,“ segir Jean-Rémi. „Það kom á óvart að það er komið mikið af hraðhleðslustöðvum og það er oft mjög mikið af stöðvum á hverjum stað þannig maður lendir ekki í að koma á stað og það er bara ein stöð og hún er upptekin. Það er dálítið leiðinlegt, þá þarf maður oft að bíða lengi.“ Þau hafi talið allt upp í tuttugu hleðslustöðvar á sama stað. „Það sem var ekki eins gott er að ég var að vona að við gætum hlaðið meira á gististöðunum þar sem við vorum að gista,“ bætir hann við, en þrátt fyrir að sumir gististaðanna hafi sagst á bókunarsíðum hafa upp á að bjóða aðstöðu til að hlaða rafbíl hafi það ekki alltaf verið raunin. Rafmagnið hafi hins vegar verið nokkuð dýrara á meginlandinu heldur en á Íslandi. Ferðalög Bílar Samgöngur Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
„Þau sem að eiga rafmagnsbíl þekkja það yfirleitt að þýðir ekkert að fara í ferðalag og bara keyra og bíða þangað til það eru fimm prósent eftir af rafhlöðunni til að velta fyrir sér hvar á að hlaða. Maður þarf að vera alltaf svolítið undirbúinn,“ segir Jean-Rémi. Hjónin lögðu af stað með Norrænu frá Seyðisfirði og héldu þaðan til Danmerkur. Þaðan óku þau sem leið lá um Þýskaland, Frakkland, Spán, Belgíu og Holland, og síðan til baka aftur í gegnum Þýskaland og Danmörku. Jean-Rémi lýsti ferðalaginu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, en hann segir ferðalagið hafa gengið vandræðalaust fyrir sig og telur innviðina á meiginlandinu til að ferðast um á rafmagnsbíl þónokkuð betri en á Íslandi. Drægnin meiri í góða veðrinu Þetta var í fyrsta skiptið sem þau hjón fóru í svo langt ferðalag erlendis á rafmagnsbílnum. Hann segir hafa skipt sköpum að hafa kynnt sér vel hvaða fyrirtæki bjóði upp á hraðhleðslustöðvar á meginlandinu og gætti þess að vera meðvitaður um hleðslustöðvar á leiðinni. „Það er orðið frekar þétt net af þessum stöðvum. Eins og í Frakklandi þar sem við vorum til dæmis, þar eru komnar yfir hundrað af þessum stöðvum frá þessu fyrirtæki,“ segir Jean-Rémi um einn risann á þeim markaði. Þá segir hann að í góðu veðri í Evrópu hafi komst bíllinn lengra á hverri hleðslu en almennt heima á Íslandi. „Það má segja að innviðirnir séu aðeins á undan,“ segir Jean-Rémi. „Það kom á óvart að það er komið mikið af hraðhleðslustöðvum og það er oft mjög mikið af stöðvum á hverjum stað þannig maður lendir ekki í að koma á stað og það er bara ein stöð og hún er upptekin. Það er dálítið leiðinlegt, þá þarf maður oft að bíða lengi.“ Þau hafi talið allt upp í tuttugu hleðslustöðvar á sama stað. „Það sem var ekki eins gott er að ég var að vona að við gætum hlaðið meira á gististöðunum þar sem við vorum að gista,“ bætir hann við, en þrátt fyrir að sumir gististaðanna hafi sagst á bókunarsíðum hafa upp á að bjóða aðstöðu til að hlaða rafbíl hafi það ekki alltaf verið raunin. Rafmagnið hafi hins vegar verið nokkuð dýrara á meginlandinu heldur en á Íslandi.
Ferðalög Bílar Samgöngur Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira