Harris og Walz veita loks viðtal Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. ágúst 2024 07:15 Harris og Walz hafa notið mikils meðbyrs og áttu góðar stundir á vel heppnuðu landsþingi Demókrata í síðustu viku. Menn hafa hins vegar varað við því að enn sé langt í land, eins og kannanir sýna. Getty/Anna Moneymaker Kamala Harris og Tim Walz, forseta- og varaforsetaefni Demókrataflokksins, hafa samþykkt að veita fyrsta sameiginlega viðtalið frá því að kosningabarátta þeirra hófst. Harris, varaforseti Bandaríkjanna, og Walz, ríkisstjórni Minnesota, hafa verið harðlega gagnrýnd af Repúblikönum fyrir að veita ekki viðtöl en umrætt viðtal verður sýnt á CNN á fimmtudag. „[Harris] er að beita þeirri kjallarataktík að hlaupa undan blaðamönnum í staðinn fyrir að standa frammi fyrir þeim og svara erfiðum spurningum um feril sinn og leyfa bandarísku þjóðinni að kynnast sér,“ sagði J.D. Vance, varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, á dögunum. Sagði hann skammarlegt að Harris hefði ekki svarað einni einustu alvöru spurningu frá blaðamanni. Bæði Vance og Donald Trump hafa veitt fjölda viðtala. Grafið sýnir fjölda kjörmanna í barátturíkjunum en Harris þarf að tryggja sér 44 og Trump 35 ef úrslit í öðrum ríkjum fara eins og menn spá. Athugið að tölurnar fyrir 2024 eru frá miðjum ágúst og hafa sveiflast lítillega. Samkvæmt New York Times, sem tekur saman allar skoðanakannanir á landsvísu, hefur Harris aukið forskot sitt á Trump um eitt prósent en hún mælist nú með 49 prósent fylgi og hann með 46 prósent. Frambjóðendurnir eru hins vegar hnífjafnir í barátturíkjunum Pennsylvaníu og Arizona. Og á meðan Harris virðist njóta tveggja prósentu forskots í Michigan og Wisconsin mælist Trump með 50 prósent fylgi í Georgíu en Harris með 46 prósent. Spennandi staða í barátturíkjunum Farið var yfir stöðu mála í þættinum Baráttan um Bandaríkin á föstudag. Þar kom meðal annars fram að ef úrslit í öðrum ríkjum falla eins og menn hafa spáð þarf Harris að tryggja sér 44 kjörmenn í barátturíkjunum sex en Trump aðeins 35. Harris þarf þannig að sigra í að minnsta kosti þremur ríkjanna en það nægir Trump að taka Pennsylvaníu og Georgíu. Hér má sjá hvernig New York Times telur úrslit munu fara í ríkjum sem gætu mögulega fallið á annan veg en síðast. Í öllum öðrum ríkjum er stuðningur við Harris eða Trump afgerandi. Fjöldi kjörmanna stendur óbreyttur í 528 og þurfa forsetaefnin að tryggja sér 270 kjörmenn til að hafa sigur og hljóta útnefninguna. Úthlutun kjörmanna hefur hins vegar breyst aðeins eftir að nýtt manntal var tekið árið 2020 og verða breytingarnar að teljast Trump í hag. Baráttan um Bandaríkin verður sýndur á Vísi með reglulegu millibili fram að kosningum 5. nóvember. Bandaríkin Baráttan um Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Harris, varaforseti Bandaríkjanna, og Walz, ríkisstjórni Minnesota, hafa verið harðlega gagnrýnd af Repúblikönum fyrir að veita ekki viðtöl en umrætt viðtal verður sýnt á CNN á fimmtudag. „[Harris] er að beita þeirri kjallarataktík að hlaupa undan blaðamönnum í staðinn fyrir að standa frammi fyrir þeim og svara erfiðum spurningum um feril sinn og leyfa bandarísku þjóðinni að kynnast sér,“ sagði J.D. Vance, varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, á dögunum. Sagði hann skammarlegt að Harris hefði ekki svarað einni einustu alvöru spurningu frá blaðamanni. Bæði Vance og Donald Trump hafa veitt fjölda viðtala. Grafið sýnir fjölda kjörmanna í barátturíkjunum en Harris þarf að tryggja sér 44 og Trump 35 ef úrslit í öðrum ríkjum fara eins og menn spá. Athugið að tölurnar fyrir 2024 eru frá miðjum ágúst og hafa sveiflast lítillega. Samkvæmt New York Times, sem tekur saman allar skoðanakannanir á landsvísu, hefur Harris aukið forskot sitt á Trump um eitt prósent en hún mælist nú með 49 prósent fylgi og hann með 46 prósent. Frambjóðendurnir eru hins vegar hnífjafnir í barátturíkjunum Pennsylvaníu og Arizona. Og á meðan Harris virðist njóta tveggja prósentu forskots í Michigan og Wisconsin mælist Trump með 50 prósent fylgi í Georgíu en Harris með 46 prósent. Spennandi staða í barátturíkjunum Farið var yfir stöðu mála í þættinum Baráttan um Bandaríkin á föstudag. Þar kom meðal annars fram að ef úrslit í öðrum ríkjum falla eins og menn hafa spáð þarf Harris að tryggja sér 44 kjörmenn í barátturíkjunum sex en Trump aðeins 35. Harris þarf þannig að sigra í að minnsta kosti þremur ríkjanna en það nægir Trump að taka Pennsylvaníu og Georgíu. Hér má sjá hvernig New York Times telur úrslit munu fara í ríkjum sem gætu mögulega fallið á annan veg en síðast. Í öllum öðrum ríkjum er stuðningur við Harris eða Trump afgerandi. Fjöldi kjörmanna stendur óbreyttur í 528 og þurfa forsetaefnin að tryggja sér 270 kjörmenn til að hafa sigur og hljóta útnefninguna. Úthlutun kjörmanna hefur hins vegar breyst aðeins eftir að nýtt manntal var tekið árið 2020 og verða breytingarnar að teljast Trump í hag. Baráttan um Bandaríkin verður sýndur á Vísi með reglulegu millibili fram að kosningum 5. nóvember.
Bandaríkin Baráttan um Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira