Stöð 2 Sport 2
Klukkan 18.50 hefst útsending frá Prag í Tékklandi þar sem heimamenn í Slavia taka á móti Lille í umspili um sæti í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Hákon Arnar Haraldsson er leikmaður Lille og hefur verið funheitur að undanförnu.
Staðan í einvíginu er 2-0 Lille í vil.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 16.35 er viðureign Qarabag og Dinamo Zagreb í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á dagskrá. Staðan er 3-0 Zagreb í vil.
Vodafone Sport
Klukkan 16.50 hefst útsending frá leik KIF Örebro og Linköping í sænsku úrvalsdeild kvenna. Áslaug Dóra Ásbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir eru leikmenn Örebro.
Klukkan 18.50 er viðureign Slovan Bratislava og Midtjylland í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á dagskrá. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir fyrri leik liðanna í Danmörku. Elías Rafn Ólafsson er markvörður Midtjylland.
Klukkan 22.30 er leikur Washington Nationals og New York Yankees í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.