Þurfti að hætta í fótbolta vegna fötlunar sinnar Valur Páll Eiríksson skrifar 31. ágúst 2024 10:24 Ingeborg Eide Garðarsdóttir er sú eina sem keppir fyrir hönd Íslands í frjálsum íþróttum á Paralympics. Mynd/Laurent Bagnis Ingeborg Eide Garðarsdóttir keppir síðar í dag fyrir hönd Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í fyrsta sinn. Hún neyddist til að hætta í fótbolta á unga aldri vegna fötlunar sinnar en fann sína fjöl í frjálsum íþróttum. Ingeborg glímir við CP helftarhömlun sem lýsir sér í lömun í hægri hendi og fæti. Hún lék fótbolta með Haukum sem stelpa en eftir því sem leið á kom í ljós að hún þurfti að gefa það upp á bátinn. „Það fóru að vera hamlanir þar út af minni fötlun. Þar fóru þjálfararnir svolítið að setja mig meira og meira á bekkinn og mamma rakst á auglýsingu þar sem verið að auglýsa frjálsar,“ segir Ingeborg í Sportpakkanum á Stöð 2. Frjálsu íþróttirnar tóku við og reyndi hún við sig í hinum ýmsu greinum áður en kúluvarpið tók yfir. „Það er svolítið mikið það sem ég geri. Ég geri voða lítið annað en að æfa, hvíla fyrir íþróttina og allt sem fylgir því,“ „Ég ákvað um áramótin að einbeita mér alveg að íþróttinni. Ég hætti vinnu og fór að vinna við þetta. Það er hluti af því sem er að skila mér þessum árangri núna,“ segir Ingeborg. Ingeborg keppir í flokki F37 hreyfihamlaðra seinni partinn í dag og kemur á mikilli siglingu inn á leikana. Hún sló til að mynda eigið Íslandsmet á alþjóðlegu móti í apríl. „Ég er mjög spennt og þakklát fyrir að fá að keppa fyrir hönd Íslands,“ segir Ingeborg. En hver eru markmiðin? „Fyrst og fremst að hafa gaman og gera mitt allra besta. Allt annað er eiginlega svolítill plús.“ Ingeborg keppir í kúluvarpi á Ólympíumóti fatlaðra í París seinni partinn. Áætlað er að hún taki fyrsta kast um klukkan 17:15. Ólympíumót fatlaðra Frjálsar íþróttir Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Ingeborg glímir við CP helftarhömlun sem lýsir sér í lömun í hægri hendi og fæti. Hún lék fótbolta með Haukum sem stelpa en eftir því sem leið á kom í ljós að hún þurfti að gefa það upp á bátinn. „Það fóru að vera hamlanir þar út af minni fötlun. Þar fóru þjálfararnir svolítið að setja mig meira og meira á bekkinn og mamma rakst á auglýsingu þar sem verið að auglýsa frjálsar,“ segir Ingeborg í Sportpakkanum á Stöð 2. Frjálsu íþróttirnar tóku við og reyndi hún við sig í hinum ýmsu greinum áður en kúluvarpið tók yfir. „Það er svolítið mikið það sem ég geri. Ég geri voða lítið annað en að æfa, hvíla fyrir íþróttina og allt sem fylgir því,“ „Ég ákvað um áramótin að einbeita mér alveg að íþróttinni. Ég hætti vinnu og fór að vinna við þetta. Það er hluti af því sem er að skila mér þessum árangri núna,“ segir Ingeborg. Ingeborg keppir í flokki F37 hreyfihamlaðra seinni partinn í dag og kemur á mikilli siglingu inn á leikana. Hún sló til að mynda eigið Íslandsmet á alþjóðlegu móti í apríl. „Ég er mjög spennt og þakklát fyrir að fá að keppa fyrir hönd Íslands,“ segir Ingeborg. En hver eru markmiðin? „Fyrst og fremst að hafa gaman og gera mitt allra besta. Allt annað er eiginlega svolítill plús.“ Ingeborg keppir í kúluvarpi á Ólympíumóti fatlaðra í París seinni partinn. Áætlað er að hún taki fyrsta kast um klukkan 17:15.
Ólympíumót fatlaðra Frjálsar íþróttir Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn