Trump ætlar að kjósa gegn rétti til þungunarrofs Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2024 23:13 Aðgerðarsinnar sem berjast gegn þungunarrofi voru ekki par sáttir þegar Trump virtist gefa í skyn að hann ætlaði að greiða atkvæði með tillögu um að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í Flórída. Hann hefur nú tekið af allan vafa um það. AP/Charlie Neibergall Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, segist ætla að greiða atkvæði gegn breytingu á stjórnarskrá Flórída sem tryggði konum rétt til þungunarrofs. Nýleg lög þar leggja bann við þungunarrofi áður en margar konur vita að þær eigi von á sér. Repúblikanar í Flórída samþykkti ein ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum eftir að hæstiréttur landsins afnam rétt kvenna til þess fyrir tveimur árum. Þungunarrof þar er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu. Trump skipaði þrjá af sex hæstaréttardómurum sem kusu með því að afnema réttinn og hefur hreykt sér af því. Kjósendur í Flórída greiða atkvæði um breytingartillögu við stjórnarskrá ríkisins sem lögfesti rétt kvenna til þungunarrofs og felldi bannið úr gildi samhliða forseta- og þingkosningunum í nóvember. Afstaða Trump, sem er búsettur í Flórída, til tillögunnar var nokkuð óljós eftir að hann virtist gefa til kynna að hann ætlaði að greiða atkvæði með henni í gær. Það reitti stuðningsmenn hans úr röðum harðra andstæðinga þungunarrofs til reiði. Í viðtali við Fox-fréttastöðina í dag að sagði Trump að hann teldi sex vikna bannið í Flórída ganga of langt. Á móti nefndi hann að hann teldi demókrata of ofstækisfulla og fór enn með lygar um að þeir vildu leyfa „þungunarrof“ jafnvel eftir að barn er komið í heiminn. „Af þeirri ástæðu ætla ég að greiða atkvæði á móti,“ sagði Trump. Valið skýrt Í yfirlýsingu sem Kamala Harris, forsetaefni demókrata, sendi frá sér sagði hún að Trump hefði gert afstöðu sína til þungunarrofs morgunljósa og að hann ætlaði sér að styðja öfgafull boð og bönn. Næst ætluðu hann og repúblikanar að þrengja að aðgangi að getnaðarvörnum og frjósemismeðferðum. Valið í kosningunum væri skýrt. „Ég treysti konum til þess að taka sínar eigin ákvarðanir um heilsu sína og ég tel að ríkisvaldið ætti aldrei að koma upp á milli konu og læknis hennar,“ sagði Harris. Donald Trump Þungunarrof Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Sjá meira
Repúblikanar í Flórída samþykkti ein ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum eftir að hæstiréttur landsins afnam rétt kvenna til þess fyrir tveimur árum. Þungunarrof þar er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu. Trump skipaði þrjá af sex hæstaréttardómurum sem kusu með því að afnema réttinn og hefur hreykt sér af því. Kjósendur í Flórída greiða atkvæði um breytingartillögu við stjórnarskrá ríkisins sem lögfesti rétt kvenna til þungunarrofs og felldi bannið úr gildi samhliða forseta- og þingkosningunum í nóvember. Afstaða Trump, sem er búsettur í Flórída, til tillögunnar var nokkuð óljós eftir að hann virtist gefa til kynna að hann ætlaði að greiða atkvæði með henni í gær. Það reitti stuðningsmenn hans úr röðum harðra andstæðinga þungunarrofs til reiði. Í viðtali við Fox-fréttastöðina í dag að sagði Trump að hann teldi sex vikna bannið í Flórída ganga of langt. Á móti nefndi hann að hann teldi demókrata of ofstækisfulla og fór enn með lygar um að þeir vildu leyfa „þungunarrof“ jafnvel eftir að barn er komið í heiminn. „Af þeirri ástæðu ætla ég að greiða atkvæði á móti,“ sagði Trump. Valið skýrt Í yfirlýsingu sem Kamala Harris, forsetaefni demókrata, sendi frá sér sagði hún að Trump hefði gert afstöðu sína til þungunarrofs morgunljósa og að hann ætlaði sér að styðja öfgafull boð og bönn. Næst ætluðu hann og repúblikanar að þrengja að aðgangi að getnaðarvörnum og frjósemismeðferðum. Valið í kosningunum væri skýrt. „Ég treysti konum til þess að taka sínar eigin ákvarðanir um heilsu sína og ég tel að ríkisvaldið ætti aldrei að koma upp á milli konu og læknis hennar,“ sagði Harris.
Donald Trump Þungunarrof Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Sjá meira