„Vonum að þetta sé ekki síðasti sumardagurinn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. ágúst 2024 12:18 Menningarnótt fer fram í dag. Mynd úr safni. Vísir/Hulda Margrét Dagskrá Menningarnætur var sett af stað með pompi og prakt í hádeginu þar sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri opnaði hátíðina formlega. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg segir dagskránna í dag vera þá veglegustu og hvetur fólk til að vera ekkert að bíða eftir kvöldinu og drífa sig niður í miðbæ. „Bara skella sér út í strætó því að veðrið er svo þægilegt núna og ég held að það verði bara mjög skemmtilegur dagur til að vera í rólegheitum niður í bæ. Það er mjög margt í gangi sem er hægt að sjá á menningarnott.is. Litlar sýningar hér og þar og útitónleikar. Þannig ég myndi segja það bara, endilega kíkja bara fljótlega upp úr hádegi.“ Heppilegt að það sé engin gasmengun Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hófst klukkan 8:40 í morgun en Guðmundur segir að það viðri einstaklega vel fyrir hlaup og hátíðarhöld í dag. „Vonum að þetta sé ekki síðasti sumardagurinn en þetta er alveg vonum framar, veðrið. Eins og núna með sólarglætu og svona þá held ég að það sé alveg kjörið að nýta þetta áður en haustið kemur.“ Er það ekki líka heppilegt að það sé engin gasmengun að leggjast yfir höfuðborgarsvæðið núna? „Já það er eiginlega lygilegt. Það er mjög gott fyrir hlaup held ég líka.“ Mælir með bekkpressumóti Að sögn Guðmundar bætist í dagskránna á hverju ári og mælir hann sérstaklega með því að fólk komi sér vel fyrir á Arnarhóli áður en að flugeldasýningin hefst klukkan ellefu í kvöld. „Hún er búin að vera síðustu ár mjög skemmtileg og flott. Þau eru alltaf að prufa nýjar leiðir til að koma fólki á óvart með einhverjum þögnum og biðum og svo er öllu skotið í einu.“ Er einhver dagskrárliður eða eitthvað sem þú mælir sérstaklega með í ár? „Af því að ég er búinn að vera í ræktinni undanfarið er ég mjög spenntur fyrir bekkpressumótinu. Menningarnæturbekkpressumóti hjá Austurbæjarskóla. Þar verður alls konar húllumhæ og kraftafólk að keppa en líka er almenningi boðið að taka þátt.“ Reykjavík Menningarnótt Menning Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
„Bara skella sér út í strætó því að veðrið er svo þægilegt núna og ég held að það verði bara mjög skemmtilegur dagur til að vera í rólegheitum niður í bæ. Það er mjög margt í gangi sem er hægt að sjá á menningarnott.is. Litlar sýningar hér og þar og útitónleikar. Þannig ég myndi segja það bara, endilega kíkja bara fljótlega upp úr hádegi.“ Heppilegt að það sé engin gasmengun Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hófst klukkan 8:40 í morgun en Guðmundur segir að það viðri einstaklega vel fyrir hlaup og hátíðarhöld í dag. „Vonum að þetta sé ekki síðasti sumardagurinn en þetta er alveg vonum framar, veðrið. Eins og núna með sólarglætu og svona þá held ég að það sé alveg kjörið að nýta þetta áður en haustið kemur.“ Er það ekki líka heppilegt að það sé engin gasmengun að leggjast yfir höfuðborgarsvæðið núna? „Já það er eiginlega lygilegt. Það er mjög gott fyrir hlaup held ég líka.“ Mælir með bekkpressumóti Að sögn Guðmundar bætist í dagskránna á hverju ári og mælir hann sérstaklega með því að fólk komi sér vel fyrir á Arnarhóli áður en að flugeldasýningin hefst klukkan ellefu í kvöld. „Hún er búin að vera síðustu ár mjög skemmtileg og flott. Þau eru alltaf að prufa nýjar leiðir til að koma fólki á óvart með einhverjum þögnum og biðum og svo er öllu skotið í einu.“ Er einhver dagskrárliður eða eitthvað sem þú mælir sérstaklega með í ár? „Af því að ég er búinn að vera í ræktinni undanfarið er ég mjög spenntur fyrir bekkpressumótinu. Menningarnæturbekkpressumóti hjá Austurbæjarskóla. Þar verður alls konar húllumhæ og kraftafólk að keppa en líka er almenningi boðið að taka þátt.“
Reykjavík Menningarnótt Menning Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira