Hefja gagngerar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 15:31 Skúli Helgason formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir að ljóssúlan muni eftir framkvæmdir verða þéttari og skína skærar. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir við gagngerar endurbætur á Friðarsúlu í Viðey eru hafnar. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir í samtali við fréttastofu að Friðarsúlan sé þörf áminning um friðarboðskap, sérstaklega vegna þróun heimsmála undanfarin ár. „Við höfum ákveðið að ráðast í gagngerar endurbætur á friðarsúlunni í Viðey. Og verkefnið er í meginatriðum tvíþætt, annars vegar að gera upp tæknibúnaðinn, sérstaklega ljósin, sem Friðarsúlan snýst um og síðan lagfæra þennan grunn, eða óskabrunn sem svo heitir sem ljóssúlan rís upp úr sem er einmitt byggður úr þrennskonar íslensku grjóti.“ Breytingar verða einnig á ljóssúlunni sjálfri. „Það sem mun birtast borgarbúum, landsmönnum öllum og ferðamönnum er að friðarsúlan mun lýsa ennþá bjartar og þéttar heldur en áður þannig að þetta verður ennþá glæsilegra kennileiti í borginni og það sem kannski skiptir mestu máli, ennþá áhrifameiri áminning um þann friðarboðskap sem verið snýst um. Og það er ekki vanþörf á í heiminum eins og hann er í dag.“ Framvæmdir metnar á 33 milljónir króna Yfirhalningin og framkvæmdirnar munu kosta, samkvæmt kostnaðaráætlun um 33 milljónir króna. Skúli var spurður hvort hann óttaðist ekki að einhverjir teldu þetta bruðl, þrátt fyrir að um fallegt listaverk væri að ræða. „Það kæmi mér á óvart, því þetta er ekki ógnardýrt verkefni, þetta eru endurbætur sem munu kosta í kringum 33 milljónir og við erum mjög ánægð með að það eru sömu aðilar sem fjármagna og stóðu að gerð Friðarsúlunnar á sínum tíma, það er að segja Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og síðan Yoko Ono sjálf, eða sjóður á hennar vegum. Þessir þrír aðilar skipta með sér þessum kostnaði og það sem er líka ánægjulegt við það að vera að skipta um ljósabúnaðinn er að orkuþörfin verður minni, viðhaldið verður auðveldara þannig að rekstrarkostnaðurinn á verkinu mun minnka frá því sem núna er, sem er auðvitað ánægjulegt.“ Friðarsúlan í Viðey Reykjavík Viðey Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar aflýst annað árið í röð Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey, mánudaginn 9. október, hefur verið aflýst vegna veðurs. Sama viðburði var einnig frestað í fyrra vegna veðurs. 9. október 2023 11:17 Aflýsa viðburði við tendrun Friðarsúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Friðarsúlan mun loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna“ Ákvörðun hefur verið tekin um að Friðarsúlan i Viðey muni loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna í heiminum“. 21. desember 2020 11:32 Friðarsúlan var tendruð í Viðey Friðarsúlan í Viðey, listaverk Yoko Ono, verður tendruð í 14. sinn á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon sem hefði orðið áttræður í dag. 9. október 2020 20:15 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira
„Við höfum ákveðið að ráðast í gagngerar endurbætur á friðarsúlunni í Viðey. Og verkefnið er í meginatriðum tvíþætt, annars vegar að gera upp tæknibúnaðinn, sérstaklega ljósin, sem Friðarsúlan snýst um og síðan lagfæra þennan grunn, eða óskabrunn sem svo heitir sem ljóssúlan rís upp úr sem er einmitt byggður úr þrennskonar íslensku grjóti.“ Breytingar verða einnig á ljóssúlunni sjálfri. „Það sem mun birtast borgarbúum, landsmönnum öllum og ferðamönnum er að friðarsúlan mun lýsa ennþá bjartar og þéttar heldur en áður þannig að þetta verður ennþá glæsilegra kennileiti í borginni og það sem kannski skiptir mestu máli, ennþá áhrifameiri áminning um þann friðarboðskap sem verið snýst um. Og það er ekki vanþörf á í heiminum eins og hann er í dag.“ Framvæmdir metnar á 33 milljónir króna Yfirhalningin og framkvæmdirnar munu kosta, samkvæmt kostnaðaráætlun um 33 milljónir króna. Skúli var spurður hvort hann óttaðist ekki að einhverjir teldu þetta bruðl, þrátt fyrir að um fallegt listaverk væri að ræða. „Það kæmi mér á óvart, því þetta er ekki ógnardýrt verkefni, þetta eru endurbætur sem munu kosta í kringum 33 milljónir og við erum mjög ánægð með að það eru sömu aðilar sem fjármagna og stóðu að gerð Friðarsúlunnar á sínum tíma, það er að segja Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og síðan Yoko Ono sjálf, eða sjóður á hennar vegum. Þessir þrír aðilar skipta með sér þessum kostnaði og það sem er líka ánægjulegt við það að vera að skipta um ljósabúnaðinn er að orkuþörfin verður minni, viðhaldið verður auðveldara þannig að rekstrarkostnaðurinn á verkinu mun minnka frá því sem núna er, sem er auðvitað ánægjulegt.“
Friðarsúlan í Viðey Reykjavík Viðey Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar aflýst annað árið í röð Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey, mánudaginn 9. október, hefur verið aflýst vegna veðurs. Sama viðburði var einnig frestað í fyrra vegna veðurs. 9. október 2023 11:17 Aflýsa viðburði við tendrun Friðarsúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Friðarsúlan mun loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna“ Ákvörðun hefur verið tekin um að Friðarsúlan i Viðey muni loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna í heiminum“. 21. desember 2020 11:32 Friðarsúlan var tendruð í Viðey Friðarsúlan í Viðey, listaverk Yoko Ono, verður tendruð í 14. sinn á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon sem hefði orðið áttræður í dag. 9. október 2020 20:15 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira
Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar aflýst annað árið í röð Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey, mánudaginn 9. október, hefur verið aflýst vegna veðurs. Sama viðburði var einnig frestað í fyrra vegna veðurs. 9. október 2023 11:17
Aflýsa viðburði við tendrun Friðarsúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57
Friðarsúlan mun loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna“ Ákvörðun hefur verið tekin um að Friðarsúlan i Viðey muni loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna í heiminum“. 21. desember 2020 11:32
Friðarsúlan var tendruð í Viðey Friðarsúlan í Viðey, listaverk Yoko Ono, verður tendruð í 14. sinn á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon sem hefði orðið áttræður í dag. 9. október 2020 20:15