Fornbóksali óánægður með skipuleggjendur Menningarnætur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 17:51 Bókin ehf. þurfti að slá af viðburð á vegum búðarinnar vegna skerts aðgengis að búðinni. Bókin ehf. Eigandi fornbókabúðarinnar við Hverfisgötu er óánægður með framgöngu Reykjavíkurborgar vegna viðburðarhalds á Menningarnótt sem fer fram í þessum skrifuðu. Verslunin er lokuð í dag þó að til hafi staðið að vera halda viðburð vegna skerts aðgengis að búðinni. Í færslu sem Ari Gísli Bragason, eigandi fornbókabúðarinnar, birti á samfélagsmiðlum í dag segir hann að honum þyki leitt að bókabúðin skuli vera lokuð í dag. Til hafi staðið að halda upplestra í dag til klukkan 17 en í gær kom í ljós að skipuleggjendur Menningarnætur hefðu lagt undir sig hlut Klapparstígs til viðburðarhalda og inngang fornbókabúðarinnar þar með talinn. „Þetta hefur verið svolítið þreytandi undanfarin ár og er kannski að ná hámarki núna,“ segi Ari í samtali við fréttastofu. Láta ekkert stoppa sig á næsta ári Hann segist harma það að ekki hafi verið hægt að halda tilætlaðan ljóðaupplestur, þó svo að dagskráin hefði aðeins staðið yfir til klukkan 17. En Reykjavíkurborg, Icelandair og DJ Margeir standa fyrir jógaviðburði á Klapparstígnum frá því um þrjú í dag og segir Ari að hávaðinn hafi einfaldlega verið of mikill. Hann kveðst þó ekki munu láta það stoppa sig héðan í frá. „Við ætlum að vera með viðburði á næsta ári og þá í hávaða eða hljóði. Alveg sama hvort það sé hávaði og læti,“ segir Ari og reifar þá hugmynd við blaðamann að fornbókabúðin komi kannski til með að standa fyrir sínu eigin „reifi“ á næstu Menningarnótt. Biðst afsökunar Téður DJ Margeir hefur nú beðið Ara og fornbókabúðina afsökunar og segir að viðburðarhald komi ekki til með að skerða starfsemi búðarinnar framar. „Ég verð að biðja ykkur innilegrar afsökunar á þessu og mun sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir hann í athugasemd við færslu Ara. Hann segist þykja málið afskaplega leiðinlegt þar sem hann hafi lagt sig fram við að halda góðu samstarfi við nágranna. Hann segir jafnframt að ekki sé selt inn á svæðið og að tónlistinni verði haldið lágstemmdri fram eftir degi. „Afsakaðu þetta rask, enn enn og aftur. Mér þykir þetta afskaplega leiðinlegt,“ skrifar Margeir að lokum. Menningarnótt Reykjavík Verslun Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Í færslu sem Ari Gísli Bragason, eigandi fornbókabúðarinnar, birti á samfélagsmiðlum í dag segir hann að honum þyki leitt að bókabúðin skuli vera lokuð í dag. Til hafi staðið að halda upplestra í dag til klukkan 17 en í gær kom í ljós að skipuleggjendur Menningarnætur hefðu lagt undir sig hlut Klapparstígs til viðburðarhalda og inngang fornbókabúðarinnar þar með talinn. „Þetta hefur verið svolítið þreytandi undanfarin ár og er kannski að ná hámarki núna,“ segi Ari í samtali við fréttastofu. Láta ekkert stoppa sig á næsta ári Hann segist harma það að ekki hafi verið hægt að halda tilætlaðan ljóðaupplestur, þó svo að dagskráin hefði aðeins staðið yfir til klukkan 17. En Reykjavíkurborg, Icelandair og DJ Margeir standa fyrir jógaviðburði á Klapparstígnum frá því um þrjú í dag og segir Ari að hávaðinn hafi einfaldlega verið of mikill. Hann kveðst þó ekki munu láta það stoppa sig héðan í frá. „Við ætlum að vera með viðburði á næsta ári og þá í hávaða eða hljóði. Alveg sama hvort það sé hávaði og læti,“ segir Ari og reifar þá hugmynd við blaðamann að fornbókabúðin komi kannski til með að standa fyrir sínu eigin „reifi“ á næstu Menningarnótt. Biðst afsökunar Téður DJ Margeir hefur nú beðið Ara og fornbókabúðina afsökunar og segir að viðburðarhald komi ekki til með að skerða starfsemi búðarinnar framar. „Ég verð að biðja ykkur innilegrar afsökunar á þessu og mun sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir hann í athugasemd við færslu Ara. Hann segist þykja málið afskaplega leiðinlegt þar sem hann hafi lagt sig fram við að halda góðu samstarfi við nágranna. Hann segir jafnframt að ekki sé selt inn á svæðið og að tónlistinni verði haldið lágstemmdri fram eftir degi. „Afsakaðu þetta rask, enn enn og aftur. Mér þykir þetta afskaplega leiðinlegt,“ skrifar Margeir að lokum.
Menningarnótt Reykjavík Verslun Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira