Emilía Kiær markahæst með meira en mark í leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 15:00 Íslenska landsliðskonan Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var valin besta kona vallarins. @fcnordsjaelland Íslenska landsliðskonan Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var áfram á skotskónum í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Emilía Kiær skoraði tvívegis í 3-2 sigri Nordsjælland á Bröndby og Nordsjælland valdi hana bestu konu vallarins eftir leikinn. Nordsjælland er ríkjandi danskur meistari og Emilía varð markadrottning á síðustu leiktíð. Það hefur lítið breyst á toppnum á báðum vígstöðum. Eftir fjórar umferðir þá er Nordsjælland með fullt hús á toppi deildarinnar og Emilía markahæst með fimm mörk. Emilía skoraði bæði mörkin sína á fyrstu átta mínútum leiksins og kom liði sínu því í 2-0 í upphafi leiks. Nordsjælland og Bröndby og börðust um danska titilinn í fyrra en eftir þennan leik er Nordsjælland þegar búið að ná átta stiga forskoti á Bröndby. Í öðru sæti er Fortuna Hjörring sem hefur unnið alla þrjá leiki sína en á leik inni. Mesta samkeppnin um markakóngstitilinn kemur kannski frá liðsfélaga hennar í Nordsjælland. Alma Aagaard skoraði eitt mark í gær og er með fjögur mörk eða einu minna en okkar kona. Þær eru ekki gamlar. Alma aðeins átján ára og Emilía nítján ára. Saman hafa þær skorað níu af ellefu deildarmörkum liðsins á leiktíðinni. Emilía hefur sjálf skorað fleiri mörk en sex af átta liðum dönsku deildarinnar og þar á meðal er Bröndby sem er aðeins með þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjunum. View this post on Instagram A post shared by FC Nordsjælland 🐯 (@fcnordsjaelland) Danski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Emilía Kiær skoraði tvívegis í 3-2 sigri Nordsjælland á Bröndby og Nordsjælland valdi hana bestu konu vallarins eftir leikinn. Nordsjælland er ríkjandi danskur meistari og Emilía varð markadrottning á síðustu leiktíð. Það hefur lítið breyst á toppnum á báðum vígstöðum. Eftir fjórar umferðir þá er Nordsjælland með fullt hús á toppi deildarinnar og Emilía markahæst með fimm mörk. Emilía skoraði bæði mörkin sína á fyrstu átta mínútum leiksins og kom liði sínu því í 2-0 í upphafi leiks. Nordsjælland og Bröndby og börðust um danska titilinn í fyrra en eftir þennan leik er Nordsjælland þegar búið að ná átta stiga forskoti á Bröndby. Í öðru sæti er Fortuna Hjörring sem hefur unnið alla þrjá leiki sína en á leik inni. Mesta samkeppnin um markakóngstitilinn kemur kannski frá liðsfélaga hennar í Nordsjælland. Alma Aagaard skoraði eitt mark í gær og er með fjögur mörk eða einu minna en okkar kona. Þær eru ekki gamlar. Alma aðeins átján ára og Emilía nítján ára. Saman hafa þær skorað níu af ellefu deildarmörkum liðsins á leiktíðinni. Emilía hefur sjálf skorað fleiri mörk en sex af átta liðum dönsku deildarinnar og þar á meðal er Bröndby sem er aðeins með þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjunum. View this post on Instagram A post shared by FC Nordsjælland 🐯 (@fcnordsjaelland)
Danski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira