Lamb hefur ekkert æft né spilað með Dallas Cowboys á undirbúningstímabilinu þar sem hann var að pressa á nýjan samning.
Lamb hefur nú samþykkt nýjan fjögurra ára samning sem hann fær fyrir 136 milljónir dollara eða 18,7 milljarða króna. Lamb var á fimmta og síðasta ári nýliðasamnings síns og hefði getað yfirgefið félagið næsta sumar. Nú er hann hins vegar með samning til ársins 2028.
Breaking: The Cowboys and CeeDee Lamb reached an agreement on a record four-year, $136 million deal that now makes him the second highest-paid non-QB in NFL history, sources told @AdamSchefter.
— ESPN (@espn) August 26, 2024
The deal includes a $38 million signing bonus, the largest ever given to a WR. pic.twitter.com/yPYBROcc7T
Með þessu verður Lamb næstlaunahæsti leikmaður í deildinni af þeim leikmönnum sem eru ekki leikstjórnendur. Það er aðeins útherjinn Justin Jefferson hjá Minnesota Vikings sem fær meira eða 35 milljónir á ári. Lamb verður nú með 34 milljónir dala á ári.
Lamb sló þó öllum útherjum við með því að fá 38 milljónir Bandaríkjadala inn á reikning sinn um leið og hann skrifar undir. Það eru 5,2 milljarðar í íslenskum krónum.
Lamb er líka öruggur með hundrað milljónir dala, 13,7 milljarða króna, sama hvernig allt fer hjá honum þessi fjögur ár.