„Þetta er næsta skref“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. ágúst 2024 20:43 John Andrews, þjálfari Víkings, tók fullt af jákvæðum hlutum út úr 4-0 tapi sinna kvenna gegn Breiðablik. Vísir/Diego „Ég verð að segja að ég sé stoltur. Þetta var erfiður leikur síðasta sunnudag, við komumst aldrei nálægt þeim þá og höfðum engin áhrif á leikinn. Mér fannst við mun nær þeim í öllum aðgerðum í kvöld,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings, þegar hann var búinn að fara yfir málin inni í búningsherbergi eftir 4-0 tap gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Þetta er í annað sinn í vikunni se liðin mætast og niðurstaðan sú sama í bæði skipti. Víkingar voru undir nær allan leikinn í kvöld en héldu áfram að sækja og reyna uppspil sem Breiðablik virtist löngu búið að lesa. „Það er bara karakterinn í okkar liði að reyna alltaf að skora. Við skildum eftir opnanir baka til en ég er ótrúlega stoltur af stelpunum. Tvær fjórtán ára [Anika Jóna Jónsdóttir og Arna Ísold Stefánsdóttir] líka sem koma inn á og standa sig með prýði, frábært að geta gefið þeim mínútur í Bestu deildinni.“ Næsta skrefið John hélt áfram að tala um hvað hann væri stoltur af liðinu fyrir að halda sig við leikplanið og reyna að sækja. „Við hvetjum leikmenn til að spila boltanum. Við gáfum mörk með tveimur slökum sendingum, en leikmennirnir sem gáfu þessar sendingar sýndu líka frábæran varnarleik. Við erum alltaf að tala um að taka næsta skref og svo framvegis. Þetta er næsta skref, að læra að spila í vindinum, taka réttar ákvarðanir, hægja á leiknum. Við hefðum vel getað sloppið inn í hálfleik einu marki undir og sett pressu í seinni hálfleik með vindinn í bakið. Það eru bara smáatriði sem við þurfum að bæta og ungu leikmennirnir skilja það, þess vegna er ég svo stoltur af þeim. Þær kvarta aldrei eða kveina og keyra bara áfram af fullum krafti.“ Fjórir leikir framundan Fjórir leikir eru framundan og engar líkur á titli en tækifæri fyrir liðið að láta reyna enn betur á leikplanið. Hvaða markmið hefur þjálfarinn sett fyrir lokahnykkinn? „Frábær spurning. Við vitum að við sækjum alltaf einhver stig og gætum jafnvel skotið stóru stelpunum skelk í bringu. Reyna bara að ná sem mestu út úr þessum leikjum, prófa nýja hluti og gefa leikmönnum góðan endi á tímabilinu svo þær geti gengið stoltar frá með bros á vör,“ sagði John að lokum. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Þetta er í annað sinn í vikunni se liðin mætast og niðurstaðan sú sama í bæði skipti. Víkingar voru undir nær allan leikinn í kvöld en héldu áfram að sækja og reyna uppspil sem Breiðablik virtist löngu búið að lesa. „Það er bara karakterinn í okkar liði að reyna alltaf að skora. Við skildum eftir opnanir baka til en ég er ótrúlega stoltur af stelpunum. Tvær fjórtán ára [Anika Jóna Jónsdóttir og Arna Ísold Stefánsdóttir] líka sem koma inn á og standa sig með prýði, frábært að geta gefið þeim mínútur í Bestu deildinni.“ Næsta skrefið John hélt áfram að tala um hvað hann væri stoltur af liðinu fyrir að halda sig við leikplanið og reyna að sækja. „Við hvetjum leikmenn til að spila boltanum. Við gáfum mörk með tveimur slökum sendingum, en leikmennirnir sem gáfu þessar sendingar sýndu líka frábæran varnarleik. Við erum alltaf að tala um að taka næsta skref og svo framvegis. Þetta er næsta skref, að læra að spila í vindinum, taka réttar ákvarðanir, hægja á leiknum. Við hefðum vel getað sloppið inn í hálfleik einu marki undir og sett pressu í seinni hálfleik með vindinn í bakið. Það eru bara smáatriði sem við þurfum að bæta og ungu leikmennirnir skilja það, þess vegna er ég svo stoltur af þeim. Þær kvarta aldrei eða kveina og keyra bara áfram af fullum krafti.“ Fjórir leikir framundan Fjórir leikir eru framundan og engar líkur á titli en tækifæri fyrir liðið að láta reyna enn betur á leikplanið. Hvaða markmið hefur þjálfarinn sett fyrir lokahnykkinn? „Frábær spurning. Við vitum að við sækjum alltaf einhver stig og gætum jafnvel skotið stóru stelpunum skelk í bringu. Reyna bara að ná sem mestu út úr þessum leikjum, prófa nýja hluti og gefa leikmönnum góðan endi á tímabilinu svo þær geti gengið stoltar frá með bros á vör,“ sagði John að lokum.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira