Rannsaka skipstjóra lystisnekkjunnar sem sökk Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2024 09:12 Kafarar flytja lík eins þeirra sem fórst með snekkjunni í land á Sikiley. AP/Alberto Lo Bianco/La Presse Ítalskir saksóknarar rannsaka nú skipstjóra lystisnekkjunnar Bayesian sem sökk undan ströndum Sikileyjar fyrr í þessum mánuði. Hann er grunaður um manndráp og að valda sjóslysi. Sjö manns fórust þegar snekkjan sökk með 22 manns um borð í vonskuveðri rétt utan við höfnina Porticello á Sikiley, þar á meðal breski tæknimógúllinn Mike Lynch og átján ára gömul dóttir hans. Lögmaður James Cutfield, nýsjálensks skipstjóra snekkjunnar, segir við Reuters-fréttastofuna að hann sé til rannsóknar og gefi skýrslu um slysið í dag. Rannsókn af þessu tagi þýðir ekki endilega að skipstjórinn verði ákærður. Saksóknarar hafa sagt að rannsókn slyssins eigi eftir að taka sinn tíma. Hún veltur einnig á því að flak snekkjunnar náist af hafsbotni á um fimmtíu metra dýpi. Ambrogio Cartosio, saksóknarinn sem fer með málið, sagði um helgina að hann teldi líklegt að lögbrot hefðu verið framin, þar á meðal manndráp. Snekkjan sökk á örfáum mínútum eftir að veðrið dundi á snemma að morgni 19. ágúst. Fimmtán manns komust lífs af, þar á meðal eins árs gömul stúlka. Tólf farþegar og tíu manna áhöfn var um borð. Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Mannskæða slysið nú rannsakað sem mögulegt manndráp Saksóknarar á Ítalíu rannsaka nú hvort að andlát sjö eftir að snekkja auðkýfingsins Mike Lynch sökk á örfáum sekúndum við Sikiley á mánudagsmorgun geti talist sem manndráp af gáleysi sökum þess að ekki var gripið til réttra aðgerða til að koma í veg fyrir slysið. 24. ágúst 2024 14:07 Búið að bera kennsl á lík auðkýfingsins Fimm líkamsleifar þeirra sex sem fórust, þegar snekkjan Bayesian sökk rétt utan við Sikiley á mánudaginn, hafa fundist og er nú búið að bera kennsl á öll líkin. Einn þeirra var breski auðkýfingurinn Mike Lynch en snekkjan var í eigu hans. 22. ágúst 2024 16:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Sjö manns fórust þegar snekkjan sökk með 22 manns um borð í vonskuveðri rétt utan við höfnina Porticello á Sikiley, þar á meðal breski tæknimógúllinn Mike Lynch og átján ára gömul dóttir hans. Lögmaður James Cutfield, nýsjálensks skipstjóra snekkjunnar, segir við Reuters-fréttastofuna að hann sé til rannsóknar og gefi skýrslu um slysið í dag. Rannsókn af þessu tagi þýðir ekki endilega að skipstjórinn verði ákærður. Saksóknarar hafa sagt að rannsókn slyssins eigi eftir að taka sinn tíma. Hún veltur einnig á því að flak snekkjunnar náist af hafsbotni á um fimmtíu metra dýpi. Ambrogio Cartosio, saksóknarinn sem fer með málið, sagði um helgina að hann teldi líklegt að lögbrot hefðu verið framin, þar á meðal manndráp. Snekkjan sökk á örfáum mínútum eftir að veðrið dundi á snemma að morgni 19. ágúst. Fimmtán manns komust lífs af, þar á meðal eins árs gömul stúlka. Tólf farþegar og tíu manna áhöfn var um borð.
Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Mannskæða slysið nú rannsakað sem mögulegt manndráp Saksóknarar á Ítalíu rannsaka nú hvort að andlát sjö eftir að snekkja auðkýfingsins Mike Lynch sökk á örfáum sekúndum við Sikiley á mánudagsmorgun geti talist sem manndráp af gáleysi sökum þess að ekki var gripið til réttra aðgerða til að koma í veg fyrir slysið. 24. ágúst 2024 14:07 Búið að bera kennsl á lík auðkýfingsins Fimm líkamsleifar þeirra sex sem fórust, þegar snekkjan Bayesian sökk rétt utan við Sikiley á mánudaginn, hafa fundist og er nú búið að bera kennsl á öll líkin. Einn þeirra var breski auðkýfingurinn Mike Lynch en snekkjan var í eigu hans. 22. ágúst 2024 16:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Mannskæða slysið nú rannsakað sem mögulegt manndráp Saksóknarar á Ítalíu rannsaka nú hvort að andlát sjö eftir að snekkja auðkýfingsins Mike Lynch sökk á örfáum sekúndum við Sikiley á mánudagsmorgun geti talist sem manndráp af gáleysi sökum þess að ekki var gripið til réttra aðgerða til að koma í veg fyrir slysið. 24. ágúst 2024 14:07
Búið að bera kennsl á lík auðkýfingsins Fimm líkamsleifar þeirra sex sem fórust, þegar snekkjan Bayesian sökk rétt utan við Sikiley á mánudaginn, hafa fundist og er nú búið að bera kennsl á öll líkin. Einn þeirra var breski auðkýfingurinn Mike Lynch en snekkjan var í eigu hans. 22. ágúst 2024 16:16