Varhugaverður tími en traust lagt á leiðsögumenn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. ágúst 2024 17:52 Leit var hætt á Beriðarmerkurjökli í dag. Sveinn Kristján ræddi leitina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. vísir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir traust lagt á leiðsögumenn til þess að meta aðstæður á jöklum á sumrin. Hann tekur hins vegar undir það að skoðunarferðir á þessum árstíma séu varhugaverðar. Leit að tveimur ferðamönnum á Breiðarmerkurjökli var hætt í dag þegar ljóst varð að upplýsingar, sem ferðaþjónustufyrirtæki veitti lögreglu, væru rangar. 25 voru í hópnum en ekki 23 líkt og upphaflega var talið. Sveinn Kristján segir að björgunarsveitir og lögregla hafi leitað af sér allan grun. „Hreinsuðum í raun farveginn, eða svokölluð gólf, og sáum að þar var enginn,“ segir Sveinn Kristján sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Allt unnið með handafli Leitin var afar umfangsmikil. „Mikið af viðbragðsaðilum sem hafa komið að henni og hafa unnið algjört þrekvirki. Það er ekki ofsögum sagt, að íslenskir björgunaraðilar sönnuðu enn og aftur mátt sinn og megin við að takast á við flókin verkefni og leysa það með glans. Við sem sátum heima og stjórnuðum aðgerðum erum afskaplega stolt af því fólki sem tók þarna þátt,“ segir Sveinn Kristján. Vinnutækjum varð ekki komið fyrir uppi á jöklinum, sem gerði leitina erfiðari. „Við komum bílum þarna fyrir á brúninni, en allt annað var þarna unnið með handafli. Þetta er mikil og þung vinna sem er búið að framkvæma þarna, og mikill ís sem er búið að færa til.“ Sveinn Rúnar segir að misvísandi upplýsingar hafi fengist frá ferðaþjónustufyrirtækinu. „En meðan við höfðum ekki sönnur fyrir því að þeir væru ekki þarna, þá leituðum við að sjálfsögðu af okkur allan grun til að geta staðfest það að þarna væri ekki fólk. Það voru afar ánægjulegar fréttir að þarna hafi enginn verið.“ Ætlast til þess að aðstæður séu skoðaðar Hann segir mikilvægt að skráning sé góð og rétt í sambærilegar ferðir. „Þannig það sé vitað hvar hver einasti er. Það er eitthvað sem var því miður ábótavant. Í þessum bókunum almennt er skráður einn ábyrgðaraðili fyrir svona hóp og þá getur oft verið erfitt að finna út hverjir hinir í hópnum eru,“ segir Sveinn Kristján sem tekur undir það að skráning í slíkar ferðir verði að breytast. Umræða hefur spunnist um það hversu æskilegt það sé að fara í jöklaskoðunarferðir á þessum tíma árs þegar ísinn er lausari í sér. „Maður treystir á að það þarna séu vanir leiðsögumenn sem fara um svæðið og meta aðstæður hverju sinni. Vissulega er þetta bara mat og maðurinn getur alltaf verið skeikull. En hvað er öruggt í þessu er dálítið snúið að segja. Auðvitað er þetta varhugaverður tími. Við ætlumst bara til þess að aðstæður séu skoðaðar og metnar áður en farið er með fólk á hættulegar slóðir,“ segir Sveinn Kristján. Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi ræddi einnig um áhyggjur fjallaleiðsögumanna í þessum efnum. Reykjavík síðdegis Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Leit að tveimur ferðamönnum á Breiðarmerkurjökli var hætt í dag þegar ljóst varð að upplýsingar, sem ferðaþjónustufyrirtæki veitti lögreglu, væru rangar. 25 voru í hópnum en ekki 23 líkt og upphaflega var talið. Sveinn Kristján segir að björgunarsveitir og lögregla hafi leitað af sér allan grun. „Hreinsuðum í raun farveginn, eða svokölluð gólf, og sáum að þar var enginn,“ segir Sveinn Kristján sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Allt unnið með handafli Leitin var afar umfangsmikil. „Mikið af viðbragðsaðilum sem hafa komið að henni og hafa unnið algjört þrekvirki. Það er ekki ofsögum sagt, að íslenskir björgunaraðilar sönnuðu enn og aftur mátt sinn og megin við að takast á við flókin verkefni og leysa það með glans. Við sem sátum heima og stjórnuðum aðgerðum erum afskaplega stolt af því fólki sem tók þarna þátt,“ segir Sveinn Kristján. Vinnutækjum varð ekki komið fyrir uppi á jöklinum, sem gerði leitina erfiðari. „Við komum bílum þarna fyrir á brúninni, en allt annað var þarna unnið með handafli. Þetta er mikil og þung vinna sem er búið að framkvæma þarna, og mikill ís sem er búið að færa til.“ Sveinn Rúnar segir að misvísandi upplýsingar hafi fengist frá ferðaþjónustufyrirtækinu. „En meðan við höfðum ekki sönnur fyrir því að þeir væru ekki þarna, þá leituðum við að sjálfsögðu af okkur allan grun til að geta staðfest það að þarna væri ekki fólk. Það voru afar ánægjulegar fréttir að þarna hafi enginn verið.“ Ætlast til þess að aðstæður séu skoðaðar Hann segir mikilvægt að skráning sé góð og rétt í sambærilegar ferðir. „Þannig það sé vitað hvar hver einasti er. Það er eitthvað sem var því miður ábótavant. Í þessum bókunum almennt er skráður einn ábyrgðaraðili fyrir svona hóp og þá getur oft verið erfitt að finna út hverjir hinir í hópnum eru,“ segir Sveinn Kristján sem tekur undir það að skráning í slíkar ferðir verði að breytast. Umræða hefur spunnist um það hversu æskilegt það sé að fara í jöklaskoðunarferðir á þessum tíma árs þegar ísinn er lausari í sér. „Maður treystir á að það þarna séu vanir leiðsögumenn sem fara um svæðið og meta aðstæður hverju sinni. Vissulega er þetta bara mat og maðurinn getur alltaf verið skeikull. En hvað er öruggt í þessu er dálítið snúið að segja. Auðvitað er þetta varhugaverður tími. Við ætlumst bara til þess að aðstæður séu skoðaðar og metnar áður en farið er með fólk á hættulegar slóðir,“ segir Sveinn Kristján. Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi ræddi einnig um áhyggjur fjallaleiðsögumanna í þessum efnum.
Reykjavík síðdegis Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira