Aðgerðir gangi vel miðað við aðstæður: Sérsveit og sextíu björgunarsveitarmenn við leit Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 26. ágúst 2024 11:41 Jóhann Hilmar Haraldsson stýrir aðgerðum á vettvangi á Breiðamerkurjökli. Vísir/Vilhelm Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar taka þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveggja ferðamanna er enn leitað. Fulltrúar frá sérsveit ríkislögreglustjóra taka einnig þátt í aðgerðum á vettvangi. Jóhann Hilmar Haraldsson vettvangsstjóri sem stýrir aðgerðum segir að leit hafi gengið jafnt og þétt frá því leit hófst aftur í morgun og gangi ágætlega miðað við aðstæður. „Ég get ekki sagt annað en að það hafi bara gengið vel, og gengið ákveðið,“ segir Jóhann Hilmar í samtali við fréttamann á vettvangi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila tekur þátt í aðgerðum á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Í augnablikinu erum við með um fimmtíu, sextíu manns hérna. Í gærkvöldi hættum við hérna með um sjötíu manns, eitthvað aðeins komið og farið og allt þetta. En þetta er í sjálfu sér svona aðgerð kannski þar sem að við þiggjum það sem að kemur svo þurfa eðlilega einhverjir að fara. En þetta eru svona sextíu manns sem eru hérna,“ segir Jóhann. Aðspurður segir hann ekki marga vera illa hvílda eða vansvefta sem taka þátt í aðgerðunum. „Nei ég myndi ekki segja það. Ég held að það hafi náðst ágætlega að hvíla fólk og við vinnum þannig í lotum með fólk núna að ég held að við séum bara með virkilega ferskar hendur,“ segir Jóhann. Margir sérþjálfaðir og vanir björgunarsveitarmenn taki þátt í verkefninu. „Við erum hérna með fólk sem þekkir vel til svona aðstæðna og góða ráðgjafa á öllum stöðum.“ Þá njóta viðbragðsaðilar stuðnings sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar. „Það er í sjálfu sér bara verið að manna þessa pósta sem að lögreglu ber að manna og líka til þess að halda utan um aðgerðahópa og þeir bara falla inn í það skipulag,“ segir Jóhann. Eruð þið vongóð um að þetta gangi vel í dag? Já, það er svo sem ekkert annað sem bendir til þess en þetta er að ganga vel og við erum að ná markmiðum okkar fram að þessu. Þó að það sé alltaf eitthvað í endamarkmiðið þá er þetta að rúlla og ég er bjartsýnn. Hefur ykkur tekið að bera kennsl á þá sem að fundust í gær eða sem eru enn fastir? „Í sjálfu sér get ég ekkert tjáð mig um það eða þessa einstaklinga sem um ræðir,“ svarar Jóhann. Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Sjá meira
„Ég get ekki sagt annað en að það hafi bara gengið vel, og gengið ákveðið,“ segir Jóhann Hilmar í samtali við fréttamann á vettvangi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila tekur þátt í aðgerðum á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Í augnablikinu erum við með um fimmtíu, sextíu manns hérna. Í gærkvöldi hættum við hérna með um sjötíu manns, eitthvað aðeins komið og farið og allt þetta. En þetta er í sjálfu sér svona aðgerð kannski þar sem að við þiggjum það sem að kemur svo þurfa eðlilega einhverjir að fara. En þetta eru svona sextíu manns sem eru hérna,“ segir Jóhann. Aðspurður segir hann ekki marga vera illa hvílda eða vansvefta sem taka þátt í aðgerðunum. „Nei ég myndi ekki segja það. Ég held að það hafi náðst ágætlega að hvíla fólk og við vinnum þannig í lotum með fólk núna að ég held að við séum bara með virkilega ferskar hendur,“ segir Jóhann. Margir sérþjálfaðir og vanir björgunarsveitarmenn taki þátt í verkefninu. „Við erum hérna með fólk sem þekkir vel til svona aðstæðna og góða ráðgjafa á öllum stöðum.“ Þá njóta viðbragðsaðilar stuðnings sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar. „Það er í sjálfu sér bara verið að manna þessa pósta sem að lögreglu ber að manna og líka til þess að halda utan um aðgerðahópa og þeir bara falla inn í það skipulag,“ segir Jóhann. Eruð þið vongóð um að þetta gangi vel í dag? Já, það er svo sem ekkert annað sem bendir til þess en þetta er að ganga vel og við erum að ná markmiðum okkar fram að þessu. Þó að það sé alltaf eitthvað í endamarkmiðið þá er þetta að rúlla og ég er bjartsýnn. Hefur ykkur tekið að bera kennsl á þá sem að fundust í gær eða sem eru enn fastir? „Í sjálfu sér get ég ekkert tjáð mig um það eða þessa einstaklinga sem um ræðir,“ svarar Jóhann.
Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Sjá meira