Fulltrúar Trump hrintu starfsmanni hermannagrafreits Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2024 19:29 Trump stillir upp blómsveig við minnisvarða um óþekkta hermenn í Arlington-grafreitnum í Virginíu á mánudag. Heimsóknin dróg dilk á eftir sér. AP/Alex Brandon Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump hrinti fulltrúa Bandaríkjahers þegar sá síðarnefndi brýndi fyrir honum reglur sem banna stjórnmálastarf í grafreit fallinna hermanna í vikunni. Framboðið sakaði starfsmann grafreitsins um að vera veikan á geði. Talsmaður Bandaríkjahers staðfesti í dag að starfsmanni Arlington-grafreitsins utan við Washington-borg hafi verið „hranalega ýtt til hliðar“ þegar hann brýndi fyrir starfsmönnum framboðs Trump að fylgja reglum. Uppákoman hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Hún átti sér stað þegar Trump heimsótti grafreitinn í boði fjölskyldna hermanna sem féllu í Afganistan sem styðja hann. Eftir að minningarathöfn lauk lét Trump meðal annars mynda sig brosandi og með þumalfingur á lofti með fjölskyldu eins fallins hermanns. President @realDonaldTrump visiting @ArlingtonNatl Cemetery this morning to lay wreaths with Gold Star families at the graves of our brave men & women who lost their lives 3 years ago today during the disastrous Afghanistan withdraw in 2021.Pictured with the family of Sgt.… pic.twitter.com/VKsbShGWWC— Corey R. Lewandowski (@CLewandowski_) August 26, 2024 Fljótlega greindi NPR frá því að tveir starfsmenn framboðs Trump hefðu hellt sér yfir og ýtt starfsmanni grafreitsins sem reyndi að banna þeim að taka myndir og taka upp myndefni í hluta grafreitsins þar sem hermenn sem féllu í Afganistan og Írak hvíla. Samkvæmt reglum grafreitsins verður að fá leyfi fyrir myndatökum. Alríkislög banna allt stjórnmálastarf í grafreitnum, þar á meðal framleiðsla á framboðsefni. Trump birti síðar myndefni úr grafreitnum á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýndi harðlega ákvörðun Joes Biden forseta um að draga herlið frá Afganistan. Þrettán bandarískir hermenn féllu og fleiri en 170 Afganir í sjálfsmorðssprengjuárás á Kabúlflugvelli við brottflutninginn fyrir þremur árum. Kölluðu starfsmanninn fyrirlitlegan og í geðrofi Framboð Trump þrætti fyrir að nokkur hefði stuggað við starfsmanni grafreitsins. Í yfirlýsingu sem framboðið sendi fyrst frá sér fullyrti það að starfsmaður grafreitsins hefði „augljóslega verið í geðrofi“. Leyfi fyrir myndatökunni hefði legið fyrir. Chris LaCivita, ráðgjafi framboðs Trump, bætti um betur og lýsti starfsmanni grafreitsins sem „fyrirlitlegum“ í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Hver sem þessi einstaklingur er, þá vanvirðir það karla og konur í hernum okar að dreifa þessum lygum,“ sagði hann. Talsmaður hersins rengir þetta í yfirlýsingu sem var gefin út í dag. Þar sagði að starfsmaður grafreitsins hefði komið fram af fagmennsku og forðast frekari átök. Starfsmaðurinn hefði síðan sætt ósanngjörnum árásum fulltrúa fyrrverandi foretans. Uppákoman hefði verið óheppileg en þar sem starfsmaðurinn hefði kosið að leggja ekki fram kæru vegna þess teldi herinn málinu lokið. Heimildarmaður AP-fréttastofunnar innan varnarmálaráðuneytisins fullyrti að starfsmenn Trump hefði verið varaðir við því að taka myndir í grafreitnum fyrir heimsóknina þangað. Washington Post segir að ráðuneytið hafi ekki viljað koma í veg fyrir að Trump heimsækti grafreitinn á mánudag en framboðið hefði fengið afdráttarlaus skilaboð um að lögunum um bann við að hann yrði nýttur í flokkspólitískri baráttu yrði framfylgt. