Rósa hefur átt við 1,1 milljón táa í vinnunni sinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. ágúst 2024 20:06 Rósa Þorvaldsdóttir, sem hélt upp á 45 ára starfsafmæli fyrirtækis síns á Bíldafelli í Grímsnes- og Grafningshreppi í gærkvöldi en hún er einmitt frá bænum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kúrekahattar og naut komu við sögu á sveitabæ í Grímsnes- og Grafningshreppi í gærkvöldi þegar 45 ára afmæli snyrtistofu í Reykjavík var fagnað, sem er jafnframt elsta snyrtistofa landsins. Eigandi stofunnar hefur átt við 1,1 milljón táa í öll þessi ár. Afmælisfögnuðurinn fór fram á bænum Bíldsfelli en á leiðinni þangað var búið að skreyta brúsapallinn og gera allt klárt áður en gestirnir komu en hér erum við að tala um Rósu Þorvaldsdóttur, eiganda snyrtistofunnar Snyrtimiðstöðin í húsi verslunarinnar, sem bauð viðskiptavinum sínum í gegnum þessi 45 ár í glæsilegt hlöðuball þar sem allir skemmtu sér vel. „Heyrðu, ég er að halda upp á 45 ára starfsafmæli mitt en ég er búin að vera með snyrti- og fótaaðgerðastofu í 45 ár og þetta er rétti dagurinn því þann 24. ágúst 1979 tók ég fyrsta viðskiptavininn minn og búin að vera stanslaust að síðan,” segir Rósa. Hvað hefur verið skemmtilegast við starfið? „Það eru náttúrulega viðskiptavinirnir mínir, allt þetta frábæra fólk, ég bara tími ekki að hætta, ég bara neita að hætta. Fótaaðgerðir standa upp úr, fólk kemur halt inn en svífur út,” segir Rósa hlæjandi. En hefur hún alltaf verið svona lífsglöð og hress? „Já, ég er svo heppin að ég erfði það frá mömmu minn, hún var alltaf kát og hress. Ég elska því meira vesen því meira gaman finnst mér.” Og fyrsti viðskiptavinir Rósu mættu að sjálfsögðu í hlöðupartýið. „Hún byrjaði að farða mig áður en hún byrjaði að læra, það gerði hún. Svo er ég bara búin að fylgja henni, hún er yndisleg þessi kona, yndisleg,” segir Karen Guðmundsdóttir. Karen Guðmundsdóttirm, sem var fyrsti viðskiptavinur Rósu fyrir 45 árum og er enn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Rósa er afburðamanneskja að því leyti að hún gerir allt vel og hún getur aldrei stoppað og hefur endalausa orku,” segir Pétur Þorvaldsson, bróðir Rósu. Hefur þú farið til hennar? „Nei, ég hef reyndar verið svo heppin að ég er svo snyrtilegur af náttúrunnar hendi að ég hef aldrei þurft að fara,” segir Pétur skellihlæjandi. Og hápunktur kvöldsins hjá mörgum var að fara á nautið á túninu á Bíldsfelli og sýna þannig snilli sína við að reyna að sitja á baki eins lengi og hægt var, það gekk reyndar misvel en skemmtileg skemmtun. Og hápunktur kvöldsins hjá mörgum var að fara á nautið á túninu á Bíldsfelli og sýna þannig snilli sína við að reyna að sitja á baki eins lengi og hægt var,.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Afmælisfögnuðurinn fór fram á bænum Bíldsfelli en á leiðinni þangað var búið að skreyta brúsapallinn og gera allt klárt áður en gestirnir komu en hér erum við að tala um Rósu Þorvaldsdóttur, eiganda snyrtistofunnar Snyrtimiðstöðin í húsi verslunarinnar, sem bauð viðskiptavinum sínum í gegnum þessi 45 ár í glæsilegt hlöðuball þar sem allir skemmtu sér vel. „Heyrðu, ég er að halda upp á 45 ára starfsafmæli mitt en ég er búin að vera með snyrti- og fótaaðgerðastofu í 45 ár og þetta er rétti dagurinn því þann 24. ágúst 1979 tók ég fyrsta viðskiptavininn minn og búin að vera stanslaust að síðan,” segir Rósa. Hvað hefur verið skemmtilegast við starfið? „Það eru náttúrulega viðskiptavinirnir mínir, allt þetta frábæra fólk, ég bara tími ekki að hætta, ég bara neita að hætta. Fótaaðgerðir standa upp úr, fólk kemur halt inn en svífur út,” segir Rósa hlæjandi. En hefur hún alltaf verið svona lífsglöð og hress? „Já, ég er svo heppin að ég erfði það frá mömmu minn, hún var alltaf kát og hress. Ég elska því meira vesen því meira gaman finnst mér.” Og fyrsti viðskiptavinir Rósu mættu að sjálfsögðu í hlöðupartýið. „Hún byrjaði að farða mig áður en hún byrjaði að læra, það gerði hún. Svo er ég bara búin að fylgja henni, hún er yndisleg þessi kona, yndisleg,” segir Karen Guðmundsdóttir. Karen Guðmundsdóttirm, sem var fyrsti viðskiptavinur Rósu fyrir 45 árum og er enn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Rósa er afburðamanneskja að því leyti að hún gerir allt vel og hún getur aldrei stoppað og hefur endalausa orku,” segir Pétur Þorvaldsson, bróðir Rósu. Hefur þú farið til hennar? „Nei, ég hef reyndar verið svo heppin að ég er svo snyrtilegur af náttúrunnar hendi að ég hef aldrei þurft að fara,” segir Pétur skellihlæjandi. Og hápunktur kvöldsins hjá mörgum var að fara á nautið á túninu á Bíldsfelli og sýna þannig snilli sína við að reyna að sitja á baki eins lengi og hægt var, það gekk reyndar misvel en skemmtileg skemmtun. Og hápunktur kvöldsins hjá mörgum var að fara á nautið á túninu á Bíldsfelli og sýna þannig snilli sína við að reyna að sitja á baki eins lengi og hægt var,.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“