„Óli [Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar] kallar allt í einu á mig að fara fram og ég geri bara eins og Óli segir. Skelli mér fram og sé opnun á kantinum, kalla á hann í gegn og síðan var það eina sem ég hugsaði bara að skora,“ bætti Sóley við skælbrosandi.
Það sem hún hugsaði raungerðist, boltinn small í stöngina og inn.
„Alveg eins og ég ætlaði,“ sagði Sóley þá.
Hún hefur ekki getið sér orðs sem mikill markaskorari en Þróttur þurfti nauðsynlega á sigri að halda í dag og þá voru miklar áhættur teknar undir lokin.
„Stundum þarf bara að gera það og það virkaði í dag.“
Sigurinn setur Þrótt í efri hluta deildarinnar nú þegar tvískipting á sér stað og Stjarnan er skilin eftir í neðri hlutanum. Engar líkur eru á titli en Sóley sagði liðið ætla að safna stigum og klífa eins ofarlega upp töfluna og mögulegt er.
Framundan eru leikir gegn Breiðabliki, Val, Þór/KA, Víkingi og FH en úrslitakeppnin hefst næsta föstudag.