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að konan sem lenti í starfsmönnum Trump hafi veigrað sér við að leggja fram kæru af ótta við að vera ofsótt af stuðningsmönnum forsetans. Annað eins hefur ítrekað gerst á undanförnum árum. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Talsmaður Bandaríkjahers staðfesti í dag að starfsmanni Arlington-grafreitsins utan við Washington-borg hafi verið „hranalega ýtt til hliðar“ þegar hann brýndi fyrir starfsmönnum framboðs Trump að fylgja reglum. Uppákoman hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Hún átti sér stað þegar Trump heimsótti grafreitinn í boði fjölskyldna hermanna sem féllu í Afganistan sem styðja hann. Eftir að minningarathöfn lauk lét Trump meðal annars mynda sig brosandi og með þumalfingur á lofti með fjölskyldu eins fallins hermanns. President @realDonaldTrump visiting @ArlingtonNatl Cemetery this morning to lay wreaths with Gold Star families at the graves of our brave men & women who lost their lives 3 years ago today during the disastrous Afghanistan withdraw in 2021.Pictured with the family of Sgt.… pic.twitter.com/VKsbShGWWC— Corey R. Lewandowski (@CLewandowski_) August 26, 2024 Fljótlega greindi NPR frá því að tveir starfsmenn framboðs Trump hefðu hellt sér yfir og ýtt starfsmanni grafreitsins sem reyndi að banna þeim að taka myndir og taka upp myndefni í hluta grafreitsins þar sem hermenn sem féllu í Afganistan og Írak hvíla. Samkvæmt reglum grafreitsins verður að fá leyfi fyrir myndatökum. Alríkislög banna allt stjórnmálastarf í grafreitnum, þar á meðal framleiðsla á framboðsefni. Trump birti síðar myndefni úr grafreitnum á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýndi harðlega ákvörðun Joes Biden forseta um að draga herlið frá Afganistan. Þrettán bandarískir hermenn féllu og fleiri en 170 Afganir í sjálfsmorðssprengjuárás á Kabúlflugvelli við brottflutninginn fyrir þremur árum. Kölluðu starfsmanninn fyrirlitlegan og í geðrofi Framboð Trump þrætti fyrir að nokkur hefði stuggað við starfsmanni grafreitsins. Í yfirlýsingu sem framboðið sendi fyrst frá sér fullyrti það að starfsmaður grafreitsins hefði „augljóslega verið í geðrofi“. Leyfi fyrir myndatökunni hefði legið fyrir. Chris LaCivita, ráðgjafi framboðs Trump, bætti um betur og lýsti starfsmanni grafreitsins sem „fyrirlitlegum“ í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Hver sem þessi einstaklingur er, þá vanvirðir það karla og konur í hernum okar að dreifa þessum lygum,“ sagði hann. Talsmaður hersins rengir þetta í yfirlýsingu sem var gefin út í dag. Þar sagði að starfsmaður grafreitsins hefði komið fram af fagmennsku og forðast frekari átök. Starfsmaðurinn hefði síðan sætt ósanngjörnum árásum fulltrúa fyrrverandi foretans. Uppákoman hefði verið óheppileg en þar sem starfsmaðurinn hefði kosið að leggja ekki fram kæru vegna þess teldi herinn málinu lokið. Heimildarmaður AP-fréttastofunnar innan varnarmálaráðuneytisins fullyrti að starfsmenn Trump hefði verið varaðir við því að taka myndir í grafreitnum fyrir heimsóknina þangað. Washington Post segir að ráðuneytið hafi ekki viljað koma í veg fyrir að Trump heimsækti grafreitinn á mánudag en framboðið hefði fengið afdráttarlaus skilaboð um að lögunum um bann við að hann yrði nýttur í flokkspólitískri baráttu yrði framfylgt. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að konan sem lenti í starfsmönnum Trump hafi veigrað sér við að leggja fram kæru af ótta við að vera ofsótt af stuðningsmönnum forsetans. Annað eins hefur ítrekað gerst á undanförnum árum.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira