Vikið úr stjórn fjallaleiðsögumanna eftir slysið Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2024 12:52 Ís hrundi úr vegg vatnsrásar í Breiðamerkurjökli þar sem ferðaþjónustufyrirtæki var með 23 manna hóp ferðamanna á sunnudag. Einn lést og annar slasaðist. Vísir/Vilhelm Öðrum eiganda fyrirtækisins sem var með hópinn sem lenti í mannskæðu slysi á Breiðamerkurjökli var vikið úr stjórn Félags fjallaleiðsögumanna daginn eftir slysið. Honum var einnig vikið frá störfum sem leiðbeinandi hjá félaginu. Fyrirtækið Ice Pic Journeys skipulagði ferðina á Breiðamerkurjökul þar sem bandarískur karlmaður lést og kona hans slasaðist þegar ís hrundi ofan á þau á sunnudag. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. Hvorki fyrirtækið né eigendur þess hafa svarað fyrirspurnum um slysið. Annar eigandanna, Mike Reid, var ritari Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Í tilkynningu á vefsíðu félagsins sem var birt í gær kemur fram að ákveðið hafi verið að vísa Reid úr stjórn á fundi sem var haldinn „í ljósi atburðanna“ á mánudag. Honum hafi einnig verið vísað frá störfum sem leiðbeinandi. Upplýsingar um Reid og Ryan Newburn, eigendur Ice Pic Journeys, og starfsmenn fyrirtækisins höfðu verið fjarlægðar af vefsíðu þess í gær. Þær höfðu verið aðgengilegar svo seint sem á mánudag. Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður og talsmaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir við Vísi að stjórnin hafi ákveðið að vísa Reid úr stjórn til þess að halda sjálfstæði hennar nú þegar hún þurfi að vinna úr verkefnum eftir slysið. Reid hafi unnið af heilindum fyrir félagið og ákvörðun stjórnarinnar sé ekki áfellisdómur hennar yfir honum vegna slyssins. Hann hafi aflað sér mikillar menntunar og þekkingar á fjallaleiðsögn. „Við erum að reyna að einbeita okkur að verkefninu sem er framundan sem er að halda áfram að efla þekkingu og fagmennsku. Við sáum okkur það ekki fært þar sem hann er innvinklaður inn í þessar rannsóknir og líka í raun og veru til þess að gefa honum það rými sem hann þarf á að halda í augnablikinu til þess að leysa úr sínum málum.“ Upplýsingar um eigendur og starfsfólk fjarlægðar Slysið átti sér stað í vatnsrás eða svelg í Breiðamerkurjökli. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa markaðssett staðinn sem „Kristalbláa íshellinn“ þrátt fyrir að ekki sé um eiginlegan íshelli að ræða. Íshellar myndast af völdum leysingavatns og eru almennt ekki aðgengilegir fyrir leysingu sem lýkur síðla hausts. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki hafa engu að síður selt íshellaferðir á sumrin. Slíkar ferðir hafa verið áfram til sölu hjá ferðasölum eftir slysið. Ice Pic Journeys virðist hafa verið leiðandi í þessum sumarjökulferðum. Áður en upplýsingarnar voru fjarlægðar af heimasíðu fyrirtækisins kom þar fram að Reid hafi fundist leiðinlegt að það væru ekki íshellaferðir allan ársins hring í Vatnajökulsþjóðgarði. Hann hefði því grafið ofan í jökulinn á stað sem hafði verið valinn með tilliti til öryggis. Þannig hefði hann getað komið ferðamönnum gegnum þykkt íslagið og inn í sumaríshelli. „Sumar þýðir ekki að það séu ekki íshellar á Íslandi. Þvert á móti. Við erum eitt fárra fyrirtækja sem leitar sífellt uppi nýtilkomna hella og gerum út skoðunarferðir utan vetrartímabilsins þar sem fyllsta öryggis er gætt,“ sagði á heimasíðu Ice Pic Journeys áður en textinn var fjarlægður. Ekki náðist í Reid við vinnslu þessarar fréttar. Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Félagasamtök Vatnajökulsþjóðgarður Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Fyrirtækið Ice Pic Journeys skipulagði ferðina á Breiðamerkurjökul þar sem bandarískur karlmaður lést og kona hans slasaðist þegar ís hrundi ofan á þau á sunnudag. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. Hvorki fyrirtækið né eigendur þess hafa svarað fyrirspurnum um slysið. Annar eigandanna, Mike Reid, var ritari Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Í tilkynningu á vefsíðu félagsins sem var birt í gær kemur fram að ákveðið hafi verið að vísa Reid úr stjórn á fundi sem var haldinn „í ljósi atburðanna“ á mánudag. Honum hafi einnig verið vísað frá störfum sem leiðbeinandi. Upplýsingar um Reid og Ryan Newburn, eigendur Ice Pic Journeys, og starfsmenn fyrirtækisins höfðu verið fjarlægðar af vefsíðu þess í gær. Þær höfðu verið aðgengilegar svo seint sem á mánudag. Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður og talsmaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir við Vísi að stjórnin hafi ákveðið að vísa Reid úr stjórn til þess að halda sjálfstæði hennar nú þegar hún þurfi að vinna úr verkefnum eftir slysið. Reid hafi unnið af heilindum fyrir félagið og ákvörðun stjórnarinnar sé ekki áfellisdómur hennar yfir honum vegna slyssins. Hann hafi aflað sér mikillar menntunar og þekkingar á fjallaleiðsögn. „Við erum að reyna að einbeita okkur að verkefninu sem er framundan sem er að halda áfram að efla þekkingu og fagmennsku. Við sáum okkur það ekki fært þar sem hann er innvinklaður inn í þessar rannsóknir og líka í raun og veru til þess að gefa honum það rými sem hann þarf á að halda í augnablikinu til þess að leysa úr sínum málum.“ Upplýsingar um eigendur og starfsfólk fjarlægðar Slysið átti sér stað í vatnsrás eða svelg í Breiðamerkurjökli. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa markaðssett staðinn sem „Kristalbláa íshellinn“ þrátt fyrir að ekki sé um eiginlegan íshelli að ræða. Íshellar myndast af völdum leysingavatns og eru almennt ekki aðgengilegir fyrir leysingu sem lýkur síðla hausts. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki hafa engu að síður selt íshellaferðir á sumrin. Slíkar ferðir hafa verið áfram til sölu hjá ferðasölum eftir slysið. Ice Pic Journeys virðist hafa verið leiðandi í þessum sumarjökulferðum. Áður en upplýsingarnar voru fjarlægðar af heimasíðu fyrirtækisins kom þar fram að Reid hafi fundist leiðinlegt að það væru ekki íshellaferðir allan ársins hring í Vatnajökulsþjóðgarði. Hann hefði því grafið ofan í jökulinn á stað sem hafði verið valinn með tilliti til öryggis. Þannig hefði hann getað komið ferðamönnum gegnum þykkt íslagið og inn í sumaríshelli. „Sumar þýðir ekki að það séu ekki íshellar á Íslandi. Þvert á móti. Við erum eitt fárra fyrirtækja sem leitar sífellt uppi nýtilkomna hella og gerum út skoðunarferðir utan vetrartímabilsins þar sem fyllsta öryggis er gætt,“ sagði á heimasíðu Ice Pic Journeys áður en textinn var fjarlægður. Ekki náðist í Reid við vinnslu þessarar fréttar.
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Félagasamtök Vatnajökulsþjóðgarður Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda