Ólafur Ragnar ávítar breskan fjölmiðil Tómas Arnar Þorláksson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 24. ágúst 2024 17:14 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, gefur lítið fyrir umfjöllun miðilsins breska um ástandið á Reykjanesinu. Vísir/Arnar Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, ávítaði breska fjölmiðilinn GB News fyrir fréttaflutning sinn af eldgosinu á Reykjanesskaga. Þrátt fyrir eldgosið segir Ólafur að Ísland sé öruggara en götur Lundúna. Í frétt GB kemur fram að Bretar hafi verið varaðir við því að ferðast til Íslands vegna yfirstandandi eldgoss á Reykjanesi. Breska utanríkisráðuneytið hafi gefið út yfirlýsingu stílaða á ferðamenn sem hygðu á Íslandsferðir. Þar er breskum ferðalöngum brýnt að hafa varann á og forðast að dvelja nærri eldgosinu. Í fréttinni kemur samt fram að engin hætta sé á ferð í Reykjavík eða öðrum landshlutum eldgossins vegna. Ólafi Ragnari þykir þó tilraun miðilsins til að smellibeita lesendur helst til smellibeituleg og hnýtir í hann. Come on @GBNEWS ! #Iceland is completely safe! Safer than the streets of #London! We know how to deal with volcanic eruptions. https://t.co/GYkVFFra5I— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) August 24, 2024 „Ísland er fullkomlega öruggt! Öruggara en götur Lundúna. Við kunnum að takast á við eldgos,“ skrifar Ólafur í færslunni. GB News hefur áður gert eldsumbrot á Reykjanesi að umfjöllunarefni sínu. Íslandi er greinilega hættusvæði ef miðað er við umfjöllun miðilsins. 27. júlí síðastliðinn mátti lesa í fyrirsögn á miðlinum að ekki væri hægt að tryggja öryggi á neins konar ferðum til Íslands. Bretland Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Í frétt GB kemur fram að Bretar hafi verið varaðir við því að ferðast til Íslands vegna yfirstandandi eldgoss á Reykjanesi. Breska utanríkisráðuneytið hafi gefið út yfirlýsingu stílaða á ferðamenn sem hygðu á Íslandsferðir. Þar er breskum ferðalöngum brýnt að hafa varann á og forðast að dvelja nærri eldgosinu. Í fréttinni kemur samt fram að engin hætta sé á ferð í Reykjavík eða öðrum landshlutum eldgossins vegna. Ólafi Ragnari þykir þó tilraun miðilsins til að smellibeita lesendur helst til smellibeituleg og hnýtir í hann. Come on @GBNEWS ! #Iceland is completely safe! Safer than the streets of #London! We know how to deal with volcanic eruptions. https://t.co/GYkVFFra5I— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) August 24, 2024 „Ísland er fullkomlega öruggt! Öruggara en götur Lundúna. Við kunnum að takast á við eldgos,“ skrifar Ólafur í færslunni. GB News hefur áður gert eldsumbrot á Reykjanesi að umfjöllunarefni sínu. Íslandi er greinilega hættusvæði ef miðað er við umfjöllun miðilsins. 27. júlí síðastliðinn mátti lesa í fyrirsögn á miðlinum að ekki væri hægt að tryggja öryggi á neins konar ferðum til Íslands.
Bretland Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira