Fjörutíu blaðamönnum boðið en enginn mætti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2024 15:12 Færri mættu á blaðamannafund Gauta en hann bjóst við. Emmsjé Gauti hyggst snúa aftur heim í Breiðholt með árlega jólatónleika sína Julevenner. Tónleikarnir munu fara fram í glænýju ÍR heimili í ár og flytjast því frá Háskólabíó þar sem þeir hafa farið fram undanfarin ár. Tónlistarmaðurinn hélt blaðamannafund af þessu tilefni þar sem mæting var dræmari en hann átti von á. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá tónlistarmanninum. Gauti hefur undanfarin ár slegið í gegn ár hvert með fjölbreyttum hópi listamanna sem kemur fram með honum á jólatónleikum. Í tilkynningu frá Gauta segir að hann hafi boðað til blaðamannafundar í ÍR heimilinu í dag. „Á fundinn voru um 40 blaðamenn boðaðir en einungis tveir áhugamenn um blaðamennsku mættu á svæðið. Aðalefni fundarins var breyting á jólaskipulagi í Reykjavík. Emmsjé ehf. hefur ákveðið að endurskoða og umbreyta hinni vinsælu jólasýningu Julevenner, sem hefur verið fastur liður í jólahaldinu undanfarin ár. Sýningin, sem hefur verið haldin í Háskólabíó síðastliðin sjö ár, verður nú flutt í ÍR heimilið í Seljahverfi, Breiðholti, þar sem Gauti ólst upp.“ Hugmyndin kom eftir Kviss Segir að ákvörðunin sé hluti af nýrri stefnu Emmsjé ehf. um að færa jólin nær rótum sínum og skapa nýjan vettvang fyrir þessa ástsælu sýningu. Gauti segir að hugmyndin hafi kviknað eftir að hann tók þátt í spurningaþáttunum Kviss á Stöð 2 fyrir hönd Breiðholtsins. „ÍR heimilið býður upp á stærri, flottari og gíraðari sýningu sem hentar okkur vel því sýningin gerir ekkert annað en að verða ruglaðari með hverju ári sem líður. Við áttuðum okkur líka á því að með því að færa okkur í Breiðholtið erum við komnir miklu nær flestum hverfum höfuðborgarsvæðisins,“ segir Gauti. Tónleikarnir fara fram þann 21. desember. Meðal gesta Gauta að þessu sinni verða listamenn á borð við Úlfur Úlfur, GDRN, Patrik, Steinda Jr. og Birgittu Haukdal. Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Reykjavík ÍR Tengdar fréttir ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu ÍR-ingar leggja nú lokahönd á nýtt íþróttahús í Breiðholtinu en íþróttasvæði ÍR-inga er að verða eitt það glæsilegasta á landinu. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá tónlistarmanninum. Gauti hefur undanfarin ár slegið í gegn ár hvert með fjölbreyttum hópi listamanna sem kemur fram með honum á jólatónleikum. Í tilkynningu frá Gauta segir að hann hafi boðað til blaðamannafundar í ÍR heimilinu í dag. „Á fundinn voru um 40 blaðamenn boðaðir en einungis tveir áhugamenn um blaðamennsku mættu á svæðið. Aðalefni fundarins var breyting á jólaskipulagi í Reykjavík. Emmsjé ehf. hefur ákveðið að endurskoða og umbreyta hinni vinsælu jólasýningu Julevenner, sem hefur verið fastur liður í jólahaldinu undanfarin ár. Sýningin, sem hefur verið haldin í Háskólabíó síðastliðin sjö ár, verður nú flutt í ÍR heimilið í Seljahverfi, Breiðholti, þar sem Gauti ólst upp.“ Hugmyndin kom eftir Kviss Segir að ákvörðunin sé hluti af nýrri stefnu Emmsjé ehf. um að færa jólin nær rótum sínum og skapa nýjan vettvang fyrir þessa ástsælu sýningu. Gauti segir að hugmyndin hafi kviknað eftir að hann tók þátt í spurningaþáttunum Kviss á Stöð 2 fyrir hönd Breiðholtsins. „ÍR heimilið býður upp á stærri, flottari og gíraðari sýningu sem hentar okkur vel því sýningin gerir ekkert annað en að verða ruglaðari með hverju ári sem líður. Við áttuðum okkur líka á því að með því að færa okkur í Breiðholtið erum við komnir miklu nær flestum hverfum höfuðborgarsvæðisins,“ segir Gauti. Tónleikarnir fara fram þann 21. desember. Meðal gesta Gauta að þessu sinni verða listamenn á borð við Úlfur Úlfur, GDRN, Patrik, Steinda Jr. og Birgittu Haukdal.
Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Reykjavík ÍR Tengdar fréttir ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu ÍR-ingar leggja nú lokahönd á nýtt íþróttahús í Breiðholtinu en íþróttasvæði ÍR-inga er að verða eitt það glæsilegasta á landinu. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu ÍR-ingar leggja nú lokahönd á nýtt íþróttahús í Breiðholtinu en íþróttasvæði ÍR-inga er að verða eitt það glæsilegasta á landinu. 12. júní 2022 11:00