Gripu í taumana og vísa mun fleiri frá landamærunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2024 12:01 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Einar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þann árangur sem náðst hefur í frávísun brotamanna frá landinu fyrst og fremst frumkvæðisathugunum lögreglu og tollvarða á Keflavíkurflugvelli að þakka. Eftirlit ýmissa þjóða á innri landamærum Schengen sé ekki merkilegt. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu en í frétt á vef þess kemur fram að frá því að Úlfar Lúðvíksson tók við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum árið 2020 hefur þeim sem vísað er frá landinu á landamærum fjölgað um 822 prósent. Úlfar segir um stefnubreytingu í landamæraeftirliti að ræða en hann segist hafa áttað sig á því að eftirlit lögreglu á innri landamærum á Keflavíkurflugvelli var ekki sem skyldi. Þeir sem lögreglan snýr við á landamærum séu flestir með tengsl við glæpahópa. Oftast sé um farþega að ræða sem koma utan Schengen svæðisins. „Sá vandræðagangur sem við höfum upplifað inni í landinu yfir mjög langt árabil stafar meðal annars af litlu eftirliti á innri landamærum á flugvellinum.“ Vaxandi vandi Hann segir tölurnar sýna að þrátt fyrir að hér sé ekki reglubundið eftirlit á innri landamærum Schengen svæðisins þá sé vel hægt að halda óæskilegum mönnum frá landinu með eftirliti á flugvellinum. „Okkur ber til að mynda engin skylda til að taka við glæpamönnum frá Danmörku eða Svíþjóð og við sjáum það á umræðu síðustu daga að innri landamæri á milli þessara tveggja ríkja eru mjög í fréttum og Danir og Svíar velta fyrir sér úrræðum á innri landamærum.“ Eftirlit þjóða á innri landamærum Schengen ómerkilegt Árangurinn hér náist að mestu vegna frumkvæðisvinnu lögreglu og tollvarða á flugvellinum en einnig sé rýnt í gögn úr íslenska lögreglukerfinu. Þar segir Úlfar góðar upplýsingar um brotamenn. „Þessi mál verða fæst til með leit í eftirlitskerfi Schengen. Það er nú einu sinni þannig að eftirlit þjóða á innri landamærum Schengen er ekki merkilegt, þar liggur hundurinn grafinn. Þannig að þessir einstaklingar sem koma til Íslands og við erum að frávísa á innri landamærum Schengen hafa komið inn á ytri landamæri annars staðar en á Íslandi og svo valsa þeir innan girðinga.“ Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Lögreglan Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu en í frétt á vef þess kemur fram að frá því að Úlfar Lúðvíksson tók við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum árið 2020 hefur þeim sem vísað er frá landinu á landamærum fjölgað um 822 prósent. Úlfar segir um stefnubreytingu í landamæraeftirliti að ræða en hann segist hafa áttað sig á því að eftirlit lögreglu á innri landamærum á Keflavíkurflugvelli var ekki sem skyldi. Þeir sem lögreglan snýr við á landamærum séu flestir með tengsl við glæpahópa. Oftast sé um farþega að ræða sem koma utan Schengen svæðisins. „Sá vandræðagangur sem við höfum upplifað inni í landinu yfir mjög langt árabil stafar meðal annars af litlu eftirliti á innri landamærum á flugvellinum.“ Vaxandi vandi Hann segir tölurnar sýna að þrátt fyrir að hér sé ekki reglubundið eftirlit á innri landamærum Schengen svæðisins þá sé vel hægt að halda óæskilegum mönnum frá landinu með eftirliti á flugvellinum. „Okkur ber til að mynda engin skylda til að taka við glæpamönnum frá Danmörku eða Svíþjóð og við sjáum það á umræðu síðustu daga að innri landamæri á milli þessara tveggja ríkja eru mjög í fréttum og Danir og Svíar velta fyrir sér úrræðum á innri landamærum.“ Eftirlit þjóða á innri landamærum Schengen ómerkilegt Árangurinn hér náist að mestu vegna frumkvæðisvinnu lögreglu og tollvarða á flugvellinum en einnig sé rýnt í gögn úr íslenska lögreglukerfinu. Þar segir Úlfar góðar upplýsingar um brotamenn. „Þessi mál verða fæst til með leit í eftirlitskerfi Schengen. Það er nú einu sinni þannig að eftirlit þjóða á innri landamærum Schengen er ekki merkilegt, þar liggur hundurinn grafinn. Þannig að þessir einstaklingar sem koma til Íslands og við erum að frávísa á innri landamærum Schengen hafa komið inn á ytri landamæri annars staðar en á Íslandi og svo valsa þeir innan girðinga.“
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Lögreglan Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira